

Sammála Hreyfingunni
Þingmenn Hreyfingarinnar hafa gagnrýnt frumvarpið fyrir að ganga ekki nægilega langt. Þau frumvarpsdrög sem nú liggja fyrir gera ráð fyrir að fyrningu megi rifta með dómsúrskurði ef lánadrottinn sýnir fram á að hann hafi „sérstaka hagsmuni" af því að slíta aftur fyrningu, svo og ef telja má að fullnusta geti fengist í kröfuna á nýjum fyrningartíma. Þingmenn Hreyfingarinnar telja þessi ákvæði allt of rúm. Þau benda réttilega á að kröfuhafi hafi alltaf sérstaka hagsmuni af því að slíta fyrningunni.
Ég er sammála þingmönnum Hreyfingarinnar um að þessi ákvæði séu óskynsamleg. Ef þessi ákvæði verða að lögum mun það koma í hlut íslenskra lögfræðinga og dómara að túlka vilja löggjafans varðandi þessi atriði. Hættan er að íhaldssamir lögfræðingar og dómarar túlki vilja löggjafans þröngt og því gagnist þessi nýju lög fáum.
Til þess að taka fyrir þessa hættu væri skynsamlegt að ríkisstjórnin stigi skrefið til fulls og skrifi skýr lög hvað þetta varðar. Vitaskuld koma ýmis útfærsluatriði til álita. Þannig mættu lögin kveða á um að hluti krafna fyrnist ekki (t.d. skuldir sem nema meðalárstekjum viðkomandi yfir nokkurra ára tímabil á undan eða eitthvað í þeim dúr). En það ætti að vera kristaltært í lögunum að aðili sem gengur í gegnum gjaldþrot losni við nægilega mikið af skuldum sínum til þess að hann geti „byrjað upp á nýtt".
Það er einkennilegt að vinstristjórn á Íslandi árið 2010 veigri sér við að taka skref til þess að bæta stöðu þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu sem meira að segja hægrisinnuðustu ríkisstjórnir Bandaríkjanna síðustu 100 árin hafa tekið sem sjálfsögðum hlut. Íhaldssemi finnst víðar á Íslandi en í Sjálfstæðisflokknum.
Auðvitað er það rétt sem íhaldsmennirnir segja að fyrning krafna við gjaldþrot mun hækka vexti lána þar sem áhætta lánveitenda eykst. Það eru tvær hliðar á öllum peningum. En fyrning krafna hefur einnig kosti. Við núverandi aðstæður er mikilvægasti kosturinn að hún heggur á það að fólk í vonlausri stöðu missi móðinn þegar bankinn vill ekki semja um niðurfærslu skulda. (Bankar eiga erfitt með að semja um slíkt við suma þar sem þá vilja allir hinir fá það sama.)
Við venjulegar aðstæður leiðir fyrning krafna til þess að áhættusækni þeirra sem skulda eykst. Íhaldsmenn líta slíkt neikvæðum augum þar sem þeim finnst ótækt að stjórnvöld ýti undir óráðsíu. En áhættusæknir frumkvöðlar eru oft þeir sem skapa mest verðmæti fyrir samfélagið. Með fyrningu krafna við gjaldþrot væru stjórnvöld því að ýta undir frumkvöðlastarfsemi.
Ákvæði um að unnt sé að rifta fyrningu krafna síðar grefur verulega undan kostum fyrningarinnar. Hvati þeirra sem nýta sér þennan kost til þess að standa sig vel í framtíðinni veikist þar sem velgengni í framtíð gæti kallað á upprisu gamalla skulda frá dauðum.
Fyrir um 110 árum settu Bandaríkin lög um fyrningu krafna við gjaldþrot einstaklinga. Það var gert í kjölfar fjármálakreppu og umræðan í Bandaríkjunum á þeim tíma var mjög svipuð umræðunni á Íslandi nú. Íhaldsmenn voru á móti þar sem þeir töldu óskynsamlegt að höggva skarð í eignarrétt lánveitenda. Um 50 árum fyrr átti sér stað svipuð umræða í Bandaríkjunum um hvort rétt væri að leyfa stofnun fyrirtækja með takmarkaðri ábyrgð hluthafa. Íhaldsmenn voru á móti því með svipuðum rökum.
Það hefur hins vegar sýnt sig að þessar lagabreytingar hafa reynst vel. Bandaríkin hafa verið leiðandi í efnahagsmálum þrátt fyrir þessi frávik frá hreinræktaðri einkaréttarfrjálshyggju og raunar ekki síst vegna þess að lagaumhverfið þar ýtir undir það að ungt framsækið fólk taki áhættu til þess að skapa eitthvað nýtt.
Vonandi hafa stjórnvöld á Íslandi kjark til þess að taka þetta sama skref hér á Íslandi nú 110 árum síðar. Ég spái því að það muni reynast vel og eftir 30 ár muni þeir sem nú eru á móti þessum breytingum líta hjákátlega út. Svona svipað og þeir sem voru á móti litasjónvarpi á sínum tíma.
Skoðun

Hverju hef ég stjórn á?
Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar

Metnaður eða metnaðarleysi?
Sumarrós Sigurðardóttir skrifar

„Þetta er allt í vinnslu“
María Pétursdóttir skrifar

Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað
Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar

Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið
Sigurður Hannesson skrifar

Hættum að bregðast íslensku hryssunni
Rósa Líf Darradóttir skrifar

Börnin bíða meðan lausnin stendur auð
Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Áður en það verður of seint
María Rut Kristinsdóttir skrifar

Lygin lekur niður á hökuna
Jón Daníelsson skrifar

Líflínan
Ingibjörg Isaksen skrifar

Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar
Kristín Þórarinsdóttir skrifar

Við erum hafið
Guillaume Bazard skrifar

Deja Vu
Sverrir Agnarsson skrifar

Mun mannkynið lifa af gervigreindina?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ríkisstofnun rassskellt
Björn Ólafsson skrifar

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur
Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar

Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar
Gísli Stefánsson skrifar

Hugrekki getur af sér hugrekki
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

D-vítamín mín besta forvörn
Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar

Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar

Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu
Birgir Dýrfjörð skrifar

Leiðréttingin leiðrétt
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar

Hvað skiptir okkur mestu máli?
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar

Mikilvægt skref til sáttar
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Staðið með þjóðinni
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Við vitum alveg upphafið
Guðný Níelsen skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Varalitur á skattagrísinum
Helgi Brynjarsson skrifar

Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf
Magnús Magnússon skrifar