Svavar Gestsson: Alþingi eignist þjóðhagsstofnun Svavar Gestsson skrifar 4. maí 2010 00:01 Ekki hafa komið fram sannfærandi rök fyrir því að hafa enga þjóðhagsstofnun. Margt bendir reyndar til þess að það hafi verið mistök að leggja stofnunina niður. Þjóðhagsstofnun varð til upp úr efnahagsstofnun fyrir margt löngu og sú stofnun var eitt af flaggskipum viðreisnarstjórnarinnar. Þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður var verkefnum hennar dreift á margar aðrar stofnanir. Það hefur ekki gefist vel. Þegar Þjóðhagsstofnun var starfrækt þá var hún undir forsætisráðuneytinu. Það fyrirkomulag byggðist á því að þá voru öll efnahagsmálin undir forsætisráðuneytinu fyrir utan það sem tilheyrði fjármálaráðuneytinu og svo lengi viðskiptaráðuneytinu. Þetta fyrirkomulag gafst stundum vel, stundum miður. Þjóðhagsstofnun naut þess reyndar að hafa jafnan öfluga forstöðumenn eins og Jón Sigurðsson, Ólaf Davíðsson og Þórð Friðjónsson. Allir þeir sem sinnt hafa stjórnmálum kannast við að hafa verið óánægðir með niðurstöður stofnunarinnar og afskipti af málum. Engum datt þó í hug að leggja stofnunina niður; margir vildu hins vegar bæta hana. Oft var reynt að nota stofnunina í pólitískum þrætum til dæmis við stjórnarmyndanir. Og oft lét stofnunin nota sig að mínu mati. En allir voru sammála um nauðsyn þess að hafa stofnunina. Fyrir margt löngu var Ríkisendurskoðun undir fjármálaráðuneytinu. Samstaða náðist um að breyta því og setja stofnunina undir Alþingi. Það hefur gefist vel að öðru leyti en því að Alþingi hefur ekki lengur neina þingkjörna yfirskoðunarmenn ríkisreikninga; það er slæmt. En fordæmið með Ríkisendurskoðun sýnir að það er og getur verið skynsamlegt að slík stofnun sé beint undir Alþingi. Þess vegna er það mín skoðun að Þjóðhagsstofnun eigi að endurreisa og hana eigi að leggja undir Alþingi. Þjóðhagsstofnun yrði þá óháð ríkisstjórninni. Slík stofnun þarf að verða til og það fyrr en seinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Halldór 28.06.2025 Halldór Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Ekki hafa komið fram sannfærandi rök fyrir því að hafa enga þjóðhagsstofnun. Margt bendir reyndar til þess að það hafi verið mistök að leggja stofnunina niður. Þjóðhagsstofnun varð til upp úr efnahagsstofnun fyrir margt löngu og sú stofnun var eitt af flaggskipum viðreisnarstjórnarinnar. Þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður var verkefnum hennar dreift á margar aðrar stofnanir. Það hefur ekki gefist vel. Þegar Þjóðhagsstofnun var starfrækt þá var hún undir forsætisráðuneytinu. Það fyrirkomulag byggðist á því að þá voru öll efnahagsmálin undir forsætisráðuneytinu fyrir utan það sem tilheyrði fjármálaráðuneytinu og svo lengi viðskiptaráðuneytinu. Þetta fyrirkomulag gafst stundum vel, stundum miður. Þjóðhagsstofnun naut þess reyndar að hafa jafnan öfluga forstöðumenn eins og Jón Sigurðsson, Ólaf Davíðsson og Þórð Friðjónsson. Allir þeir sem sinnt hafa stjórnmálum kannast við að hafa verið óánægðir með niðurstöður stofnunarinnar og afskipti af málum. Engum datt þó í hug að leggja stofnunina niður; margir vildu hins vegar bæta hana. Oft var reynt að nota stofnunina í pólitískum þrætum til dæmis við stjórnarmyndanir. Og oft lét stofnunin nota sig að mínu mati. En allir voru sammála um nauðsyn þess að hafa stofnunina. Fyrir margt löngu var Ríkisendurskoðun undir fjármálaráðuneytinu. Samstaða náðist um að breyta því og setja stofnunina undir Alþingi. Það hefur gefist vel að öðru leyti en því að Alþingi hefur ekki lengur neina þingkjörna yfirskoðunarmenn ríkisreikninga; það er slæmt. En fordæmið með Ríkisendurskoðun sýnir að það er og getur verið skynsamlegt að slík stofnun sé beint undir Alþingi. Þess vegna er það mín skoðun að Þjóðhagsstofnun eigi að endurreisa og hana eigi að leggja undir Alþingi. Þjóðhagsstofnun yrði þá óháð ríkisstjórninni. Slík stofnun þarf að verða til og það fyrr en seinna.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar