Eru mannréttindi ekki fyrir Íslendinga? 1. október 2010 06:00 Nú er réttlætiskennd minni algerlega misboðið. Að heyra í íslenskum ráðamanni, Össuri Skarphéðinssyni í ræðustól hneykslast á mannréttindabrotum vegna ferðar hóps til Gazasvæðisins var dropinn sem fyllti mælinn hjá mér – og hann er ekki eini ráðamaðurinn sem virðist loka augunum fyrir því sem er að gerast hér á landi. Hvað eru forráðamenn þessarar þjóðar að hugsa? Hvernig væri að byrja á því að berjast gegn mannréttindabrotum þeim sem framin hafa verið og eru framin enn á Íslandi, áður en menn fara að belgja sig út á erlendum vettvangi? Eða skiptir það ekki neinu máli, af því að um Íslendinga er að ræða? Hvers konar sýndarmennska er þetta? Það er gott og gilt að sýna vanþóknun sína á mannréttindabrotum hvar sem þau eru framin, EN á maður ekki að byrja heima fyrir? Eru menn eins og Össur Skarphéðinsson eða Jón Gnarr blindir? Hafa þessir stjórnmálamenn staðið í mótmælagöngu með sínu eigin fólki? Hefur Össur flutt ræðu fyrir hönd þeirra sem misst hafa allt sitt hér heima? Hefur Jón Gnarr mætt með því fólki sem reynt hefur að mótmæla ranglæti því sem hér er framið á hverjum degi gagnvart þúsundum heimila sem eru að falla um koll vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar? Hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar skipulagt mótmælagöngur til að standa vörð um mannréttindi þeirra sem standa í biðröð eftir matargjöfum? Þetta er fólkið sem lætur sem það viti ekki af því að þeirra eigin landsmenn eru að missa eignir sínar í þúsundum talið. Hér standa hundruð Íslendinga í biðröð eftir mat. Fjöldi manna hefur misst atvinnu sína, sparifé og lífeyri. Að Íslendingum var otað ólöglegum gengislánum á einum stað í bankanum á meðan á öðrum stað í sama banka tóku menn stöðu gegn krónunni. Og í mörgum tilfellum fóru svo fram ólöglegar innheimtuaðgerðir á þessum lánum? Fjöldi manna hafa og eru að búa sig undir að flýja landið. Almenningur á Íslandi hefur verið settur í ánauðarbönd af fyrri ríkisstjórn og þeim síðan viðhaldið af núverandi ríkisstjórn. Hvað hafa stjórnmálamenn sem gaspra mest gert til að hjálpa eigin þjóð? Leitað hefur verið til velferðarráðs borgarinnar sem þykist ekki geta gert neitt vegna þess að peningar vaxi ekki á trjánum, en samt er hægt að hækka laun varaborgarfulltrúa. Ríkisstjórnin hefur veitt 2 milljónum króna til stuðnings Fjölskylduhjálpinni? En hvað hefur hún veitt í þróunaraðstoð út í heim? Eða hvað mörgum milljörðum króna er eytt í að þröngva þjóðinni í ESB? Hvað með sendiráð, einkabílstjóra og aðstoðarmenn ráðherra og þingmanna? Ríkisstjórnin hefur hvað eftir annað tekið stöðu með fjármálastofnunum gegn eigin þjóð. Hér virðist hægt að finna allar hugsanlegar og óhugsanlegar reglur til að vernda fjármálastéttina gegn réttlátri ábyrgð, en samningslög á ekki að virða þegar það snýr að almenningi eins og dómur Hæstaréttar um gengislánin ber vitni um. Hvar eru mannréttindi almennings? Og hvar eru mannréttindi þjóðar sem neyða á til að greiða fyrir afglöp þeirra sem komu þjóðinni á hausinn dbr. ICESAVE? Þingmenn og ráðherrar láta ekki á sér standa að tala um mannréttindi þegar kemur að þeim sjálfum sbr. þingmannanefndarmálið, þar sem menn gaspra um mannréttindi fjögurra ráðherra sem vegna vanhæfni sinnar stóðu ekki vörð um hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Í því sambandi hlýtur maður að spyrja; hvað með mannréttindi þjóðarinnar, sem treysti þessu fólki til að standa á vaktinni? Hvar er ábyrgð þessa fólks gagnvart mannréttindum þjóðarinnar sem nú stendur frammi fyrir algerri örvæntingu og ótta um framtíð sína? Við ættum kannski að muna að grundvallarmannréttindi eru rétturinn til að lifa með reisn, hafa húsaskjól og viðunandi lífsviðurværi. Það er nauðsynlegt að standa vörð um mannréttindi almennt, en áður en við förum að hneykslast á mannréttindabrotum annarra þjóð, ættum við að byrja á því að berjast fyrir okkar eigið fólk, sem svo sannarlega hefur verið illa brotið á. Kannski vakna ráðamenn og þjóðin sjálf ef við fengjum Amnesty International eða önnur mannréttindasamtök til að berjast fyrir okkar mannréttindum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Nú er réttlætiskennd minni algerlega misboðið. Að heyra í íslenskum ráðamanni, Össuri Skarphéðinssyni í ræðustól hneykslast á mannréttindabrotum vegna ferðar hóps til Gazasvæðisins var dropinn sem fyllti mælinn hjá mér – og hann er ekki eini ráðamaðurinn sem virðist loka augunum fyrir því sem er að gerast hér á landi. Hvað eru forráðamenn þessarar þjóðar að hugsa? Hvernig væri að byrja á því að berjast gegn mannréttindabrotum þeim sem framin hafa verið og eru framin enn á Íslandi, áður en menn fara að belgja sig út á erlendum vettvangi? Eða skiptir það ekki neinu máli, af því að um Íslendinga er að ræða? Hvers konar sýndarmennska er þetta? Það er gott og gilt að sýna vanþóknun sína á mannréttindabrotum hvar sem þau eru framin, EN á maður ekki að byrja heima fyrir? Eru menn eins og Össur Skarphéðinsson eða Jón Gnarr blindir? Hafa þessir stjórnmálamenn staðið í mótmælagöngu með sínu eigin fólki? Hefur Össur flutt ræðu fyrir hönd þeirra sem misst hafa allt sitt hér heima? Hefur Jón Gnarr mætt með því fólki sem reynt hefur að mótmæla ranglæti því sem hér er framið á hverjum degi gagnvart þúsundum heimila sem eru að falla um koll vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar? Hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar skipulagt mótmælagöngur til að standa vörð um mannréttindi þeirra sem standa í biðröð eftir matargjöfum? Þetta er fólkið sem lætur sem það viti ekki af því að þeirra eigin landsmenn eru að missa eignir sínar í þúsundum talið. Hér standa hundruð Íslendinga í biðröð eftir mat. Fjöldi manna hefur misst atvinnu sína, sparifé og lífeyri. Að Íslendingum var otað ólöglegum gengislánum á einum stað í bankanum á meðan á öðrum stað í sama banka tóku menn stöðu gegn krónunni. Og í mörgum tilfellum fóru svo fram ólöglegar innheimtuaðgerðir á þessum lánum? Fjöldi manna hafa og eru að búa sig undir að flýja landið. Almenningur á Íslandi hefur verið settur í ánauðarbönd af fyrri ríkisstjórn og þeim síðan viðhaldið af núverandi ríkisstjórn. Hvað hafa stjórnmálamenn sem gaspra mest gert til að hjálpa eigin þjóð? Leitað hefur verið til velferðarráðs borgarinnar sem þykist ekki geta gert neitt vegna þess að peningar vaxi ekki á trjánum, en samt er hægt að hækka laun varaborgarfulltrúa. Ríkisstjórnin hefur veitt 2 milljónum króna til stuðnings Fjölskylduhjálpinni? En hvað hefur hún veitt í þróunaraðstoð út í heim? Eða hvað mörgum milljörðum króna er eytt í að þröngva þjóðinni í ESB? Hvað með sendiráð, einkabílstjóra og aðstoðarmenn ráðherra og þingmanna? Ríkisstjórnin hefur hvað eftir annað tekið stöðu með fjármálastofnunum gegn eigin þjóð. Hér virðist hægt að finna allar hugsanlegar og óhugsanlegar reglur til að vernda fjármálastéttina gegn réttlátri ábyrgð, en samningslög á ekki að virða þegar það snýr að almenningi eins og dómur Hæstaréttar um gengislánin ber vitni um. Hvar eru mannréttindi almennings? Og hvar eru mannréttindi þjóðar sem neyða á til að greiða fyrir afglöp þeirra sem komu þjóðinni á hausinn dbr. ICESAVE? Þingmenn og ráðherrar láta ekki á sér standa að tala um mannréttindi þegar kemur að þeim sjálfum sbr. þingmannanefndarmálið, þar sem menn gaspra um mannréttindi fjögurra ráðherra sem vegna vanhæfni sinnar stóðu ekki vörð um hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Í því sambandi hlýtur maður að spyrja; hvað með mannréttindi þjóðarinnar, sem treysti þessu fólki til að standa á vaktinni? Hvar er ábyrgð þessa fólks gagnvart mannréttindum þjóðarinnar sem nú stendur frammi fyrir algerri örvæntingu og ótta um framtíð sína? Við ættum kannski að muna að grundvallarmannréttindi eru rétturinn til að lifa með reisn, hafa húsaskjól og viðunandi lífsviðurværi. Það er nauðsynlegt að standa vörð um mannréttindi almennt, en áður en við förum að hneykslast á mannréttindabrotum annarra þjóð, ættum við að byrja á því að berjast fyrir okkar eigið fólk, sem svo sannarlega hefur verið illa brotið á. Kannski vakna ráðamenn og þjóðin sjálf ef við fengjum Amnesty International eða önnur mannréttindasamtök til að berjast fyrir okkar mannréttindum!
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun