Varnarsamtök íslenskunnar 20. ágúst 2010 06:00 Nokkrar umræður hafa verið undanfarið í þessu blaði um íslenskuna og þá einkum um hvernig eigi að leiðbeina fólki um málfar. Er það vel, hollt er að skiptast á skoðunum um tungumálið og fátt verra en skeytingarleysið, en það kemur fram í því þegar mönnum er sama hvernig íslenskan er notuð og hvort svo er. Engu er líkara en hún sé farin að þvælast fyrir fólki sem er tamara að grípa til enskunnar sem er þó jafnvel hvorki fugl né fiskur. Orðfæðin segir mjög til sín, menn grípa til sömu orða um sama hlutinn eða hugtakið þótt málið geymi tugi orða um það sama. Talað mál í ljósvakafjölmiðlum er tíðum svo óáheyrilegt að þraut er að hlusta á. Þeir sem boðaðir eru í viðtöl á þeim bæjum virðast fremur ekkert uppbyggilegt hafa hugsað um efnið sem er til umræðu eða kunna ekki að koma orðum að því og ræðan verður því gjarnan skreytt merkingarlausum innskotsorðum: „Ég meina… sko að það sem þeir… hérna… ætluðu að meika… var bara feik." Eftirlætisorðið „hérna" ryðst fram í munni flestra sem koma í þessi viðtöl og útlendingar, sem ekki kunna íslensku, eru forvitnir um þetta orð og halda að það sé einhver lykill að tungumálinu. Þá reynist það hið gagnstæða, haldreipi þeirra sem ekki hafa hugsað hvað þeir ætli að segja eða vita það jafnvel ekki. Marga undanfarna áratugi er líkt og tungumálið okkar hafi mátt þola ræktarleysi og hrognenska komið í staðinn og var talin sérlega fínt mál fyrir hrun. Það má lesa með hrolli í Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem orðrétt er haft eftir peningamönnum. Þeir tala ekkert tungumál heldur ryðja út úr sér bullgrauti sem fer vel við skilning þeirra á eðli viðskipta. Þarna er því eitt sviðið enn sem við getum tekið til rækilegrar endurskoðunar. Heimili, skólar, fjölmiðlar og stofnanir ættu að taka höndum saman og sameinast um viðreisn íslenskunnar. Það ætti að verða heillandi verkefni. Líklega er minn góði og gamli skóli, Menntaskólinn á Akureyri, að feta sig inn á svipaða en líklega víðari braut með nýju námsskipulagi sem tekur gildi í haust. Heppilegt væri að Íslensk málstöð hefði hér forystu og mótaði stefnu. Upphafið er á heimilunum og brýnt að tala mikið við börnin á eðlilegri íslensku og fullorðnir leggi niður barnamálið. Þá á að lesa fyrir þau, segja þeim sögur, láta þau læra kvæði og syngja með þeim. Þetta er allt hægt að klæða í búning skemmtunar með smáhugkvæmni. Ég ætla að á nánast öllum vinnustöðum séu einstaklingar sem vanda málfar sitt eða hugsa um gott mál. Þeir gætu orðið hvatamenn að málvöndun og halda mætti málverndarfundi í lok vinnuviku eða mánaðar. Talað mál og ritað væri rætt, bent á hvað mætti betur fara, ákveðnir textar teknir til athugunar og fólk hvatt til framfara. Ekki er nauðsynlegt að málspekingar stýri slíku heldur smekkmenn um málfar og þeir sem þykir vænt um móðurmálið. Sérstaklega skal ráðist gegn hrognenskunni og orð fundin á íslensku til að leysa hin af hólmi. Vandi er þar sem fólk vinnur mjög með erlend heiti og hugtök. Liggur þá ekki beint við að íslenska þau og fá leiðbeiningar á Íslenskri málstöð? Í skólum verður að hefja sókn íslenskunnar sem undirstöðu allra annarra greina. Hún verður að gegnsýra allt skólastarfið og taka völdin þar sem hún hefur verið hornreka. Í framhaldsskólum mættu kennarar og nemendur huga vel að málfari þeirra greina sem þeir læra. Hversu góð er íslenskan í efna- og eðlisfræðinni, líffræðinni, jarðfræði, sögu o.s.frv.? Ég vil kalla þessa hópa varnarsamtök íslenskunnar. Við eigum einstakar bókmenntir frá öllum öldum sögu okkar og þær eiga að verða sá brunnur sem við sækjum í. Vegur íslenskunnar hefur minnkað í námi skólanna þegar viðspyrnan þarf að vera hörð gegn hrognensku. Íslenskan þykir eflaust ekki „fín", en málið býr yfir fjölbreyttum töfrum sem unga fólkið verður að uppgötva og unna. Hver dáir ekki Gunnarshólma Jónasar Hallgrímssonar sem lærði kvæðið á barnaskólaárum sínum? Það á að vera gaman að læra kvæði líkt og það er að syngja þau. „Ástkæra, ylhýra málið…, þannig byrjar Jónas annað snilldarkvæði sitt. Málið á að vera okkur ylhýrt, verma okkur öll og af hitanum spretta nýjar jurtir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Nokkrar umræður hafa verið undanfarið í þessu blaði um íslenskuna og þá einkum um hvernig eigi að leiðbeina fólki um málfar. Er það vel, hollt er að skiptast á skoðunum um tungumálið og fátt verra en skeytingarleysið, en það kemur fram í því þegar mönnum er sama hvernig íslenskan er notuð og hvort svo er. Engu er líkara en hún sé farin að þvælast fyrir fólki sem er tamara að grípa til enskunnar sem er þó jafnvel hvorki fugl né fiskur. Orðfæðin segir mjög til sín, menn grípa til sömu orða um sama hlutinn eða hugtakið þótt málið geymi tugi orða um það sama. Talað mál í ljósvakafjölmiðlum er tíðum svo óáheyrilegt að þraut er að hlusta á. Þeir sem boðaðir eru í viðtöl á þeim bæjum virðast fremur ekkert uppbyggilegt hafa hugsað um efnið sem er til umræðu eða kunna ekki að koma orðum að því og ræðan verður því gjarnan skreytt merkingarlausum innskotsorðum: „Ég meina… sko að það sem þeir… hérna… ætluðu að meika… var bara feik." Eftirlætisorðið „hérna" ryðst fram í munni flestra sem koma í þessi viðtöl og útlendingar, sem ekki kunna íslensku, eru forvitnir um þetta orð og halda að það sé einhver lykill að tungumálinu. Þá reynist það hið gagnstæða, haldreipi þeirra sem ekki hafa hugsað hvað þeir ætli að segja eða vita það jafnvel ekki. Marga undanfarna áratugi er líkt og tungumálið okkar hafi mátt þola ræktarleysi og hrognenska komið í staðinn og var talin sérlega fínt mál fyrir hrun. Það má lesa með hrolli í Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem orðrétt er haft eftir peningamönnum. Þeir tala ekkert tungumál heldur ryðja út úr sér bullgrauti sem fer vel við skilning þeirra á eðli viðskipta. Þarna er því eitt sviðið enn sem við getum tekið til rækilegrar endurskoðunar. Heimili, skólar, fjölmiðlar og stofnanir ættu að taka höndum saman og sameinast um viðreisn íslenskunnar. Það ætti að verða heillandi verkefni. Líklega er minn góði og gamli skóli, Menntaskólinn á Akureyri, að feta sig inn á svipaða en líklega víðari braut með nýju námsskipulagi sem tekur gildi í haust. Heppilegt væri að Íslensk málstöð hefði hér forystu og mótaði stefnu. Upphafið er á heimilunum og brýnt að tala mikið við börnin á eðlilegri íslensku og fullorðnir leggi niður barnamálið. Þá á að lesa fyrir þau, segja þeim sögur, láta þau læra kvæði og syngja með þeim. Þetta er allt hægt að klæða í búning skemmtunar með smáhugkvæmni. Ég ætla að á nánast öllum vinnustöðum séu einstaklingar sem vanda málfar sitt eða hugsa um gott mál. Þeir gætu orðið hvatamenn að málvöndun og halda mætti málverndarfundi í lok vinnuviku eða mánaðar. Talað mál og ritað væri rætt, bent á hvað mætti betur fara, ákveðnir textar teknir til athugunar og fólk hvatt til framfara. Ekki er nauðsynlegt að málspekingar stýri slíku heldur smekkmenn um málfar og þeir sem þykir vænt um móðurmálið. Sérstaklega skal ráðist gegn hrognenskunni og orð fundin á íslensku til að leysa hin af hólmi. Vandi er þar sem fólk vinnur mjög með erlend heiti og hugtök. Liggur þá ekki beint við að íslenska þau og fá leiðbeiningar á Íslenskri málstöð? Í skólum verður að hefja sókn íslenskunnar sem undirstöðu allra annarra greina. Hún verður að gegnsýra allt skólastarfið og taka völdin þar sem hún hefur verið hornreka. Í framhaldsskólum mættu kennarar og nemendur huga vel að málfari þeirra greina sem þeir læra. Hversu góð er íslenskan í efna- og eðlisfræðinni, líffræðinni, jarðfræði, sögu o.s.frv.? Ég vil kalla þessa hópa varnarsamtök íslenskunnar. Við eigum einstakar bókmenntir frá öllum öldum sögu okkar og þær eiga að verða sá brunnur sem við sækjum í. Vegur íslenskunnar hefur minnkað í námi skólanna þegar viðspyrnan þarf að vera hörð gegn hrognensku. Íslenskan þykir eflaust ekki „fín", en málið býr yfir fjölbreyttum töfrum sem unga fólkið verður að uppgötva og unna. Hver dáir ekki Gunnarshólma Jónasar Hallgrímssonar sem lærði kvæðið á barnaskólaárum sínum? Það á að vera gaman að læra kvæði líkt og það er að syngja þau. „Ástkæra, ylhýra málið…, þannig byrjar Jónas annað snilldarkvæði sitt. Málið á að vera okkur ylhýrt, verma okkur öll og af hitanum spretta nýjar jurtir.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun