Skoðun

Einar Skúlason: Atvinna og aftur atvinna

Einar Skúlason skrifar

Atvinnuleysi af þeirri stærðargráðu sem við Íslendingar höfum séð undanfarið er ólíðandi. Reykjavíkurborg á að taka atvinnuleysisvandann innan sinna borgarmarka föstum tökum og leysa hann sem fyrst.

Fjölmargt er hægt að gera. Það má stórauka viðhald bygginga í eigu borgarinnar og leggja í þeim efnum sérstaka áherslu á mannaflsfrek verkefni. Við eigum að ráðast í fjölbreytt atvinnuátaksverkefni fyrir ólíka aldurshópa í samvinnu við Atvinnuleysistryggingasjóð. Við þurfum að endurvekja Aflvaka, atvinnuþróunarfélag Reykjavíkur, og markaðssetja borgina sem aðsetur fyrir atvinnustarfsemi. Við þurfum að setja á fót frumkvöðlasetur fyrir ungt fólk þar sem áhersla verði lögð á þróun hugmynda á sviði ferðaþjónustu og innlends iðnaðar. Borgin á líka að bjóða skólafólki upp á fjölbreytta sumarvinnu.

Allt það sem við leggjum af skynsemi til atvinnumála á þessari stundu mun margborga sig síðar. Við þurfum að horfa til framtíðar. Við eigum til dæmis Orkuveituna. Í henni felast miklir möguleikar.

Á vegum hennar eigum við að bjóða upp á sveigjanlegri orkusölusamninga sem laða að fleiri tegundir af fyrirtækjum en hingað til hefur verið raunin. Við eigum að setja fyrirtæki í forgang sem skapa mörg störf og eru umhverfisvæn. Í ferðaþjónustunni finnst líka urmull tækifæra til þess að auka atvinnu. Við þurfum að efla Reykjavík í alþjóðlegri samkeppni á sviði ferðamála með áherslu á borgina sem áfangastað, þar sem fjölbreytt afþreying er í boði.

Lykilatriðið er þetta: Atvinna og aftur atvinna. Það er verkefni borgarmálanna.






Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×