Umfjöllun: Sanngjarn sigur Fram Ellert Scheving skrifar 2. júní 2010 22:53 Hjálmar Þórarinsson í leiknum í kvöld. Mynd/Valli Framarar áttu ekki í miklum erfiðleikum með ÍR í 32-liða úrslitum Visa-bikarsins í kvöld en unnu þó nauman sigur 2-1, en þau úrslit gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins. Guðlaugur Baldursson gerði alls sjö breytingar á liði sínu frá því í seinasta leik og má segja að hugur hans hafi verið við leik ÍR gegn Fjarðarbyggð í 1. Deildinni á laugardaginn kemur. Fram byrjaði leikinn betur og svo virtist sem ÍR-ingar væru hreinlega ekki mættir til leiks en gestirnir áttu ekki skot að marki fyrr en eftir 51. mínútu. Fram tók öll völd á vellinum og hreinlega sundurspilaði arfaslaka ÍR-inga. Á 38. mínútu brutu þeir ísinn eftir að hafa sótt látlaust og oft verið nálægt því að ná forystu. Ívar Björnsson skoraði laglegt skallamark eftir góða hornspyrnu frá Josep Tillen. Allt þangað til að lokum fyrri hálfleiks hélt Fram áfram að sækja og hefðu í raun átt að klára leikinn í fyrri hálfleik. Fram hóf seinni hálfleikinn með miklum látum og bættu öðru marki við á 49. mínútu. Þar var að verki Ívar Björnsson sem skoraði eftir laglega sendingu Almars Ormarssonar sem átti einnig góðan leik í liði Fram. Við það styrktust ÍR-ingar til muna og fóru að spila kraftmeiri bolta. Davíð Már Stefánsson var allt í öllu í sóknarleik ÍR-inga og getur verið sáttur við sinn leik í í kvöld. ÍR-ingar minnkuðu muninn á 89. mínútu með marki frá Guðjóni Gunnarssyni sem skoraði í autt markið eftir mikinn darraðadans í teig Fram. Eftir það fjaraði leikurinn út of góður dómari leiksins Þorvaldur Árnason flautaði til leiksloka á Laugardalsvellinum og Fram komið áfram í 16-liða úrslit Visa-bikarsins. Fram - ÍR 2-1 1-0 Ívar Björnsson (38.) 2-0 Ívar Björnsson (49.) 2-1 Guðjón Gunnarsson (89.) Skot (á mark): 19-5 (12-2) Varin skot: Ögmundur 1-7 Aukaspyrnur: 6-5 Horn: 13-1 Rangstöðr: 2-0 Dómari: Þorvaldur Árnason. Fram 4-4-2: Ögmundur Kristinsson Samuel Lee Tillen Jón Guðni Fjóluson Kristján Hauksson Daði Guðmundsson Halldór Hermann Jónsson (40. Hlynur A. Magnússon) Jón Gunnar Eysteinsson Tómas Leifsson (66. Josep Tillen) Ívar Björnsson (78. Guðmundur Magnússon) Almarr Ormarsson Hjálmar Þórarinsson ÍR 4-5-1: Ágúst Bjarni Garðarsson Hrannar Karlsson Guðjón Gunnarsson Elvar Lúðvík Guðjónsson Halldór Arnarsson Gunnar Hilmar Kristinsson Davíð Már Stefánsson Haukur Ólafsson (84. Pétur Óskar Sigurðsson) Jón Gísli Ström (68. Eiríkur Viljar H. Kúld) Axel Kári Vignisson Árni Freyr Guðnason (62. Elías Ingi Árnason) Íslenski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Framarar áttu ekki í miklum erfiðleikum með ÍR í 32-liða úrslitum Visa-bikarsins í kvöld en unnu þó nauman sigur 2-1, en þau úrslit gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins. Guðlaugur Baldursson gerði alls sjö breytingar á liði sínu frá því í seinasta leik og má segja að hugur hans hafi verið við leik ÍR gegn Fjarðarbyggð í 1. Deildinni á laugardaginn kemur. Fram byrjaði leikinn betur og svo virtist sem ÍR-ingar væru hreinlega ekki mættir til leiks en gestirnir áttu ekki skot að marki fyrr en eftir 51. mínútu. Fram tók öll völd á vellinum og hreinlega sundurspilaði arfaslaka ÍR-inga. Á 38. mínútu brutu þeir ísinn eftir að hafa sótt látlaust og oft verið nálægt því að ná forystu. Ívar Björnsson skoraði laglegt skallamark eftir góða hornspyrnu frá Josep Tillen. Allt þangað til að lokum fyrri hálfleiks hélt Fram áfram að sækja og hefðu í raun átt að klára leikinn í fyrri hálfleik. Fram hóf seinni hálfleikinn með miklum látum og bættu öðru marki við á 49. mínútu. Þar var að verki Ívar Björnsson sem skoraði eftir laglega sendingu Almars Ormarssonar sem átti einnig góðan leik í liði Fram. Við það styrktust ÍR-ingar til muna og fóru að spila kraftmeiri bolta. Davíð Már Stefánsson var allt í öllu í sóknarleik ÍR-inga og getur verið sáttur við sinn leik í í kvöld. ÍR-ingar minnkuðu muninn á 89. mínútu með marki frá Guðjóni Gunnarssyni sem skoraði í autt markið eftir mikinn darraðadans í teig Fram. Eftir það fjaraði leikurinn út of góður dómari leiksins Þorvaldur Árnason flautaði til leiksloka á Laugardalsvellinum og Fram komið áfram í 16-liða úrslit Visa-bikarsins. Fram - ÍR 2-1 1-0 Ívar Björnsson (38.) 2-0 Ívar Björnsson (49.) 2-1 Guðjón Gunnarsson (89.) Skot (á mark): 19-5 (12-2) Varin skot: Ögmundur 1-7 Aukaspyrnur: 6-5 Horn: 13-1 Rangstöðr: 2-0 Dómari: Þorvaldur Árnason. Fram 4-4-2: Ögmundur Kristinsson Samuel Lee Tillen Jón Guðni Fjóluson Kristján Hauksson Daði Guðmundsson Halldór Hermann Jónsson (40. Hlynur A. Magnússon) Jón Gunnar Eysteinsson Tómas Leifsson (66. Josep Tillen) Ívar Björnsson (78. Guðmundur Magnússon) Almarr Ormarsson Hjálmar Þórarinsson ÍR 4-5-1: Ágúst Bjarni Garðarsson Hrannar Karlsson Guðjón Gunnarsson Elvar Lúðvík Guðjónsson Halldór Arnarsson Gunnar Hilmar Kristinsson Davíð Már Stefánsson Haukur Ólafsson (84. Pétur Óskar Sigurðsson) Jón Gísli Ström (68. Eiríkur Viljar H. Kúld) Axel Kári Vignisson Árni Freyr Guðnason (62. Elías Ingi Árnason)
Íslenski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira