10% mannréttindi, 90% forréttindi 28. september 2010 06:00 Deilan um úthlutun fiskveiðiauðlindarinnar hefur lengi verið afar snúin. Ekki vegna þess að málið sé flókið í eðli sínu, heldur vegna þess að það er viljandi flækt af hagsmunaaðilum og skósveinum þeirra. Nú heyrast háværar öfugmælavísur úr líklegustu og ólíklegustu áttum varðandi hina svokölluðu samningaleið, sem eðlilegra væri að kalla svikaleiðina. Björn Valur Gíslason, þingmaður og skipstjóri hjá Brim hf., hélt því fram í Kastljósi sjónvarpsins þann 10. september sl. að samningaleiðin falli „eins og flís við rass" að markmiðum ríkisstjórnarinnar. Það gerir hún ekki, en fellur hins vegar vel að markmiðum vinnuveitanda hans, Brims hf. Málflutningur Björns Vals hefur enga tengingu við raunveruleikann, líkt og sjá má á samstarfssáttmála ríkisstjórnarflokkanna þar sem m.a. stendur: Bregðast þarf frekar við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og að tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttarins og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind. Hvernig getur sú ráðstöfun að úthluta sameiginlegri auðlind í hendur afmarkaðs hóps til áratuga fallið eins og flís við rass að þeim skýru markmiðum um að jafnræðis verði gætt við úthlutun og kvóta og aðgengi að auðlindinni? Menn sem halda slíku fram hljóta annaðhvort að vera flón, eða trúa því staðfastlega að mikill meirihluti landsmanna séu það. Þeir halda sig geta haft þjóðina að fíflum og rænt dýrmætustu auðlind hennar um hábjartan dag með lélegum sjónhverfingum. Kvótinn er jú „innkallaður" en er svo úthlutað aftur um leið, en til sömu aðila með samningum til áratuga! Þessir menn virðast telja að það sé nægjanlegt að þjóðin fái afgjald fyrir notkun á auðlindinni, með því séu kröfur Mannréttindanefndar SÞ uppfylltar, jafnvel þótt afgjaldið sé háð því að útgerðirnar sýni fram á greiðslugetu sína. Það munu þær hins vegar seint gera, enda munu þær halda áfram að skuldsetja sig í botn til að komast undan gjaldinu. Þeir munu síðan bíða þolinmóðir eftir því að verndarar þeirra komist aftur til valda. Þegar það gerist munu þeir vera með öll tromp á hendi, örugga samninga um einkarétt á nýtingu auðlindarinnar til áratuga.Hvað eftir annað hefur komið fram í viðtölum við fulltrúa stjórnmálaflokkanna í svikanefndinni að kýrskýrt loforð stjórnarsáttmálans sem fjallar um innköllun og endurráðstöfun á 20 ára tímabili muni ekki verða efnt, enda var það sett í hendur LÍÚ að ákveða hvort þeir væru reiðubúnir til að skila þessum forréttindum til fólksins í landinu. Nefndin ákvað upp á sitt einsdæmi að falla frá loforði ríkisstjórnarsáttmálans og fjallaði því ekki um það hvernig þessi innköllun ætti að fara fram, heldur hvernig ætti að tryggja að hún gæti aldrei farið fram. Það verður tryggt með sviksamlegum samningum við útgerðirnar.Kröfur stjórnarskrárinnar um jafnræði við takmörkun á atvinnufrelsi hafa heldur enga merkingu í hugum þessara manna. Þeir telja nefnilega að það dugi að kasta litlu beini í almúgann og éta svo steikina sjálfir.Það hyggjast þeir gera með því að afhenda að lágmarki 90% auðlindarinnar núverandi kvótahöfum með samningum til áratuga, í stað eins árs í senn eins og nú er. Jafnræðis við takmörkun á atvinnufrelsi telja þeir að sé gætt með því að afgangur þjóðarinnar nagi beinið, þessi 5-10% sem eftir standa, líkt og nú er. LÍÚ og skósveinar þeirra í „sáttanefndinni" hafa kveðið upp sinn dóm. Að hámarki 10% jafnræði við úthlutun sameiginlegra auðlinda verður að duga Íslendingum, hámarkið á Íslandi er 10% mannréttindi svo vernda megi þeirra eigin forréttindi.Sérhagsmunaöflin hafa því bersýnilega vald til að ákvarða hvort almennir borgarar þessa lands fái notið þeirra mannréttinda sem þeim annars ættu að vera tryggð samkvæmt stjórnarskrá og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Slíkt þekkist hvergi í heiminum nema í löndum kenndum við banana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Deilan um úthlutun fiskveiðiauðlindarinnar hefur lengi verið afar snúin. Ekki vegna þess að málið sé flókið í eðli sínu, heldur vegna þess að það er viljandi flækt af hagsmunaaðilum og skósveinum þeirra. Nú heyrast háværar öfugmælavísur úr líklegustu og ólíklegustu áttum varðandi hina svokölluðu samningaleið, sem eðlilegra væri að kalla svikaleiðina. Björn Valur Gíslason, þingmaður og skipstjóri hjá Brim hf., hélt því fram í Kastljósi sjónvarpsins þann 10. september sl. að samningaleiðin falli „eins og flís við rass" að markmiðum ríkisstjórnarinnar. Það gerir hún ekki, en fellur hins vegar vel að markmiðum vinnuveitanda hans, Brims hf. Málflutningur Björns Vals hefur enga tengingu við raunveruleikann, líkt og sjá má á samstarfssáttmála ríkisstjórnarflokkanna þar sem m.a. stendur: Bregðast þarf frekar við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og að tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttarins og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind. Hvernig getur sú ráðstöfun að úthluta sameiginlegri auðlind í hendur afmarkaðs hóps til áratuga fallið eins og flís við rass að þeim skýru markmiðum um að jafnræðis verði gætt við úthlutun og kvóta og aðgengi að auðlindinni? Menn sem halda slíku fram hljóta annaðhvort að vera flón, eða trúa því staðfastlega að mikill meirihluti landsmanna séu það. Þeir halda sig geta haft þjóðina að fíflum og rænt dýrmætustu auðlind hennar um hábjartan dag með lélegum sjónhverfingum. Kvótinn er jú „innkallaður" en er svo úthlutað aftur um leið, en til sömu aðila með samningum til áratuga! Þessir menn virðast telja að það sé nægjanlegt að þjóðin fái afgjald fyrir notkun á auðlindinni, með því séu kröfur Mannréttindanefndar SÞ uppfylltar, jafnvel þótt afgjaldið sé háð því að útgerðirnar sýni fram á greiðslugetu sína. Það munu þær hins vegar seint gera, enda munu þær halda áfram að skuldsetja sig í botn til að komast undan gjaldinu. Þeir munu síðan bíða þolinmóðir eftir því að verndarar þeirra komist aftur til valda. Þegar það gerist munu þeir vera með öll tromp á hendi, örugga samninga um einkarétt á nýtingu auðlindarinnar til áratuga.Hvað eftir annað hefur komið fram í viðtölum við fulltrúa stjórnmálaflokkanna í svikanefndinni að kýrskýrt loforð stjórnarsáttmálans sem fjallar um innköllun og endurráðstöfun á 20 ára tímabili muni ekki verða efnt, enda var það sett í hendur LÍÚ að ákveða hvort þeir væru reiðubúnir til að skila þessum forréttindum til fólksins í landinu. Nefndin ákvað upp á sitt einsdæmi að falla frá loforði ríkisstjórnarsáttmálans og fjallaði því ekki um það hvernig þessi innköllun ætti að fara fram, heldur hvernig ætti að tryggja að hún gæti aldrei farið fram. Það verður tryggt með sviksamlegum samningum við útgerðirnar.Kröfur stjórnarskrárinnar um jafnræði við takmörkun á atvinnufrelsi hafa heldur enga merkingu í hugum þessara manna. Þeir telja nefnilega að það dugi að kasta litlu beini í almúgann og éta svo steikina sjálfir.Það hyggjast þeir gera með því að afhenda að lágmarki 90% auðlindarinnar núverandi kvótahöfum með samningum til áratuga, í stað eins árs í senn eins og nú er. Jafnræðis við takmörkun á atvinnufrelsi telja þeir að sé gætt með því að afgangur þjóðarinnar nagi beinið, þessi 5-10% sem eftir standa, líkt og nú er. LÍÚ og skósveinar þeirra í „sáttanefndinni" hafa kveðið upp sinn dóm. Að hámarki 10% jafnræði við úthlutun sameiginlegra auðlinda verður að duga Íslendingum, hámarkið á Íslandi er 10% mannréttindi svo vernda megi þeirra eigin forréttindi.Sérhagsmunaöflin hafa því bersýnilega vald til að ákvarða hvort almennir borgarar þessa lands fái notið þeirra mannréttinda sem þeim annars ættu að vera tryggð samkvæmt stjórnarskrá og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Slíkt þekkist hvergi í heiminum nema í löndum kenndum við banana.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun