Nú er tækifæri til breytinga Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 10. september 2010 06:00 Starfshópur skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem hafði það hlutverk að endurskoða lög um stjórn fiskveiða hefur nú skilað frá sér skýrslu til ráðherra, þar sem álitaefni eru greind, tillögur lagðar fram til úrbóta og valkostir kynntir. Starfshópurinn var skipaður fulltrúum stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila og fór ítarlega yfir einstaka þætti núverandi laga um stjórn fiskveiða, lét vinna skýrslur um stöðu sjávarútvegsins og hugsanlegar leiðir að breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi. Það gefur að skilja að í starfshópnum voru uppi ólíkar skoðanir og nálganir á viðfangsefnið. Starfshópurinn náði þó samstöðu um nokkur álitaefni en það veldur vonbrigðum að LÍÚ gat ekki skrifað undir niðurstöðu annarra í hópnum um að skýrt ákvæði verði sett í stjórnarskrá um þjóðareign á öllum náttúruauðlindum, þ.m.t. auðlindum sjávar. Það skal tekið skýrt fram að ekki var mælt með ákveðinni leið af hálfu starfshópsins þó mestur stuðningur innan hans hafi verið við svokallaða samningaleið. Aðrar leiðir voru ræddar, s.s. innköllun og endurúthlutun aflaheimilda á einu bretti og endurráðstöfun með nýtingarsamningi, tilboðsleið og pottaleið. Fulltrúar VG og Samfylkingar telja að nýta þurfi það besta úr fyrirliggjandi hugmyndum til að ná fram markmiðum stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um réttlátara fiskveiðistjórnunarkerfi. Ég lýsti ekki stuðningi við eina leið frekar en aðra, því ljóst er að endanleg útfærsla verður að liggja fyrir svo hægt sé að taka afstöðu til hennar. En í ljósi þess að mestur stuðningur af hálfu starfshópsins var við samningaleiðina lagði ég fram eftirfarandi bókun þegar skýrslunni var skilað til sjávarútvegsráðherra 6. september sl. „Starfshópur um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða hefur nú skilað af sér skýrslu og er mestur stuðningur af hálfu hópsins við svokallaða samningaleið. Í skýrslunni kemur hins vegar hvergi fram nein endanleg útfærsla um samningsákvæði svo sem um skilyrði um meðferð aflaheimilda. Undirrituð telur því brýnt að í slíkum samningum við opinbera aðila séu m.a. lögð til grundvallar eftirfarandi atriði: • Að framsal sé óheimilt nema með samþykki beggja samningsaðila og að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem m.a. tryggja að hugsanlegur ágóði renni til ríkisins. • Framsal verði ekki heimilað hafi það í för með sér byggðaröskun. Ákvæði verði sett í samninga um byggðatengingu aflaheimilda til að styrkja búsetuskilyrði íbúanna og til að koma í veg fyrir byggðaröskun og frekari samþjöppun aflaheimilda. • Skýr ákvæði séu sett um veðsetningu samninga sem háð séu samþykki beggja samningsaðila. Ef veðsetning verður heimiluð á annað borð þá verði hún takmörkuð við þarfir sjávarútvegsins. • Að við innköllun allra aflaheimilda á einu bretti og endurúthlutunar á grundvelli nýtingarsamnings gegn gjaldi verði byggt á jafnræðissjónarmiðum. • Að í samningum verði leiguframsal afnumið og tryggður opinber leigumarkaður með aflaheimildir sem nýtast m.a. til nýliðunar. • Sett verði á aukin veiðiskylda handhafa veiðiheimilda þó takmörkuð tegundatilfærsla verði heimiluð eftir sem áður. • Að ráðstöfun á aukningu aflaheimilda komi ekki sjálfkrafa inn á gildandi samninga og geti aukningin því nýst til nýliðunar og byggðatengdra aðgerða ásamt því að aflaheimildirnar verði settar á opinberan leigumarkað. • Að tryggt sé að handhafi aflaheimilda samkvæmt samningi starfi eftir gildum kjarasamningi og brot geti þýtt riftun samninga. • Setja verður almenn skilyrði fyrir gerð samnings svo sem um tilskilin rekstrarleyfi sem fela m.a. í sér skil á opinberum gjöldum. Á sama hátt verði sett ákvæði um riftun ef samningsaðili brýtur þau ákvæði sem sett eru." Fleiri atriði hefði mátt nefna, eins og lengd samninga en í mínum huga eru samningar til 10 ára hámark með möguleikum á endurskoðun á tímabilinu. Nú reynir á kjark og hugrekki stjórnmálamanna að gera þær breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem þjóðin hefur kallað eftir til fjölda ára. Við höfum alla möguleika á að skapa sjávarútveginum öryggi til framtíðar og góð rekstrarskilyrði, jafnframt því að skapa íbúum sjávarbyggða traustari búsetuskilyrði og að tryggja að arðurinn af sjávarauðlindinni renni til þjóðarinnar. Nú treysti ég því að okkar góði sjávarútvegsráðherra nýti vel þessi tímamót í þeirri vinnu sem framundan er í endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Þjóðin bindur vonir við að vinstristjórn hafi hugrekki og þor til að gera þær breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem skapi heilbrigðara og réttlátara fyrirkomulag fyrir þjóðina alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Starfshópur skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem hafði það hlutverk að endurskoða lög um stjórn fiskveiða hefur nú skilað frá sér skýrslu til ráðherra, þar sem álitaefni eru greind, tillögur lagðar fram til úrbóta og valkostir kynntir. Starfshópurinn var skipaður fulltrúum stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila og fór ítarlega yfir einstaka þætti núverandi laga um stjórn fiskveiða, lét vinna skýrslur um stöðu sjávarútvegsins og hugsanlegar leiðir að breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi. Það gefur að skilja að í starfshópnum voru uppi ólíkar skoðanir og nálganir á viðfangsefnið. Starfshópurinn náði þó samstöðu um nokkur álitaefni en það veldur vonbrigðum að LÍÚ gat ekki skrifað undir niðurstöðu annarra í hópnum um að skýrt ákvæði verði sett í stjórnarskrá um þjóðareign á öllum náttúruauðlindum, þ.m.t. auðlindum sjávar. Það skal tekið skýrt fram að ekki var mælt með ákveðinni leið af hálfu starfshópsins þó mestur stuðningur innan hans hafi verið við svokallaða samningaleið. Aðrar leiðir voru ræddar, s.s. innköllun og endurúthlutun aflaheimilda á einu bretti og endurráðstöfun með nýtingarsamningi, tilboðsleið og pottaleið. Fulltrúar VG og Samfylkingar telja að nýta þurfi það besta úr fyrirliggjandi hugmyndum til að ná fram markmiðum stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um réttlátara fiskveiðistjórnunarkerfi. Ég lýsti ekki stuðningi við eina leið frekar en aðra, því ljóst er að endanleg útfærsla verður að liggja fyrir svo hægt sé að taka afstöðu til hennar. En í ljósi þess að mestur stuðningur af hálfu starfshópsins var við samningaleiðina lagði ég fram eftirfarandi bókun þegar skýrslunni var skilað til sjávarútvegsráðherra 6. september sl. „Starfshópur um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða hefur nú skilað af sér skýrslu og er mestur stuðningur af hálfu hópsins við svokallaða samningaleið. Í skýrslunni kemur hins vegar hvergi fram nein endanleg útfærsla um samningsákvæði svo sem um skilyrði um meðferð aflaheimilda. Undirrituð telur því brýnt að í slíkum samningum við opinbera aðila séu m.a. lögð til grundvallar eftirfarandi atriði: • Að framsal sé óheimilt nema með samþykki beggja samningsaðila og að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem m.a. tryggja að hugsanlegur ágóði renni til ríkisins. • Framsal verði ekki heimilað hafi það í för með sér byggðaröskun. Ákvæði verði sett í samninga um byggðatengingu aflaheimilda til að styrkja búsetuskilyrði íbúanna og til að koma í veg fyrir byggðaröskun og frekari samþjöppun aflaheimilda. • Skýr ákvæði séu sett um veðsetningu samninga sem háð séu samþykki beggja samningsaðila. Ef veðsetning verður heimiluð á annað borð þá verði hún takmörkuð við þarfir sjávarútvegsins. • Að við innköllun allra aflaheimilda á einu bretti og endurúthlutunar á grundvelli nýtingarsamnings gegn gjaldi verði byggt á jafnræðissjónarmiðum. • Að í samningum verði leiguframsal afnumið og tryggður opinber leigumarkaður með aflaheimildir sem nýtast m.a. til nýliðunar. • Sett verði á aukin veiðiskylda handhafa veiðiheimilda þó takmörkuð tegundatilfærsla verði heimiluð eftir sem áður. • Að ráðstöfun á aukningu aflaheimilda komi ekki sjálfkrafa inn á gildandi samninga og geti aukningin því nýst til nýliðunar og byggðatengdra aðgerða ásamt því að aflaheimildirnar verði settar á opinberan leigumarkað. • Að tryggt sé að handhafi aflaheimilda samkvæmt samningi starfi eftir gildum kjarasamningi og brot geti þýtt riftun samninga. • Setja verður almenn skilyrði fyrir gerð samnings svo sem um tilskilin rekstrarleyfi sem fela m.a. í sér skil á opinberum gjöldum. Á sama hátt verði sett ákvæði um riftun ef samningsaðili brýtur þau ákvæði sem sett eru." Fleiri atriði hefði mátt nefna, eins og lengd samninga en í mínum huga eru samningar til 10 ára hámark með möguleikum á endurskoðun á tímabilinu. Nú reynir á kjark og hugrekki stjórnmálamanna að gera þær breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem þjóðin hefur kallað eftir til fjölda ára. Við höfum alla möguleika á að skapa sjávarútveginum öryggi til framtíðar og góð rekstrarskilyrði, jafnframt því að skapa íbúum sjávarbyggða traustari búsetuskilyrði og að tryggja að arðurinn af sjávarauðlindinni renni til þjóðarinnar. Nú treysti ég því að okkar góði sjávarútvegsráðherra nýti vel þessi tímamót í þeirri vinnu sem framundan er í endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Þjóðin bindur vonir við að vinstristjórn hafi hugrekki og þor til að gera þær breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem skapi heilbrigðara og réttlátara fyrirkomulag fyrir þjóðina alla.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun