Ekki meir, ekki meir Svavar Gestsson skrifar 7. október 2010 06:00 Nú er sú tíð að Íslendingar eiga bara eina fasteign saman sem ekki verður metin til fjár; það er alþingishúsið. Nú virðist sterk samstaða um þetta hús, það er að segja um að það megi kasta í það skít. Enginn mótmælir því. Ekki alþingismennirnir sem starfa þar, ekki fjölmiðlarnir. Er það kanski komið í lög að alþingishúsið megi eyðileggja með drullukasti. Hvar er húsfriðunarnefnd? Það er verið að bera fólk út. Fólk á ekki fyrir mat. Það eru langar biðraðir eftir mat. Neyðin hefur kvatt dyra á þúsundum íslenskra heimila. Í örvinglan er fólk að kasta tómatsósu í alþingishúsið. Hvað hefur alþingishúsið gert fólki? Alþingishúsið er ekki sökudólgurinn. Er alþingishúsið tákn fyrir valdið? Þarf þá ekki að muna að Alþingi er líka tákn fyrir það vald sem við sóttum af Dönum fyrir 66 árum? Þarf ekki að hafa í huga að alþingishúsið er aðsetur lýðræðisins og lýðræðið er besta stjórnarformið sem hefur verið fundið upp nokkru sinni? Alþingi er tákn þess valds sem við eigum að hafa vit á að hafa fyrir okkur sjálf. En valdið sem er vandamál í dag er auðvaldið - ekki Alþingi. Það er auðvaldið sem ber ábyrgð á hruninu. Auðvaldið á ekki heima í alþingishúsinu nema kanski innan í einum og einum þingmanni. Vel á minnst: Af hverju tekur enginn alþingismaður upp hanskann fyrir alþingishúsið? Af hverju reynir enginn að útskýra hlutverk Alþingis og alþingishússins? Fjöldi fólks öskrar í hljóðnemana að það eigi að leggja Alþingi niður, að það eigi að loka Alþingi. Viljum við einræði? Nei, við viljum ekki einræði. Það er ekki í lagi að henda skít í alþingishúsið. Það er ofbeldisaðgerð. Það er ekki í lagi að trufla Alþingi að störfum. Alþingi á að starfa - á að tala og á að komast að niðurstöðum. Hámark hinna undarlegu viðburða er þó þingmaðurinn sem tekur sér leyfi frá þingstörfum og tekur inn varamann og mætir á Austurvöll til að berja tunnur. Á kanski að flytja Alþingi í burtu, vestur á firði? Á að byggja plexíglerhús yfir alþingishúsið og kannski dómkirkjuna í leiðinni? Á Alþingi kanski að funda í tjaldi sem er færanlegt? Eða er það kanski lausn að leyfa alþingishúsinu að vera með ummerkjunum áfram, að láta sturta yfir það rusli og skít, dag eftir dag, nótt eftir nótt? Því meira því betra. Og safna skítnum saman í hauga. Er það ekki falleg tilhugsun þegar skítahaugarnir eru orðnir svo háir að það sést ekki í alþingishúsið lengur? Leysir það vandann að stafla fleiri tunnum fyrir utan þinghúsið svo fleiri geti komið og lamið? Vilja kanski fleiri þingmenn taka sér frí frá þingstörfum til að berja tunnur fyrir utan alþingishúsið? Það er þekktur málsháttur að það glymur hæst í tómri tunnu. Sá málsháttur átti við innantómt fólk. Á kanski að halda upp á 200 ára ártíð Jóns Sigurðssonar með því að eyðileggja alþingishúsið þetta örhýsi lýðræðisins á Íslandi? Það er úrslitaatriði fyrir íslenska alþýðu að hún eigi sér virkt lýðræði og þingræði. Það getur verið að auðstéttin lifi þetta allt af og hún flytji úr landi ef illa fer. Hún hefur arðrænt samfélagið í áratugi og hún bíður greinilega blóðþyrst eftir því að fá að ráða öllu aftur. Alþingishúsið breytir engu fyrir hana. En það er úrslitaatriði fyrir kjör almennings á Íslandi að fólk geti knúið fram með félagslegum hætti ákvarðanir í sína þágu - á Alþingi. Það á að safna liði með skipulegum hætti og berjast fyrir bættu þjóðfélagi, gegn auðvaldinu og umboðsmönnum hennar. Það leysir engan vanda að kasta grjóti, drullu og matarafgöngum í alþingishúsið eða dómkirkjuna. Ekki meir, ekki meir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú er sú tíð að Íslendingar eiga bara eina fasteign saman sem ekki verður metin til fjár; það er alþingishúsið. Nú virðist sterk samstaða um þetta hús, það er að segja um að það megi kasta í það skít. Enginn mótmælir því. Ekki alþingismennirnir sem starfa þar, ekki fjölmiðlarnir. Er það kanski komið í lög að alþingishúsið megi eyðileggja með drullukasti. Hvar er húsfriðunarnefnd? Það er verið að bera fólk út. Fólk á ekki fyrir mat. Það eru langar biðraðir eftir mat. Neyðin hefur kvatt dyra á þúsundum íslenskra heimila. Í örvinglan er fólk að kasta tómatsósu í alþingishúsið. Hvað hefur alþingishúsið gert fólki? Alþingishúsið er ekki sökudólgurinn. Er alþingishúsið tákn fyrir valdið? Þarf þá ekki að muna að Alþingi er líka tákn fyrir það vald sem við sóttum af Dönum fyrir 66 árum? Þarf ekki að hafa í huga að alþingishúsið er aðsetur lýðræðisins og lýðræðið er besta stjórnarformið sem hefur verið fundið upp nokkru sinni? Alþingi er tákn þess valds sem við eigum að hafa vit á að hafa fyrir okkur sjálf. En valdið sem er vandamál í dag er auðvaldið - ekki Alþingi. Það er auðvaldið sem ber ábyrgð á hruninu. Auðvaldið á ekki heima í alþingishúsinu nema kanski innan í einum og einum þingmanni. Vel á minnst: Af hverju tekur enginn alþingismaður upp hanskann fyrir alþingishúsið? Af hverju reynir enginn að útskýra hlutverk Alþingis og alþingishússins? Fjöldi fólks öskrar í hljóðnemana að það eigi að leggja Alþingi niður, að það eigi að loka Alþingi. Viljum við einræði? Nei, við viljum ekki einræði. Það er ekki í lagi að henda skít í alþingishúsið. Það er ofbeldisaðgerð. Það er ekki í lagi að trufla Alþingi að störfum. Alþingi á að starfa - á að tala og á að komast að niðurstöðum. Hámark hinna undarlegu viðburða er þó þingmaðurinn sem tekur sér leyfi frá þingstörfum og tekur inn varamann og mætir á Austurvöll til að berja tunnur. Á kanski að flytja Alþingi í burtu, vestur á firði? Á að byggja plexíglerhús yfir alþingishúsið og kannski dómkirkjuna í leiðinni? Á Alþingi kanski að funda í tjaldi sem er færanlegt? Eða er það kanski lausn að leyfa alþingishúsinu að vera með ummerkjunum áfram, að láta sturta yfir það rusli og skít, dag eftir dag, nótt eftir nótt? Því meira því betra. Og safna skítnum saman í hauga. Er það ekki falleg tilhugsun þegar skítahaugarnir eru orðnir svo háir að það sést ekki í alþingishúsið lengur? Leysir það vandann að stafla fleiri tunnum fyrir utan þinghúsið svo fleiri geti komið og lamið? Vilja kanski fleiri þingmenn taka sér frí frá þingstörfum til að berja tunnur fyrir utan alþingishúsið? Það er þekktur málsháttur að það glymur hæst í tómri tunnu. Sá málsháttur átti við innantómt fólk. Á kanski að halda upp á 200 ára ártíð Jóns Sigurðssonar með því að eyðileggja alþingishúsið þetta örhýsi lýðræðisins á Íslandi? Það er úrslitaatriði fyrir íslenska alþýðu að hún eigi sér virkt lýðræði og þingræði. Það getur verið að auðstéttin lifi þetta allt af og hún flytji úr landi ef illa fer. Hún hefur arðrænt samfélagið í áratugi og hún bíður greinilega blóðþyrst eftir því að fá að ráða öllu aftur. Alþingishúsið breytir engu fyrir hana. En það er úrslitaatriði fyrir kjör almennings á Íslandi að fólk geti knúið fram með félagslegum hætti ákvarðanir í sína þágu - á Alþingi. Það á að safna liði með skipulegum hætti og berjast fyrir bættu þjóðfélagi, gegn auðvaldinu og umboðsmönnum hennar. Það leysir engan vanda að kasta grjóti, drullu og matarafgöngum í alþingishúsið eða dómkirkjuna. Ekki meir, ekki meir.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun