Það verða tveir Pepsi-deildar slagir í 32 liða úrslitum VISA-bikar karla en dregið var í höfuðstöðum KSÍ nú í hádeginu. Bikarmeistarar Breiðabliks frá Íslandsmeistara FH í heimsókn í Kópavoginn og KR-ingar þurfa að sækja ÍBV heim til Vestmannaeyja.
Tuttugu félög komust í gegnum fyrstu tvær umferðirnar og nú bættust við Pepsi-deildar liðin tólf. Meðal annarra athyglisverða leikja er að Selfyssingar fara upp á Skaga, topplið 1. deildar Leiknir mætir Stjörnunni og Haukar taka á móti Fjölni.
Drátturinn í 32 liða úrslit VISA-bikars karla:
Víðir (C-deild) - Fylkir (A-deild)
Fram (A) - ÍR (B-deild)
Haukar (A) - Fjölnir (B)
Víkingur (B) - Sindri (D)
Keflavík (A) - KS/Leiftur (C)
KA (B) - HK (B)
Grindavík (A) - Þór Ak. (B)
KB (D) - Víkingur Ólafsvík (C)
Fjarðabyggð (B) - Njarðvík (B)
BÍ/Bolungarvík (C) - Völsungur (C)
Þróttur (B) - Grótta (B)
ÍA (B) - Selfoss (A)
Breiðablik (A) - FH (A)
Leiknir (B) - Stjarnan (A)
Valur (A) - Afturelding (C)
ÍBV (A) - KR (A)

