Fyrrum leikmaður í NBA-deildinni, Lorenzen Wright, fannst látinn í nótt. Hans var saknað í tíu daga en talið er að hann hafi verið myrtur.
Lík hans fannst í skóglendi fyrir utan Memphis en hann var 34 ára gamall.
Á þrettán ára ferli í NBA-deildinni lék Wright með Los Angeles Clippers (1996-99), Atlanta Hawks (1999-2001 og aftur 2006-2008), Memphis Grizzlies (2001-2006), Sacramento Kings (2008) og Cleveland Cavaliers (2008-2009).
Hann spilaði 778 deildarleiki og skoraði átta stig að meðaltali í leik og tók í þeim 6.4 fráköst.
Fyrrum NBA-leikmaður fannst myrtur
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið





Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti

Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn



Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn
