Fyrrum leikmaður í NBA-deildinni, Lorenzen Wright, fannst látinn í nótt. Hans var saknað í tíu daga en talið er að hann hafi verið myrtur.
Lík hans fannst í skóglendi fyrir utan Memphis en hann var 34 ára gamall.
Á þrettán ára ferli í NBA-deildinni lék Wright með Los Angeles Clippers (1996-99), Atlanta Hawks (1999-2001 og aftur 2006-2008), Memphis Grizzlies (2001-2006), Sacramento Kings (2008) og Cleveland Cavaliers (2008-2009).
Hann spilaði 778 deildarleiki og skoraði átta stig að meðaltali í leik og tók í þeim 6.4 fráköst.
Körfubolti