Heimssögulegur fundur í Lissabon Össur Skarphéðinsson skrifar 23. nóvember 2010 06:00 Leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Lissabon um helgina verður lengi minnst, ekki bara fyrir hina nýju grunnstefnu heldur einnig þeirrar sögulegu ákvörðunar Rússa að taka höndum saman við bandalagsþjóðirnar um margvíslegt samstarf að sameiginlegum hagsmunum. Medvedev, forseti Rússlands, vísaði sérstaklega til nýju grunnstefnunnar, þar sem segir skýrt, að Atlantshafsbandalagið sé ekki ógn við Rússland. Praktísk nálgun hans birtist vel í umræðum, þar sem hann sagði að torfærur yrðu á leiðinni, og einstakar þjóðir kynnu að móðgast hver við aðra enda ekki hægt að fjarlægja söguna. Þjóðirnar ættu þrátt fyrir það að halda saman á leiðarenda nýs og árangursríks samstarfs. Í umræðum leiðtoganna kom skýrt fram það viðhorf margra þjóða, að Rússar og bandalagsþjóðirnar eigi í höggi við sameiginlegar ógnir. Þar voru efst á baugi hermdarverk, sem í dag eru mesta ógnun við stöðugleika og frið í okkar heimshluta, sjórán, sem nú færast í vöxt, netógnir sem lamað geta fjarskipti og þarmeð viðbúnaðarkerfi þjóða, auk hamfara af náttúrlegum völdum, eða manna. Sarkozy, Frakklandsforseti, kvað skýrt að orði, og sagði að mesta sameiginlega ógnin við Rússland og þjóðir Atlantshafsbandalagsins stafaði af framferði ofbeldisfullra múslímskra öfgasamtaka. Eitt af því sem Rússar vilja eiga samstarf við bandalagsþjóðirnar að uppfylltum skilyrðum er gerbreytt skotflaugavarnakerfi, sem á að verjast hugsanlegri ógn frá þeim 27 þjóðum, sem taldar eru búa yfir skotflaugum sem gætu á átakatímum ógnað íbúum Vesturlanda, og Rússa. Nokkrir þjóðarleiðtoganna hikuðu ekki við að nefna þar sérstaklega Íran og Sýrland. Uppbygging og staðsetning kerfisins verður samkvæmt sameiginlegri ákvörðun hagað með það í huga. Þetta kerfi er gerólíkt því sem Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseti lagði upp með, sem sést best á því að í stað þess að Rússar líti á það sem ógn við sig, vilji þeir vera með. Þjóðir eins og Norðmenn, Þjóðverjar, Lúxemborgarar, auk Íslendinga sem hafa verið tregir í stuðningi við skotflaugavarnir, telja kerfið draga úr vægi kjarnavopna, og geta því ýtt undir hraðari afvopnun á því sviði. Einstakar þjóðir innan bandalagsins halda enn fram gildi kjarnavopnafælingar, en engum dylst þó að hin nýja grunnstefna markar þáttaskil að því leyti, að þar er sagt afdráttarlaust að stefnt skuli að heimi án kjarnavopna, og hefur slík yfirlýsing aldrei fyrr verið birt jafn afdráttarlaust í stefnu Atlantshafsbandalagsins. Annað nýmæli felst einnig í sterkri áherslu á mannréttindi og alþjóðalög hvað varðar starfsemi bandalagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Lissabon um helgina verður lengi minnst, ekki bara fyrir hina nýju grunnstefnu heldur einnig þeirrar sögulegu ákvörðunar Rússa að taka höndum saman við bandalagsþjóðirnar um margvíslegt samstarf að sameiginlegum hagsmunum. Medvedev, forseti Rússlands, vísaði sérstaklega til nýju grunnstefnunnar, þar sem segir skýrt, að Atlantshafsbandalagið sé ekki ógn við Rússland. Praktísk nálgun hans birtist vel í umræðum, þar sem hann sagði að torfærur yrðu á leiðinni, og einstakar þjóðir kynnu að móðgast hver við aðra enda ekki hægt að fjarlægja söguna. Þjóðirnar ættu þrátt fyrir það að halda saman á leiðarenda nýs og árangursríks samstarfs. Í umræðum leiðtoganna kom skýrt fram það viðhorf margra þjóða, að Rússar og bandalagsþjóðirnar eigi í höggi við sameiginlegar ógnir. Þar voru efst á baugi hermdarverk, sem í dag eru mesta ógnun við stöðugleika og frið í okkar heimshluta, sjórán, sem nú færast í vöxt, netógnir sem lamað geta fjarskipti og þarmeð viðbúnaðarkerfi þjóða, auk hamfara af náttúrlegum völdum, eða manna. Sarkozy, Frakklandsforseti, kvað skýrt að orði, og sagði að mesta sameiginlega ógnin við Rússland og þjóðir Atlantshafsbandalagsins stafaði af framferði ofbeldisfullra múslímskra öfgasamtaka. Eitt af því sem Rússar vilja eiga samstarf við bandalagsþjóðirnar að uppfylltum skilyrðum er gerbreytt skotflaugavarnakerfi, sem á að verjast hugsanlegri ógn frá þeim 27 þjóðum, sem taldar eru búa yfir skotflaugum sem gætu á átakatímum ógnað íbúum Vesturlanda, og Rússa. Nokkrir þjóðarleiðtoganna hikuðu ekki við að nefna þar sérstaklega Íran og Sýrland. Uppbygging og staðsetning kerfisins verður samkvæmt sameiginlegri ákvörðun hagað með það í huga. Þetta kerfi er gerólíkt því sem Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseti lagði upp með, sem sést best á því að í stað þess að Rússar líti á það sem ógn við sig, vilji þeir vera með. Þjóðir eins og Norðmenn, Þjóðverjar, Lúxemborgarar, auk Íslendinga sem hafa verið tregir í stuðningi við skotflaugavarnir, telja kerfið draga úr vægi kjarnavopna, og geta því ýtt undir hraðari afvopnun á því sviði. Einstakar þjóðir innan bandalagsins halda enn fram gildi kjarnavopnafælingar, en engum dylst þó að hin nýja grunnstefna markar þáttaskil að því leyti, að þar er sagt afdráttarlaust að stefnt skuli að heimi án kjarnavopna, og hefur slík yfirlýsing aldrei fyrr verið birt jafn afdráttarlaust í stefnu Atlantshafsbandalagsins. Annað nýmæli felst einnig í sterkri áherslu á mannréttindi og alþjóðalög hvað varðar starfsemi bandalagsins.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun