Sýndarmennska um sáttanefnd? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. nóvember 2010 06:00 Það sem Íslendingar þurfa er sterkara atvinnulíf. Óvissa og óljós framtíð í helstu atvinnugreinum landsins er óþolandi. Það er alið á tortryggni og andúð á ákveðnum stéttum fólks. Niðurstaðan er kyrrstaða í íslensku atvinnulífi. Atvinnulífið í landinu líður fyrir sundrungu í ríkisstjórninni. Ég vil ekki vera neikvæð, neikvæðni er vont veganesti. En atvinnulífið þolir ekki lengri stöðnun. Sjávarútvegurinn hefur of lengi verið bitbein í samfélaginu. Flestir gera sér fullvel grein fyrir mikilvægi og nauðsyn þess að ná sátt til langframa um þessa atvinnugrein. Niðurstaða meirihluta svonefndrar sáttanefndar um sjávarútvegsmál á dögunum liggur fyrir. Mælt var með samningaleiðinni og að byggja skuli á ríkjandi fiskveiðistjórnunarkerfi; kerfi sem hefur aukið verðmæti íslenskra sjávarafurða og leitt til þess að íslenskur sjávarútvegur, er fyrirmynd annarra landa. En hvað gerir ríkisstjórnin? Í stað þess að grípa augljóst tækifæri og fara að tillögum sáttanefndarinnar, dregur ríkisstjórnin enn lappirnar. Hvers vegna? Var kannski niðurstaðan henni ekki að skapi? Var sáttanefndin bara sýndarmennska? Óvissan hefur gert það að verkum, að næstum engin fjárfesting eða framkvæmdir eru innan atvinnugreinarinnar. Allir halda að sér höndum, sem hefur í för með sér minni atvinnu, meðal annars fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem veita greininni þjónustu. Þegar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var sett á laggirnar var það umdeilt og erfitt fyrir margra hluta sakir. Menn greindi á um aðferðir við að skipta takmarkaðri auðlind. Þeir sem lengi höfðu stundað útgerð gátu ekki lengur fiskað að vild. Það kallaði á mikla og sársaukafulla hagræðingu innan greinarinnar sem margir virðast hafa gleymt. Það kann að vera að hægt sé að gagnrýna hvernig þáverandi stjórnvöld stóðu að breytingunum, en þær voru nauðsynlegar. Fiskistofnarnir voru á niðurleið, sumir segja að hruni komnir. Það þurfti að taka ákvörðun um framtíð fiskveiða. Það varð að takmarka veiðarnar. Það var gert þrátt fyrir pólitískar óvinsældir. Þá höfðu menn í huga að tryggja viðgang, verndun og hagkvæma nýtingu fiskistofnanna. Málið er ekkert flóknara nú. Mikilvægast er fyrir heimilin og samfélagið allt að koma atvinnulífinu af stað aftur. Hvað sjávarútveginn varðar er málið einfalt. Tillögurnar liggja fyrir. Það þarf ákvarðanir. Það þarf ríkisstjórn, sem þorir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það sem Íslendingar þurfa er sterkara atvinnulíf. Óvissa og óljós framtíð í helstu atvinnugreinum landsins er óþolandi. Það er alið á tortryggni og andúð á ákveðnum stéttum fólks. Niðurstaðan er kyrrstaða í íslensku atvinnulífi. Atvinnulífið í landinu líður fyrir sundrungu í ríkisstjórninni. Ég vil ekki vera neikvæð, neikvæðni er vont veganesti. En atvinnulífið þolir ekki lengri stöðnun. Sjávarútvegurinn hefur of lengi verið bitbein í samfélaginu. Flestir gera sér fullvel grein fyrir mikilvægi og nauðsyn þess að ná sátt til langframa um þessa atvinnugrein. Niðurstaða meirihluta svonefndrar sáttanefndar um sjávarútvegsmál á dögunum liggur fyrir. Mælt var með samningaleiðinni og að byggja skuli á ríkjandi fiskveiðistjórnunarkerfi; kerfi sem hefur aukið verðmæti íslenskra sjávarafurða og leitt til þess að íslenskur sjávarútvegur, er fyrirmynd annarra landa. En hvað gerir ríkisstjórnin? Í stað þess að grípa augljóst tækifæri og fara að tillögum sáttanefndarinnar, dregur ríkisstjórnin enn lappirnar. Hvers vegna? Var kannski niðurstaðan henni ekki að skapi? Var sáttanefndin bara sýndarmennska? Óvissan hefur gert það að verkum, að næstum engin fjárfesting eða framkvæmdir eru innan atvinnugreinarinnar. Allir halda að sér höndum, sem hefur í för með sér minni atvinnu, meðal annars fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem veita greininni þjónustu. Þegar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var sett á laggirnar var það umdeilt og erfitt fyrir margra hluta sakir. Menn greindi á um aðferðir við að skipta takmarkaðri auðlind. Þeir sem lengi höfðu stundað útgerð gátu ekki lengur fiskað að vild. Það kallaði á mikla og sársaukafulla hagræðingu innan greinarinnar sem margir virðast hafa gleymt. Það kann að vera að hægt sé að gagnrýna hvernig þáverandi stjórnvöld stóðu að breytingunum, en þær voru nauðsynlegar. Fiskistofnarnir voru á niðurleið, sumir segja að hruni komnir. Það þurfti að taka ákvörðun um framtíð fiskveiða. Það varð að takmarka veiðarnar. Það var gert þrátt fyrir pólitískar óvinsældir. Þá höfðu menn í huga að tryggja viðgang, verndun og hagkvæma nýtingu fiskistofnanna. Málið er ekkert flóknara nú. Mikilvægast er fyrir heimilin og samfélagið allt að koma atvinnulífinu af stað aftur. Hvað sjávarútveginn varðar er málið einfalt. Tillögurnar liggja fyrir. Það þarf ákvarðanir. Það þarf ríkisstjórn, sem þorir.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun