Opið og aðgengilegt samningaferli 20. október 2010 06:00 Í aðdraganda viðræðna okkar um aðild Íslands að Evrópusambandinu hef ég kappkostað að hafa sem mest samráð. Gildir það jafnt um Alþingi, almenning, sveitarfélög, hagsmunasamtök í atvinnugreinum og félagasamtök, forystu einstakra stjórnmálaflokka og aðra sem málið varðar. Ég hef líka gætt þess að upplýsa þá granna okkar og samstarfsþjóðir sem eins og við standa enn þá utan sambandsins. Það er einbeittur vilji ríkisstjórnarinnar að hafa allar upplýsingar á takteinum fyrir almenning, eftir því sem mögulegt er. Þó að Íslendingar hafi síðustu fimmtán árin verið í stöðugt nánara samstarfi við Evrópusambandið, og séu í reynd með hálfgildings aukaaðild að því gegnum EES-samninginn, þá er ákvörðun um að ráðast í samninga um fulla aðild stórt skref fyrir þjóðina. Það er því mikilvægt, ekki síst af sjónarhóli lýðræðis, að allar upplýsingar um samningaferlið og viðræðurnar séu á hverju stigi sem aðgengilegastar. Þannig getum við best eytt tortryggni. Það auðveldar landsmönnum að fylgjast með samningaviðræðunum og taka að endingu upplýsta afstöðu með eða á móti samningnum. Því á endanum verður það þjóðin, en ekki stjórnmálamenn, sem ákveður í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort það þjónar hagsmunum Íslands að ganga í Evrópusambandið. Víðtækt og náið samráðVíðtækt samráð var haft um skipan aðalsamningamannsins, Stefáns Hauks Jóhannessonar sendiherra, og ég afréð ekki skipun hans fyrr en ljóst var að um hana ríkti breið samstaða. Sömu vinnubrögð voru viðhöfð við að skipa samninganefndina sjálfa. Þess var vandlega gætt að faglegir verðleikar og samningareynsla réðu vali á nefndarmönnum. Nefndin endurspeglar bæði viðhorf landsbyggðar og þéttbýlis. Í átján manna samninganefnd er kynjasjónarmiða gætt til fulls. Þar eru jafnmargir karlar og konur. Leiðsagnar utanríkismálanefndar Alþingis um reynda fulltrúa úr háskólasamfélaginu var ríkulega gætt, en varaformenn nefndarinnar hafa gegnt forystuhlutverkum innan háskólanna norðan heiða og sunnan. Fjölmargir, ríflega 200 manns, koma að samningaferlinu öllu sem þátttakendur í einstökum samningahópum. Tíu samningahópar eru starfandi um einstaka málaflokka, s.s. sjávarútveg, landbúnað, gjaldmiðlamál og byggðamál auk málaflokka á sviði EES-samningsins eins og umhverfismála, neytendamála o.fl. Ég gætti þess vandlega að hafa náið samráð og samstarf við hagsmunasamtök sem tengjast viðkomandi greinum um val fulltrúa í samningahópana. Ekki var gengið frá skipan mikilvægustu formanna samningahópanna fyrr en búið var að ganga úr skugga um að samstaða ríkti um þá. Raunar komu tillögur að þeim innan úr viðkomandi atvinnugreinum. Þeir voru valdir til forystu án þess að ég hefði hugmynd um hvort þeir væru með eða á móti aðild. Aðalatriðið í mínum huga var að viðkomandi nytu trausts og væru faglega framúrskarandi. Samráðið við hagsmunasamtök hefur því verið með eins opnum og ríkum hætti og þau sjálf hafa kosið. Það er vafalítið lykillinn að því hve breið sátt hefur skapast um samningalið Íslands. Upplýsingagjöf til almenningsÞað er sömuleiðis lykilatriði að halda almenningi eins upplýstum og kostur er um framvindu viðræðnanna. Utanríkisráðuneytið lét því á sínum tíma birta á vef sínum allar spurningarnar, 2.500 talsins, sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins beindi til okkar þegar hún undirbjó skýrslu sína um Ísland. Svör íslensku stjórnsýslunnar, 2.600 blaðsíður auk fylgiskjala, alls 8.700 blaðsíður, voru síðan birt á vef okkar um leið og þau voru formlega afhent framkvæmdastjórninni í Brussel. Áður hafði efni þeirra verið kynnt utanríkismálanefnd þingsins, þar sem allir flokkar eiga fulltrúa. Fjölmargir notfærðu sér vefinn til að skoða bæði spurningar og svör. Það vakti sérstaka athygli mína að engar neikvæðar athugasemdir bárust vegna svaranna. Aðfinnslur voru tæpast viðraðar opinberlega. Það staðfestir í senn hátt gæðastig undirbúningsvinnu okkar og sýnir traust almennings á henni. Til að sýna áfram gagnsæi í verki hef ég haldið áfram þessari upplýsingamiðlun úr kjarna undirbúningsvinnunnar með því að birta opinberlega á vef ráðuneytisins fundafrásagnir bæði einstakra samningahópa og aðalsamninganefndar. Greinargerðir einstakra samningahópa til undirbúnings rýnifundum með ESB verða birtar á næstu vikum. Þegar samningsafstaða Íslendinga í einstökum málaflokkum hefur verið kynnt gagnaðilum okkar verður hún líka birt opinberlega, með þeim hætti sem samningafólkið okkar telur ekki skaða samningshagsmuni Íslands. Hinu sama mun gegna um ýmsar sérfræðiskýrslur sem unnar verða í samningaferlinu. Eini mælikvarðinn sem settur verður er hvort birting kann að skaða samningshagsmuni Íslands. Öll gögn sem varða samningaviðræður Íslands við ESB er nú að finna á sérstakri heimasíðu, esb.utn.is, sem og hnitmiðaða útskýringu á ferlinu sjálfu. Í sumar fól ég einnig aðalsamningamanni okkar að eiga fundi með samtökum víðs vegar um okkar góða land til að kynna stöðuna í aðdraganda viðræðnanna og miðla þar þeim upplýsingum sem menn óska eftir. Fyrstu yfirferð hans um landið er lokið og almenn ánægja hefur ríkt með tök hans á málinu. Þátttaka þjóðarinnarRafræn stjórnsýsla er á fleygiferð, og við Íslendingar eigum að nýta okkur kosti hennar til að greiða enn frekar fyrir þátttöku þjóðarinnar í samningunum. Ég tók því ákvörðun um, að ábendingu Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræðings sem hefur sérhæft sig á þessu sviði, að veita Íslendingum öllum beina hlutdeild í umsóknarferlinu með því að setja á fót gagnvirka vefsíðu, sem verður opnuð innan tíðar. Þar munu borgarar landsins geta spurt spurninga og fengið svör, gert athugasemdir við einstök mál og komið á framfæri ábendingum eða gagnrýni, en líka haft reglulega samræðu við aðalsamningamann, sérfræðinga eða ráðherrann sjálfan, eftir því sem tilefni er til. Því má slá föstu að aldrei áður hafa stjórnvöld átt í jafnmikilvægum samningum sem hafa verið undirbúnir með jafnlýðræðislegum og opnum hætti og núverandi viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er langbesta leiðin til að eyða tortryggni og auðvelda mönnum að taka afstöðu á málefnalegum og upplýstum forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda viðræðna okkar um aðild Íslands að Evrópusambandinu hef ég kappkostað að hafa sem mest samráð. Gildir það jafnt um Alþingi, almenning, sveitarfélög, hagsmunasamtök í atvinnugreinum og félagasamtök, forystu einstakra stjórnmálaflokka og aðra sem málið varðar. Ég hef líka gætt þess að upplýsa þá granna okkar og samstarfsþjóðir sem eins og við standa enn þá utan sambandsins. Það er einbeittur vilji ríkisstjórnarinnar að hafa allar upplýsingar á takteinum fyrir almenning, eftir því sem mögulegt er. Þó að Íslendingar hafi síðustu fimmtán árin verið í stöðugt nánara samstarfi við Evrópusambandið, og séu í reynd með hálfgildings aukaaðild að því gegnum EES-samninginn, þá er ákvörðun um að ráðast í samninga um fulla aðild stórt skref fyrir þjóðina. Það er því mikilvægt, ekki síst af sjónarhóli lýðræðis, að allar upplýsingar um samningaferlið og viðræðurnar séu á hverju stigi sem aðgengilegastar. Þannig getum við best eytt tortryggni. Það auðveldar landsmönnum að fylgjast með samningaviðræðunum og taka að endingu upplýsta afstöðu með eða á móti samningnum. Því á endanum verður það þjóðin, en ekki stjórnmálamenn, sem ákveður í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort það þjónar hagsmunum Íslands að ganga í Evrópusambandið. Víðtækt og náið samráðVíðtækt samráð var haft um skipan aðalsamningamannsins, Stefáns Hauks Jóhannessonar sendiherra, og ég afréð ekki skipun hans fyrr en ljóst var að um hana ríkti breið samstaða. Sömu vinnubrögð voru viðhöfð við að skipa samninganefndina sjálfa. Þess var vandlega gætt að faglegir verðleikar og samningareynsla réðu vali á nefndarmönnum. Nefndin endurspeglar bæði viðhorf landsbyggðar og þéttbýlis. Í átján manna samninganefnd er kynjasjónarmiða gætt til fulls. Þar eru jafnmargir karlar og konur. Leiðsagnar utanríkismálanefndar Alþingis um reynda fulltrúa úr háskólasamfélaginu var ríkulega gætt, en varaformenn nefndarinnar hafa gegnt forystuhlutverkum innan háskólanna norðan heiða og sunnan. Fjölmargir, ríflega 200 manns, koma að samningaferlinu öllu sem þátttakendur í einstökum samningahópum. Tíu samningahópar eru starfandi um einstaka málaflokka, s.s. sjávarútveg, landbúnað, gjaldmiðlamál og byggðamál auk málaflokka á sviði EES-samningsins eins og umhverfismála, neytendamála o.fl. Ég gætti þess vandlega að hafa náið samráð og samstarf við hagsmunasamtök sem tengjast viðkomandi greinum um val fulltrúa í samningahópana. Ekki var gengið frá skipan mikilvægustu formanna samningahópanna fyrr en búið var að ganga úr skugga um að samstaða ríkti um þá. Raunar komu tillögur að þeim innan úr viðkomandi atvinnugreinum. Þeir voru valdir til forystu án þess að ég hefði hugmynd um hvort þeir væru með eða á móti aðild. Aðalatriðið í mínum huga var að viðkomandi nytu trausts og væru faglega framúrskarandi. Samráðið við hagsmunasamtök hefur því verið með eins opnum og ríkum hætti og þau sjálf hafa kosið. Það er vafalítið lykillinn að því hve breið sátt hefur skapast um samningalið Íslands. Upplýsingagjöf til almenningsÞað er sömuleiðis lykilatriði að halda almenningi eins upplýstum og kostur er um framvindu viðræðnanna. Utanríkisráðuneytið lét því á sínum tíma birta á vef sínum allar spurningarnar, 2.500 talsins, sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins beindi til okkar þegar hún undirbjó skýrslu sína um Ísland. Svör íslensku stjórnsýslunnar, 2.600 blaðsíður auk fylgiskjala, alls 8.700 blaðsíður, voru síðan birt á vef okkar um leið og þau voru formlega afhent framkvæmdastjórninni í Brussel. Áður hafði efni þeirra verið kynnt utanríkismálanefnd þingsins, þar sem allir flokkar eiga fulltrúa. Fjölmargir notfærðu sér vefinn til að skoða bæði spurningar og svör. Það vakti sérstaka athygli mína að engar neikvæðar athugasemdir bárust vegna svaranna. Aðfinnslur voru tæpast viðraðar opinberlega. Það staðfestir í senn hátt gæðastig undirbúningsvinnu okkar og sýnir traust almennings á henni. Til að sýna áfram gagnsæi í verki hef ég haldið áfram þessari upplýsingamiðlun úr kjarna undirbúningsvinnunnar með því að birta opinberlega á vef ráðuneytisins fundafrásagnir bæði einstakra samningahópa og aðalsamninganefndar. Greinargerðir einstakra samningahópa til undirbúnings rýnifundum með ESB verða birtar á næstu vikum. Þegar samningsafstaða Íslendinga í einstökum málaflokkum hefur verið kynnt gagnaðilum okkar verður hún líka birt opinberlega, með þeim hætti sem samningafólkið okkar telur ekki skaða samningshagsmuni Íslands. Hinu sama mun gegna um ýmsar sérfræðiskýrslur sem unnar verða í samningaferlinu. Eini mælikvarðinn sem settur verður er hvort birting kann að skaða samningshagsmuni Íslands. Öll gögn sem varða samningaviðræður Íslands við ESB er nú að finna á sérstakri heimasíðu, esb.utn.is, sem og hnitmiðaða útskýringu á ferlinu sjálfu. Í sumar fól ég einnig aðalsamningamanni okkar að eiga fundi með samtökum víðs vegar um okkar góða land til að kynna stöðuna í aðdraganda viðræðnanna og miðla þar þeim upplýsingum sem menn óska eftir. Fyrstu yfirferð hans um landið er lokið og almenn ánægja hefur ríkt með tök hans á málinu. Þátttaka þjóðarinnarRafræn stjórnsýsla er á fleygiferð, og við Íslendingar eigum að nýta okkur kosti hennar til að greiða enn frekar fyrir þátttöku þjóðarinnar í samningunum. Ég tók því ákvörðun um, að ábendingu Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræðings sem hefur sérhæft sig á þessu sviði, að veita Íslendingum öllum beina hlutdeild í umsóknarferlinu með því að setja á fót gagnvirka vefsíðu, sem verður opnuð innan tíðar. Þar munu borgarar landsins geta spurt spurninga og fengið svör, gert athugasemdir við einstök mál og komið á framfæri ábendingum eða gagnrýni, en líka haft reglulega samræðu við aðalsamningamann, sérfræðinga eða ráðherrann sjálfan, eftir því sem tilefni er til. Því má slá föstu að aldrei áður hafa stjórnvöld átt í jafnmikilvægum samningum sem hafa verið undirbúnir með jafnlýðræðislegum og opnum hætti og núverandi viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er langbesta leiðin til að eyða tortryggni og auðvelda mönnum að taka afstöðu á málefnalegum og upplýstum forsendum.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun