Stórbrotinn sigur íslenska U-21 árs liðsins á Þjóðverjum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2010 18:06 Íslenska U-21 árs liðið í knattspyrnu fór á kostum í Kaplakrika í dag er það kjöldróg eitt sterkasta lið Evrópu, Þýskaland, í undankeppni EM. Ísland er komið með átta stiga forskot á Þýskaland í riðlinum og á annað sætið nokkuð víst. Liðið getur enn unnið riðilinn þess utan. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins fimm mínútna leik. Jón Guðni Fjóluson átti þá magnaða sendingu upp hægri kantinn á Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi kom boltanum fyrir þar sem Birkir Bjarnason var mættur og afgreiddi boltann smekklega í netið. Frábærlega gert hjá íslenska liðinu. Nokkuð jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en færin voru Íslendinga. Íslenska liðið fékk tvö góð færi í viðbót sem þeim tókst ekki að nýta. Eina alvöru hættan sem Þjóðverjar sköpuðu var í uppbótartíma hálfleiksins er Haraldur varði þrumuskot Þjóðverja af löngu færi. Það tók Þjóðverja ekki langan tíma að jafna leikinn í síðari hálfleik því eftir rúmlega þriggja mínútna leik jafnaði Kevin Grosskreutz leikinn fyrir Þjóvðerja. Hann fékk þá sendingu á fjærstöng þar sem hann var óvaldaður og skoraði frekar auðveldlega. Það mark kveikti síðan í íslenska liðinu. Gylfi Þór fiskaði aukaspyrnu af harðfylgi rétt fyrir utan teig. Hann tók spyrnuna sjálfur og skoraði með glæsilegri spyrnu upp í hornið. Algjörlega óverjandi. Aðeins mínútu síðar fékk Kolbeinn Sigþórsson laglega stungusendingu inn fyrir vörn þýska liðsins. Markvörðurinn kom út á móti og Kolbeinn varð að lyfta boltanum yfir hann. Það gerði hann listilega vel því boltinn sigldi örugglega yfir markvörðinn og þaðan í netið. 3-1 fyrir Ísland. Veislunni var ekki lokið því sex mínútum fyrir leikslok komst Alfreð Finnbogason inn í slaka sendingu varnarmanns Þjóðverja sem ætlaði að gefa á markvörðinn sinn. Alfreð þakkaði pent fyrir með því að leika á markvörðinn og skora í tóm markið. Ótrúlegur sigur íslenska liðsins sem hefur skilið Þjóðverja eftir í riðlinum og á virkilega góðan möguleika á því að komast í lokakeppni EM. Ísland-Þýskaland 4-11-0 Birkir Bjarnason (5.) 1-1 Kevin Grosskreutz (49.) 2-1 Gylfi Þór Sigurðsson (53.) 3-1 Kolbeinn Sigþórsson (54.) 4-1 Alfreð Finnbogason (84.) Áhorfendur: 3.200. Dómari: Espen Berntsen, Noregi . Skot (á mark): 9-18 (8-7) Varin skot: Haraldur 6 - Sippel 4 Horn: 4-8 Aukaspyrnur fengnar: 9-18 Rangstöður: 0-9 Ísland (4-5-1)Haraldur Björnsson Skúli Jón Friðgeirsson Jón Guðni Fjóluson Hólmar Örn Eyjólfsson kristinn Jónsson Bjarni Þór Viðarsson Eggert Gunnþór Jónsson Birkir Bjarnason (79., Guðlaugur Victor Pálsson) Gylfi Þór Sigurðsson Jóhann Berg Guðmundsson (85., Andrés Már Jóhannesson) Kolbeinn Sigþórsson (72., Alfreð Finnbogason) Íslenski boltinn Skroll-Íþróttir Tengdar fréttir Ísland nánast öruggt með sæti í umspili um laust sæti á EM Aðeins átta þjóðir keppa um Evrópumeistaratitil undir 21 árs liða í Danmörku á næsta ári. Heimamenn fá sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu en Ísland er í góðri stöðu eftir frábæran sigur á Þjóðverjum í dag. 11. ágúst 2010 18:15 Bjarni: Allt sem við lögðum upp með gekk upp Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var kampakátur eftir 4-1 sigurinn á Þjóðverjum í dag. Sigurinn fer langt með að tryggja Ísland í umspilsleiki um laust sæti á EM á næsta ári. 11. ágúst 2010 19:45 Haraldur: Stoltur af því að vera hluti af þessu "Þetta var gríðarlega fallegur leikur," sagði markmaðurinn Haraldur Björnsson sem átti góðan leik eins og allt U21 árs landsliðið gegn Þjóðverjum í dag. 11. ágúst 2010 19:06 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Íslenska U-21 árs liðið í knattspyrnu fór á kostum í Kaplakrika í dag er það kjöldróg eitt sterkasta lið Evrópu, Þýskaland, í undankeppni EM. Ísland er komið með átta stiga forskot á Þýskaland í riðlinum og á annað sætið nokkuð víst. Liðið getur enn unnið riðilinn þess utan. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins fimm mínútna leik. Jón Guðni Fjóluson átti þá magnaða sendingu upp hægri kantinn á Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi kom boltanum fyrir þar sem Birkir Bjarnason var mættur og afgreiddi boltann smekklega í netið. Frábærlega gert hjá íslenska liðinu. Nokkuð jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en færin voru Íslendinga. Íslenska liðið fékk tvö góð færi í viðbót sem þeim tókst ekki að nýta. Eina alvöru hættan sem Þjóðverjar sköpuðu var í uppbótartíma hálfleiksins er Haraldur varði þrumuskot Þjóðverja af löngu færi. Það tók Þjóðverja ekki langan tíma að jafna leikinn í síðari hálfleik því eftir rúmlega þriggja mínútna leik jafnaði Kevin Grosskreutz leikinn fyrir Þjóvðerja. Hann fékk þá sendingu á fjærstöng þar sem hann var óvaldaður og skoraði frekar auðveldlega. Það mark kveikti síðan í íslenska liðinu. Gylfi Þór fiskaði aukaspyrnu af harðfylgi rétt fyrir utan teig. Hann tók spyrnuna sjálfur og skoraði með glæsilegri spyrnu upp í hornið. Algjörlega óverjandi. Aðeins mínútu síðar fékk Kolbeinn Sigþórsson laglega stungusendingu inn fyrir vörn þýska liðsins. Markvörðurinn kom út á móti og Kolbeinn varð að lyfta boltanum yfir hann. Það gerði hann listilega vel því boltinn sigldi örugglega yfir markvörðinn og þaðan í netið. 3-1 fyrir Ísland. Veislunni var ekki lokið því sex mínútum fyrir leikslok komst Alfreð Finnbogason inn í slaka sendingu varnarmanns Þjóðverja sem ætlaði að gefa á markvörðinn sinn. Alfreð þakkaði pent fyrir með því að leika á markvörðinn og skora í tóm markið. Ótrúlegur sigur íslenska liðsins sem hefur skilið Þjóðverja eftir í riðlinum og á virkilega góðan möguleika á því að komast í lokakeppni EM. Ísland-Þýskaland 4-11-0 Birkir Bjarnason (5.) 1-1 Kevin Grosskreutz (49.) 2-1 Gylfi Þór Sigurðsson (53.) 3-1 Kolbeinn Sigþórsson (54.) 4-1 Alfreð Finnbogason (84.) Áhorfendur: 3.200. Dómari: Espen Berntsen, Noregi . Skot (á mark): 9-18 (8-7) Varin skot: Haraldur 6 - Sippel 4 Horn: 4-8 Aukaspyrnur fengnar: 9-18 Rangstöður: 0-9 Ísland (4-5-1)Haraldur Björnsson Skúli Jón Friðgeirsson Jón Guðni Fjóluson Hólmar Örn Eyjólfsson kristinn Jónsson Bjarni Þór Viðarsson Eggert Gunnþór Jónsson Birkir Bjarnason (79., Guðlaugur Victor Pálsson) Gylfi Þór Sigurðsson Jóhann Berg Guðmundsson (85., Andrés Már Jóhannesson) Kolbeinn Sigþórsson (72., Alfreð Finnbogason)
Íslenski boltinn Skroll-Íþróttir Tengdar fréttir Ísland nánast öruggt með sæti í umspili um laust sæti á EM Aðeins átta þjóðir keppa um Evrópumeistaratitil undir 21 árs liða í Danmörku á næsta ári. Heimamenn fá sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu en Ísland er í góðri stöðu eftir frábæran sigur á Þjóðverjum í dag. 11. ágúst 2010 18:15 Bjarni: Allt sem við lögðum upp með gekk upp Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var kampakátur eftir 4-1 sigurinn á Þjóðverjum í dag. Sigurinn fer langt með að tryggja Ísland í umspilsleiki um laust sæti á EM á næsta ári. 11. ágúst 2010 19:45 Haraldur: Stoltur af því að vera hluti af þessu "Þetta var gríðarlega fallegur leikur," sagði markmaðurinn Haraldur Björnsson sem átti góðan leik eins og allt U21 árs landsliðið gegn Þjóðverjum í dag. 11. ágúst 2010 19:06 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Ísland nánast öruggt með sæti í umspili um laust sæti á EM Aðeins átta þjóðir keppa um Evrópumeistaratitil undir 21 árs liða í Danmörku á næsta ári. Heimamenn fá sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu en Ísland er í góðri stöðu eftir frábæran sigur á Þjóðverjum í dag. 11. ágúst 2010 18:15
Bjarni: Allt sem við lögðum upp með gekk upp Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var kampakátur eftir 4-1 sigurinn á Þjóðverjum í dag. Sigurinn fer langt með að tryggja Ísland í umspilsleiki um laust sæti á EM á næsta ári. 11. ágúst 2010 19:45
Haraldur: Stoltur af því að vera hluti af þessu "Þetta var gríðarlega fallegur leikur," sagði markmaðurinn Haraldur Björnsson sem átti góðan leik eins og allt U21 árs landsliðið gegn Þjóðverjum í dag. 11. ágúst 2010 19:06
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti