Keflvíkingar á EM í Futsal í dag - Vitum ekkert hvað við erum að fara út í Hjalti Þór Hreinsson skrifar 14. ágúst 2010 07:15 Fréttablaðið/Daníel „Við höfum ekkert æft enda verið að einbeita okkur að Pepsi-deildinni og við vitum ekkert hvað við erum að fara út í," segir Guðmundur Steinarsson, Keflvíkingur. Hann er einn af fjórtán liðsmönnum sem taka þátt í Evrópumótinu í Futsal sem hefst á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Þar er keppt í innanhússknattspyrnu, fimm eru í liði og ótakmarkaðar skiptingar eru leyfðar. Þá er boltinn minni og þyngri en venjulegur fótbolti. „Þetta snýst mikið um leikskilning, tækni og menn þurfa að vera klókir. Snerpa hjálpar líka. Þetta er ekkert brjálæðislega frábrugðið því að spila venjulega knattspyrnu. Við erum meðal annars með gamla jálkinn Zoran Ljubicic í liðinu, hann kann þetta alveg. Þetta snýst um það." Hann segir að liðið, sem varð Íslandsmeistari árið 2010, ætli að æfa tvisvar fyrir fyrsta leik í dag og það hefur þegar aflað sér upplýsinga um andstæðingana. Tvö íslensk lið, Víðir úr Garði og Hvöt frá Blönduósi hafa tekið þátt í EM í Futsal en ekki unnið leik. „Mig langar ógeðslega að vinna einn leik, að ná Evrópusigri," segir Guðmundur en andstæðingar Keflvíkinga eru mjög sterkir. Þeir koma frá Hollandi, Frakklandi og Svíþjóð. „Það þarf aðeins að koma Futsal betur á kortið. Ef menn setja aðeins meiri metnað í þetta getur þetta boðið upp á helling. Ég verð að viðurkenna að ég var ekki með til að byrja með en eftir að ég byrjaði fannst mér þetta mjög gaman. Ef við náum einhverjum árangri gæti þetta líka stækkað aðeins," sagði Guðmundur. Fyrsti leikur liðsins er klukkan 17.30 í dag, hálftíma áður en bikarúrslitaleikur KR og FH fer fram. „Sá leikur var færður, hann átti að vera klukkan tvö. Það eru auðvitað ekki komnir fastir leikdagar eða neitt slíkt hjá KSÍ með Futsal. En ég hvet alla til að mæta í hlýjuna á Ásvöllum í stað þess að húka í kuldanum á Laugardalsvelli," sagði Guðmundur léttur. Keflavík leikur klukkan 17.30 í dag, á morgun og á þriðjudaginn. Aðeins 500 krónur kostar inn á hvern leik eða 1.000 á alla þrjá. Íslenski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
„Við höfum ekkert æft enda verið að einbeita okkur að Pepsi-deildinni og við vitum ekkert hvað við erum að fara út í," segir Guðmundur Steinarsson, Keflvíkingur. Hann er einn af fjórtán liðsmönnum sem taka þátt í Evrópumótinu í Futsal sem hefst á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Þar er keppt í innanhússknattspyrnu, fimm eru í liði og ótakmarkaðar skiptingar eru leyfðar. Þá er boltinn minni og þyngri en venjulegur fótbolti. „Þetta snýst mikið um leikskilning, tækni og menn þurfa að vera klókir. Snerpa hjálpar líka. Þetta er ekkert brjálæðislega frábrugðið því að spila venjulega knattspyrnu. Við erum meðal annars með gamla jálkinn Zoran Ljubicic í liðinu, hann kann þetta alveg. Þetta snýst um það." Hann segir að liðið, sem varð Íslandsmeistari árið 2010, ætli að æfa tvisvar fyrir fyrsta leik í dag og það hefur þegar aflað sér upplýsinga um andstæðingana. Tvö íslensk lið, Víðir úr Garði og Hvöt frá Blönduósi hafa tekið þátt í EM í Futsal en ekki unnið leik. „Mig langar ógeðslega að vinna einn leik, að ná Evrópusigri," segir Guðmundur en andstæðingar Keflvíkinga eru mjög sterkir. Þeir koma frá Hollandi, Frakklandi og Svíþjóð. „Það þarf aðeins að koma Futsal betur á kortið. Ef menn setja aðeins meiri metnað í þetta getur þetta boðið upp á helling. Ég verð að viðurkenna að ég var ekki með til að byrja með en eftir að ég byrjaði fannst mér þetta mjög gaman. Ef við náum einhverjum árangri gæti þetta líka stækkað aðeins," sagði Guðmundur. Fyrsti leikur liðsins er klukkan 17.30 í dag, hálftíma áður en bikarúrslitaleikur KR og FH fer fram. „Sá leikur var færður, hann átti að vera klukkan tvö. Það eru auðvitað ekki komnir fastir leikdagar eða neitt slíkt hjá KSÍ með Futsal. En ég hvet alla til að mæta í hlýjuna á Ásvöllum í stað þess að húka í kuldanum á Laugardalsvelli," sagði Guðmundur léttur. Keflavík leikur klukkan 17.30 í dag, á morgun og á þriðjudaginn. Aðeins 500 krónur kostar inn á hvern leik eða 1.000 á alla þrjá.
Íslenski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira