Ein níðlaus vika? Svavar Gestsson skrifar 18. júní 2010 06:00 Það er varla til svo lítið fyrirtæki á Íslandi að það hafi ekki svokallaðan almannatengil á sínum vegum. Stundum ganga þessir aðilar svo langt í að fegra fyrirtækin eða stofnanirnar sem þeir starfa fyrir að engu tali tekur. Ein stofnun á Íslandi hefur hins vegar brugðið á annað ráð. Þessi stofnun hefur 63 menn á fullum launum við að tala illa um stofnunina. Almannatenglarnir 63 tala ævinlega illa um vinnustaðinn sinn, þeir sjá aldrei neitt nema svarta bletti og vandamál þar sem þessi stofnun er annars vegar. Einn starfsmaður þessarar stofnunar komst þannig að orði á dögunum að stofnunin væri óþörf með öllu en tók samt ekki þá rökréttu ákvörðun að segja samstundis af sér störfum fyrir stofnunina. Þessi stofnun er Alþingi Íslendinga. Hvernig væri að formenn þingflokkanna kæmu sér saman um eina níðlausa viku um Alþingi? Hvernig væri að forysta þingsins notaði þinghléið til þess að ferðast um landið í því skyni einu að kynna Alþingi og störf þess. Af hverju skyldi Alþingi vera eina stofnunin á Íslandi eða í heiminum sem ekki þarf á því að halda að sagt sé frá störfum þess með skipulegum og sanngjörnum hætti. Þingmenn tala mikið um virðingarleysið fyrir Alþingi. Það skyldi þó ekki vera að virðingarleysið sé þingmönnunum að kenna? Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir alþingismaður spurði um það hvort ekki mætti læra af þjóðþingum grannlandanna. Það er vafalaust unnt. Síðasta breyting á þingsköpum var ekki til bóta þegar opnað var fyrir það að sami þingmaðurinn getur verið annar hver ræðumaður vikum saman og þingmönnum líðst nú að fara í andsvör við sjálfa sig. Svoleiðis fíflaskapur er fyrir neðan virðingu alþingismanna og Alþingis sjálfs. Í fullri alvöru: Alþingi er æðsta stofnun þjóðarinnar. Alþingi er sameign þjóðarinnar, sameign sem aldrei verður seld. Eina stofnunin sem aldrei var einkavædd. Hún er að mörgu leyti eins og klukkan góða; tákn þess sem sameinar okkur. Ef Alþingi er brotið í duft fyrirlitningar og virðingarleysis með stóryrðaflaumi og popúlisma þá hefur þjóðin misst sinn besta vin, svo ég renni mér til Íslandsklukkunnar að lokum. Við skulum sameinast um það innan- sem utanþingsmenn að verja þingræðið. Það er oft seinvirkt og ósanngjarnt en það er ekkert til betra. Þingmenn á Alþingi Íslendinga þurfa að hætta að tala Alþingi niður í svaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Það er varla til svo lítið fyrirtæki á Íslandi að það hafi ekki svokallaðan almannatengil á sínum vegum. Stundum ganga þessir aðilar svo langt í að fegra fyrirtækin eða stofnanirnar sem þeir starfa fyrir að engu tali tekur. Ein stofnun á Íslandi hefur hins vegar brugðið á annað ráð. Þessi stofnun hefur 63 menn á fullum launum við að tala illa um stofnunina. Almannatenglarnir 63 tala ævinlega illa um vinnustaðinn sinn, þeir sjá aldrei neitt nema svarta bletti og vandamál þar sem þessi stofnun er annars vegar. Einn starfsmaður þessarar stofnunar komst þannig að orði á dögunum að stofnunin væri óþörf með öllu en tók samt ekki þá rökréttu ákvörðun að segja samstundis af sér störfum fyrir stofnunina. Þessi stofnun er Alþingi Íslendinga. Hvernig væri að formenn þingflokkanna kæmu sér saman um eina níðlausa viku um Alþingi? Hvernig væri að forysta þingsins notaði þinghléið til þess að ferðast um landið í því skyni einu að kynna Alþingi og störf þess. Af hverju skyldi Alþingi vera eina stofnunin á Íslandi eða í heiminum sem ekki þarf á því að halda að sagt sé frá störfum þess með skipulegum og sanngjörnum hætti. Þingmenn tala mikið um virðingarleysið fyrir Alþingi. Það skyldi þó ekki vera að virðingarleysið sé þingmönnunum að kenna? Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir alþingismaður spurði um það hvort ekki mætti læra af þjóðþingum grannlandanna. Það er vafalaust unnt. Síðasta breyting á þingsköpum var ekki til bóta þegar opnað var fyrir það að sami þingmaðurinn getur verið annar hver ræðumaður vikum saman og þingmönnum líðst nú að fara í andsvör við sjálfa sig. Svoleiðis fíflaskapur er fyrir neðan virðingu alþingismanna og Alþingis sjálfs. Í fullri alvöru: Alþingi er æðsta stofnun þjóðarinnar. Alþingi er sameign þjóðarinnar, sameign sem aldrei verður seld. Eina stofnunin sem aldrei var einkavædd. Hún er að mörgu leyti eins og klukkan góða; tákn þess sem sameinar okkur. Ef Alþingi er brotið í duft fyrirlitningar og virðingarleysis með stóryrðaflaumi og popúlisma þá hefur þjóðin misst sinn besta vin, svo ég renni mér til Íslandsklukkunnar að lokum. Við skulum sameinast um það innan- sem utanþingsmenn að verja þingræðið. Það er oft seinvirkt og ósanngjarnt en það er ekkert til betra. Þingmenn á Alþingi Íslendinga þurfa að hætta að tala Alþingi niður í svaðið.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun