Sýndarmennska um sáttanefnd? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. nóvember 2010 06:00 Það sem Íslendingar þurfa er sterkara atvinnulíf. Óvissa og óljós framtíð í helstu atvinnugreinum landsins er óþolandi. Það er alið á tortryggni og andúð á ákveðnum stéttum fólks. Niðurstaðan er kyrrstaða í íslensku atvinnulífi. Atvinnulífið í landinu líður fyrir sundrungu í ríkisstjórninni. Ég vil ekki vera neikvæð, neikvæðni er vont veganesti. En atvinnulífið þolir ekki lengri stöðnun. Sjávarútvegurinn hefur of lengi verið bitbein í samfélaginu. Flestir gera sér fullvel grein fyrir mikilvægi og nauðsyn þess að ná sátt til langframa um þessa atvinnugrein. Niðurstaða meirihluta svonefndrar sáttanefndar um sjávarútvegsmál á dögunum liggur fyrir. Mælt var með samningaleiðinni og að byggja skuli á ríkjandi fiskveiðistjórnunarkerfi; kerfi sem hefur aukið verðmæti íslenskra sjávarafurða og leitt til þess að íslenskur sjávarútvegur, er fyrirmynd annarra landa. En hvað gerir ríkisstjórnin? Í stað þess að grípa augljóst tækifæri og fara að tillögum sáttanefndarinnar, dregur ríkisstjórnin enn lappirnar. Hvers vegna? Var kannski niðurstaðan henni ekki að skapi? Var sáttanefndin bara sýndarmennska? Óvissan hefur gert það að verkum, að næstum engin fjárfesting eða framkvæmdir eru innan atvinnugreinarinnar. Allir halda að sér höndum, sem hefur í för með sér minni atvinnu, meðal annars fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem veita greininni þjónustu. Þegar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var sett á laggirnar var það umdeilt og erfitt fyrir margra hluta sakir. Menn greindi á um aðferðir við að skipta takmarkaðri auðlind. Þeir sem lengi höfðu stundað útgerð gátu ekki lengur fiskað að vild. Það kallaði á mikla og sársaukafulla hagræðingu innan greinarinnar sem margir virðast hafa gleymt. Það kann að vera að hægt sé að gagnrýna hvernig þáverandi stjórnvöld stóðu að breytingunum, en þær voru nauðsynlegar. Fiskistofnarnir voru á niðurleið, sumir segja að hruni komnir. Það þurfti að taka ákvörðun um framtíð fiskveiða. Það varð að takmarka veiðarnar. Það var gert þrátt fyrir pólitískar óvinsældir. Þá höfðu menn í huga að tryggja viðgang, verndun og hagkvæma nýtingu fiskistofnanna. Málið er ekkert flóknara nú. Mikilvægast er fyrir heimilin og samfélagið allt að koma atvinnulífinu af stað aftur. Hvað sjávarútveginn varðar er málið einfalt. Tillögurnar liggja fyrir. Það þarf ákvarðanir. Það þarf ríkisstjórn, sem þorir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Það sem Íslendingar þurfa er sterkara atvinnulíf. Óvissa og óljós framtíð í helstu atvinnugreinum landsins er óþolandi. Það er alið á tortryggni og andúð á ákveðnum stéttum fólks. Niðurstaðan er kyrrstaða í íslensku atvinnulífi. Atvinnulífið í landinu líður fyrir sundrungu í ríkisstjórninni. Ég vil ekki vera neikvæð, neikvæðni er vont veganesti. En atvinnulífið þolir ekki lengri stöðnun. Sjávarútvegurinn hefur of lengi verið bitbein í samfélaginu. Flestir gera sér fullvel grein fyrir mikilvægi og nauðsyn þess að ná sátt til langframa um þessa atvinnugrein. Niðurstaða meirihluta svonefndrar sáttanefndar um sjávarútvegsmál á dögunum liggur fyrir. Mælt var með samningaleiðinni og að byggja skuli á ríkjandi fiskveiðistjórnunarkerfi; kerfi sem hefur aukið verðmæti íslenskra sjávarafurða og leitt til þess að íslenskur sjávarútvegur, er fyrirmynd annarra landa. En hvað gerir ríkisstjórnin? Í stað þess að grípa augljóst tækifæri og fara að tillögum sáttanefndarinnar, dregur ríkisstjórnin enn lappirnar. Hvers vegna? Var kannski niðurstaðan henni ekki að skapi? Var sáttanefndin bara sýndarmennska? Óvissan hefur gert það að verkum, að næstum engin fjárfesting eða framkvæmdir eru innan atvinnugreinarinnar. Allir halda að sér höndum, sem hefur í för með sér minni atvinnu, meðal annars fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem veita greininni þjónustu. Þegar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var sett á laggirnar var það umdeilt og erfitt fyrir margra hluta sakir. Menn greindi á um aðferðir við að skipta takmarkaðri auðlind. Þeir sem lengi höfðu stundað útgerð gátu ekki lengur fiskað að vild. Það kallaði á mikla og sársaukafulla hagræðingu innan greinarinnar sem margir virðast hafa gleymt. Það kann að vera að hægt sé að gagnrýna hvernig þáverandi stjórnvöld stóðu að breytingunum, en þær voru nauðsynlegar. Fiskistofnarnir voru á niðurleið, sumir segja að hruni komnir. Það þurfti að taka ákvörðun um framtíð fiskveiða. Það varð að takmarka veiðarnar. Það var gert þrátt fyrir pólitískar óvinsældir. Þá höfðu menn í huga að tryggja viðgang, verndun og hagkvæma nýtingu fiskistofnanna. Málið er ekkert flóknara nú. Mikilvægast er fyrir heimilin og samfélagið allt að koma atvinnulífinu af stað aftur. Hvað sjávarútveginn varðar er málið einfalt. Tillögurnar liggja fyrir. Það þarf ákvarðanir. Það þarf ríkisstjórn, sem þorir.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun