Landslið Liechtenstein hefur ekki unnið landsleik síðan það sigraði Ísland 3-0 hinn 17. október 2007. Sá dagur er svartur dagur í íslenskri knattspyrnusögu.
Síðan þá hefur liðið spilað átján FIFA-leiki, tapað sextán þeirra og gert tvö jafntefli, á móti Aserbaídsjan og Finnlandi.
Meðal þessara sextán ósigra er 2-0 tap á móti Íslandi á La Manga í fyrra þar sem Arnór Smárason og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk Íslands.
Þjóðirnar hafa alls mætt fimm sinnum, Ísland hefur unnið fimm leiki en Liechtenstein náði jafntefli í Laugardal og vann heimaleikinn þegar þjóðirnir lentu saman í undankeppni EM 2008. Markatalan í leikjunum fimm er 11-4 Íslandi í vil.
