Ráðherra í framúrkeyrslu Benedikt Jóhannesson skrifar 14. september 2010 06:00 Í Fréttablaðinu laugardaginn 11. september segir fyrrverandi heilbrigðisráðherra aðspurður um hvers vegna hann hafi skipt út allri stjórn Sjúkratrygginga Íslands: „Hinu er ekki að leyna að framúrkeyrsla Sjúkratrygginga er ólíðandi. Mér fannst ríkja ákveðin uppgjöf innan stjórnarinnar gagnvart því að halda sig innan ramma fjárlaga." Ljóst er að ráðherrann hefur ekki skilið hvernig útgjöld Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) verða til. Hef ég þó á mörgum fundum með ráðherranum reynt að skýra það, en er ljúft og skylt að gera það aftur. Rétt er að útgjöld SÍ stefna í það að fara fram úr fjárlögum. Meginástæður eru samningar sem samninganefnd heilbrigðisráðherra gerði árið 2008 við sérfræðilækna og ákvörðun á fjárlögum 2010 um að skera niður útgjöld til sérfræðikostnaðar um nærri þriðjung eða nálægt tvo milljarða króna. Engar tillögur komu frá ráðherranum um sparnað en tillögum SÍ þar um hafnað. SÍ hafa ekki aukið útgjöld á þessu sviði. Samningar við læknaAllt frá því að SÍ tóku til starfa árið 2008 hafa samningar við lækna verið unnir í nánu samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og ráðherra (HBR). Forræði á samningum var hjá heilbrigðisráðherra til 1. október 2008. Samningar við sérfræðilækna vorið 2008 voru gerðir með vilja og vitund ráðherra. Hann vissi að þeir samningar fælu í sér kostnaðaraukningu og hafði samráð við fjármálaráðherra um 777 milljóna viðbótarfjárveitingu vegna þess. Fjármálaráðherra samþykkti að styðja málið og fjárveiting var veitt árið 2008. Hún var hins vegar ekki veitt vegna ársins 2009. Samningarnir voru þó enn í gildi. SÍ verða að uppfylla gerða samninga við allar stéttir. Sjúkratryggðir eiga líka rétt samkvæmt lögum. SÍ ákveður því ekki einhliða að borga ekki reikninga sem sendir eru í samræmi við gerða samninga. Vorið 2009 var gert viðbótarsamkomulag við sérfræðilækna þar sem þeir féllu frá 9% hækkun á töxtum sem þeir áttu rétt á. Fjárlög 2010Skv. tillögum til fjárlaga 2010 átti að spara 2 milljarða króna á læknakostnaði. Í því fólst um 30% niðurskurður á þessum lið. Á fundi formanns SÍ með ráðuneytisstjóra nálægt mánaðamótum sept.-okt. taldi ráðuneytisstjórinn þetta óraunhæft markmið. Leiðir til sparnaðar ríkisins á sérfræðikostnaði eru þrjár: 1. Lækkun taxta með samningum við heilbrigðisstéttir 2. Aukin kostnaðarhlutdeild almennings 3. Takmörkun á aðgengi að þjónustunni eða með því að draga úr eftirspurn SÍ sendi frá sér tillögur um aðgerðir í nóvember 2009. Þær fólu meðal annars í sér aukna hlutdeild almennings þannig að menn bæru stærstan hluta kostnaðar upp að ákveðnu marki, liðlega 20 þúsund krónum. Hlutdeild yrði ekki aukin þar yfir og því ekki snert alvarlega veikt fólk. Einnig voru hugmyndir um að draga úr dýrum rannsóknum og freista þess að lækka taxta með samningum við heilbrigðisstarfsmenn. Þessum tillögum var hafnað af ráðherra. Eftir áramót komu fram í starfshópi undir forystu ráðuneytisstjóra HBR fram svipaðar hugmyndir til sparnaðar. Breytingar á gjaldskrám hinna sjúkratryggðu, sem hefðu leitt til sparnaðar hjá SÍ upp á 650 til 850 milljónir króna. Þeim hugmyndum var einnig hafnað af ráðherranum. Að ósk ráðherra var vorið 2010 ráðinn sérstakur trúnaðarmaður ráðherra til að stýra samningum SÍ við sérfræðilækna. Samningaviðræðum lauk án árangurs. Ráðherrann ber ábyrgðinaSparnaður um 30% í einum af stærstu útgjaldaliðum sjúkratrygginga fæst ekki nema ráðherra samþykki þær aðgerðir sem gripið er til því að hann ber á þeim pólitíska ábyrgð. Þær tillögur komu ekki frá Alþingi og engar tillögur þar um komu frá ráðherranum þá mánuði sem hann sat í ráðuneytinu. Tillögum SÍ var hafnað. Það er létt verk ráðherra að segja nei, erfiðara að koma með ábyrgar tillögur. Heilbrigðismál eru viðkvæmur málaflokkur og mikilvægt að ætíð sé góð samvinna og sátt milli stjórnvalda og heilbrigðisstarfsmanna. Á fundum með ráðuneytinu hefur ítrekað verið varað við þeirri hættu að íslenskir læknar leiti til útlanda þar sem þeim byðust betri kjör. Því miður virðist svo sem þessi varnaðarorð séu nú komin fram, því að víða gengur illa að manna stöður lækna. Það kann að hafa villt um fyrir ráðherranum að Sjúkratryggingar í góðri samvinnu við ráðuneytið náðu allt frá vorinu 2009 miklum sparnaði í útgjöldum vegna lyfjakostnaðar með því að binda niðurgreiðslur við ódýrasta lyfið í hverjum lyfjaflokki. Því miður finnast engir samheitalæknar sem hægt er að leita til í því skyni að draga úr útgjöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu laugardaginn 11. september segir fyrrverandi heilbrigðisráðherra aðspurður um hvers vegna hann hafi skipt út allri stjórn Sjúkratrygginga Íslands: „Hinu er ekki að leyna að framúrkeyrsla Sjúkratrygginga er ólíðandi. Mér fannst ríkja ákveðin uppgjöf innan stjórnarinnar gagnvart því að halda sig innan ramma fjárlaga." Ljóst er að ráðherrann hefur ekki skilið hvernig útgjöld Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) verða til. Hef ég þó á mörgum fundum með ráðherranum reynt að skýra það, en er ljúft og skylt að gera það aftur. Rétt er að útgjöld SÍ stefna í það að fara fram úr fjárlögum. Meginástæður eru samningar sem samninganefnd heilbrigðisráðherra gerði árið 2008 við sérfræðilækna og ákvörðun á fjárlögum 2010 um að skera niður útgjöld til sérfræðikostnaðar um nærri þriðjung eða nálægt tvo milljarða króna. Engar tillögur komu frá ráðherranum um sparnað en tillögum SÍ þar um hafnað. SÍ hafa ekki aukið útgjöld á þessu sviði. Samningar við læknaAllt frá því að SÍ tóku til starfa árið 2008 hafa samningar við lækna verið unnir í nánu samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og ráðherra (HBR). Forræði á samningum var hjá heilbrigðisráðherra til 1. október 2008. Samningar við sérfræðilækna vorið 2008 voru gerðir með vilja og vitund ráðherra. Hann vissi að þeir samningar fælu í sér kostnaðaraukningu og hafði samráð við fjármálaráðherra um 777 milljóna viðbótarfjárveitingu vegna þess. Fjármálaráðherra samþykkti að styðja málið og fjárveiting var veitt árið 2008. Hún var hins vegar ekki veitt vegna ársins 2009. Samningarnir voru þó enn í gildi. SÍ verða að uppfylla gerða samninga við allar stéttir. Sjúkratryggðir eiga líka rétt samkvæmt lögum. SÍ ákveður því ekki einhliða að borga ekki reikninga sem sendir eru í samræmi við gerða samninga. Vorið 2009 var gert viðbótarsamkomulag við sérfræðilækna þar sem þeir féllu frá 9% hækkun á töxtum sem þeir áttu rétt á. Fjárlög 2010Skv. tillögum til fjárlaga 2010 átti að spara 2 milljarða króna á læknakostnaði. Í því fólst um 30% niðurskurður á þessum lið. Á fundi formanns SÍ með ráðuneytisstjóra nálægt mánaðamótum sept.-okt. taldi ráðuneytisstjórinn þetta óraunhæft markmið. Leiðir til sparnaðar ríkisins á sérfræðikostnaði eru þrjár: 1. Lækkun taxta með samningum við heilbrigðisstéttir 2. Aukin kostnaðarhlutdeild almennings 3. Takmörkun á aðgengi að þjónustunni eða með því að draga úr eftirspurn SÍ sendi frá sér tillögur um aðgerðir í nóvember 2009. Þær fólu meðal annars í sér aukna hlutdeild almennings þannig að menn bæru stærstan hluta kostnaðar upp að ákveðnu marki, liðlega 20 þúsund krónum. Hlutdeild yrði ekki aukin þar yfir og því ekki snert alvarlega veikt fólk. Einnig voru hugmyndir um að draga úr dýrum rannsóknum og freista þess að lækka taxta með samningum við heilbrigðisstarfsmenn. Þessum tillögum var hafnað af ráðherra. Eftir áramót komu fram í starfshópi undir forystu ráðuneytisstjóra HBR fram svipaðar hugmyndir til sparnaðar. Breytingar á gjaldskrám hinna sjúkratryggðu, sem hefðu leitt til sparnaðar hjá SÍ upp á 650 til 850 milljónir króna. Þeim hugmyndum var einnig hafnað af ráðherranum. Að ósk ráðherra var vorið 2010 ráðinn sérstakur trúnaðarmaður ráðherra til að stýra samningum SÍ við sérfræðilækna. Samningaviðræðum lauk án árangurs. Ráðherrann ber ábyrgðinaSparnaður um 30% í einum af stærstu útgjaldaliðum sjúkratrygginga fæst ekki nema ráðherra samþykki þær aðgerðir sem gripið er til því að hann ber á þeim pólitíska ábyrgð. Þær tillögur komu ekki frá Alþingi og engar tillögur þar um komu frá ráðherranum þá mánuði sem hann sat í ráðuneytinu. Tillögum SÍ var hafnað. Það er létt verk ráðherra að segja nei, erfiðara að koma með ábyrgar tillögur. Heilbrigðismál eru viðkvæmur málaflokkur og mikilvægt að ætíð sé góð samvinna og sátt milli stjórnvalda og heilbrigðisstarfsmanna. Á fundum með ráðuneytinu hefur ítrekað verið varað við þeirri hættu að íslenskir læknar leiti til útlanda þar sem þeim byðust betri kjör. Því miður virðist svo sem þessi varnaðarorð séu nú komin fram, því að víða gengur illa að manna stöður lækna. Það kann að hafa villt um fyrir ráðherranum að Sjúkratryggingar í góðri samvinnu við ráðuneytið náðu allt frá vorinu 2009 miklum sparnaði í útgjöldum vegna lyfjakostnaðar með því að binda niðurgreiðslur við ódýrasta lyfið í hverjum lyfjaflokki. Því miður finnast engir samheitalæknar sem hægt er að leita til í því skyni að draga úr útgjöldum.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun