ESB fyrirvararnir halda ekki! 19. ágúst 2010 06:00 Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur hefur skrifað greinar í Fréttablaðið að undanförnu um Evrópusambandið. Eða öllu heldur, hann hefur skrifað greinar um þá sem skrifa um Evrópusambandið. Og niðurstaða hans er að þeir sem eru andvígir því að Ísland gangi í ESB fari með fleipur, séu haldnir órum eða segi tröllasögur. Það staðhæfir þessi ágæti rithöfundur sem í hinu orðinu kallar eftir málefnalegri umræðu, segir að „óskandi væri að umræðan um ESB snerist um málefni.“ Síðasta grein hans heitir Vinstri græn og Evrópusambandið og fjallar aðallega um meint „raus“ Ögmundar Jónassonar. „Raus“ heitir það þegar andstæðingar ESB aðildar færa rök fyrir máli sínu. Í ágætri grein hafði Ögmundur rakið hvernig áhersla á markaðsvæðingu almannþjónustunnar hefði færst í vöxt samkvæmt tilskipunum frá Brussel, sótt hefði verið að samningsréttarkerfum launafólks og stefnumótun innan Evrópusambandsins færi í vaxandi mæli fram í dómssölum: „Þetta virðist mér vera að gerast“ skrifar ÖJ, „á vettvangi ESB: Aukin framsókn markaðsaflanna inn í lendur sem áður voru alfarið á vegum ríkis og sveitarfélaga og síðan hitt að dómstólar eru sífellt að verða meira stefnumótandi í málum sem eru í eðli sínu pólitísk, eða m.ö.o. lýðræðisleg úrlausnarefni, og snúa að skipulagi samfélagsins. Þetta vekur spurningar um hvort og hve lengi fyrirvarar sem kann að verða samið um halda gagnvart jafnræðisreglum sem dómstólar horfa jafnan til. Þegar jafnræðið snýr að markaðnum hafa félagslegir þættir oftar en ekki þurft að víkja fyrir kröfu um hömlulaus markaðsviðskipti.” Hér er vikið að grundvallarmáli. Halda fyrirvarar sem nú kann að verða samið um? Ekki minni maður en Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, segir svo ekki vera. Á sameiginlegum fréttamannafundi 27. júlí sl. með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, lýsti stækkunarstjóri ESB því yfir að það væri „ekki hægt að fá neinar varanlegar undanþágur frá lögum ESB,“ aðeins tímabundna aðlögun. Þegar í ofanálag bætist aukið vægi dómstólanna sem Ögmundur Jónasson vísar til, er veruleg ástæða til að velta fyrir sér hvort hugsanlegir ávinningar við samningaborð séu til að treysta á. Svo virðist ekki vera samkvæmt því sem best verður séð. Sér Guðmundur Andri aðra fleti sem ég kem ekki auga á hvað þetta snertir? Hvernig væri að hann léti af skætingsskrifum og hæfi málefnalega umræðu, til dæmis um þetta atriði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Skoðanir Skoðun Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur hefur skrifað greinar í Fréttablaðið að undanförnu um Evrópusambandið. Eða öllu heldur, hann hefur skrifað greinar um þá sem skrifa um Evrópusambandið. Og niðurstaða hans er að þeir sem eru andvígir því að Ísland gangi í ESB fari með fleipur, séu haldnir órum eða segi tröllasögur. Það staðhæfir þessi ágæti rithöfundur sem í hinu orðinu kallar eftir málefnalegri umræðu, segir að „óskandi væri að umræðan um ESB snerist um málefni.“ Síðasta grein hans heitir Vinstri græn og Evrópusambandið og fjallar aðallega um meint „raus“ Ögmundar Jónassonar. „Raus“ heitir það þegar andstæðingar ESB aðildar færa rök fyrir máli sínu. Í ágætri grein hafði Ögmundur rakið hvernig áhersla á markaðsvæðingu almannþjónustunnar hefði færst í vöxt samkvæmt tilskipunum frá Brussel, sótt hefði verið að samningsréttarkerfum launafólks og stefnumótun innan Evrópusambandsins færi í vaxandi mæli fram í dómssölum: „Þetta virðist mér vera að gerast“ skrifar ÖJ, „á vettvangi ESB: Aukin framsókn markaðsaflanna inn í lendur sem áður voru alfarið á vegum ríkis og sveitarfélaga og síðan hitt að dómstólar eru sífellt að verða meira stefnumótandi í málum sem eru í eðli sínu pólitísk, eða m.ö.o. lýðræðisleg úrlausnarefni, og snúa að skipulagi samfélagsins. Þetta vekur spurningar um hvort og hve lengi fyrirvarar sem kann að verða samið um halda gagnvart jafnræðisreglum sem dómstólar horfa jafnan til. Þegar jafnræðið snýr að markaðnum hafa félagslegir þættir oftar en ekki þurft að víkja fyrir kröfu um hömlulaus markaðsviðskipti.” Hér er vikið að grundvallarmáli. Halda fyrirvarar sem nú kann að verða samið um? Ekki minni maður en Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, segir svo ekki vera. Á sameiginlegum fréttamannafundi 27. júlí sl. með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, lýsti stækkunarstjóri ESB því yfir að það væri „ekki hægt að fá neinar varanlegar undanþágur frá lögum ESB,“ aðeins tímabundna aðlögun. Þegar í ofanálag bætist aukið vægi dómstólanna sem Ögmundur Jónasson vísar til, er veruleg ástæða til að velta fyrir sér hvort hugsanlegir ávinningar við samningaborð séu til að treysta á. Svo virðist ekki vera samkvæmt því sem best verður séð. Sér Guðmundur Andri aðra fleti sem ég kem ekki auga á hvað þetta snertir? Hvernig væri að hann léti af skætingsskrifum og hæfi málefnalega umræðu, til dæmis um þetta atriði?
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun