NBA: Dallas og Boston héldu sigurgöngum sínum áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2010 09:00 Ray Allen hitti vel í nótt. Mynd/AP Sigurgöngur Dallas Mavericks og Boston Celtics héldu áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann sinn ellefta leik í röð og Boston vann sinn níunda leik í röð. Það dugði hinsvegar ekki Orlando Magic að miðherjinn Dwight Howard skoraði 39 stig og liðið tapaði sínum þriðja leik í röð. Dirk Nowitzki skoraði 21 stig og tók 10 fráköst þegar Dallas Mavericks vann 102-89 sigur á New Jersey Nets á heimavelli. Avery Johnson, fyrrum þjálfari Dallas og núverandi þjálfari Nets-liðsins var þarna að koma í fyrsta sinn aftur í Dallas-höllina eftir að hafa verið rekinn frá Mavericks á sínum tíma. Shawn Marion skoraði 18 stig fyrir Dallas, þeir Jason Terry og Caron Butler voru báðir með 15 stig auk þess að J.J. Barea gaf 13 stoðsendingar. Brook Lopez skoraði 24 stig fyrir New Jersey en liðið er búið að tapa sex síðustu leikjum sínum og hefur alls tapað ellefu útileikjum í röð.Kevin Garnett og Nate Robinson fagna sigrinum.Mynd/APKevin Garnett var hetja Boston Celtics í naumum 102-101 sigri á Philadelphia 76ers. Garnett skoraði sigurkörfuna þegar 1,4 sekúnda var eftir af leiknum eftir að hafa fengið sendingu frá Rajon Rondo. Garnett var ekki hættur því hann hljóp strax til baka og stal síðustu sendingunni hjá Philadelphia og tryggði Boston um leið endanlega sigurinn. Ray Allen skoraði 23 stig fyrir Boston, Rajon Rondo var með 19 stig og 14 stoðsendingar, Glen Davis skoraði 16 stig og Garnett var með 14 stig. Jodie Meeks var stigahæstur hjá Philadelphia með 19 stig, þeir Lou Williams og Thaddeus Young skoruðu báðir 16 stig og Elton Brand var með 13 stig og 14 fráköst.Andre Miller og Wesley Matthews.Mynd/APAndre Miller skoraði 22 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst þegar Portland Trail Blazers vann 97-83 sigur á Orlando Magic á heimavelli. Þetta var þriðja tap Orlando-liðsins í röð en stór hluti liðsins hefur verið að glíma við magakveisu síðustu daga. Dwight Howard var með 39 stig og 15 fráköst hjá Orlando, Rashard Lewis skoraði 11 stig og þeir Jameer Nelson og J.J. Redick skoruðu báðir 10 stig. Allir höfðu þessir leikmenn orðið fyrir barðinu á magakveisunni. Wesley Matthews heldur áfram að spila vel fyrir Portland en hann var með 20 stig í leiknum og Nicolas Batum kom með 15 stig og 10 fráköst inn af bekknum. LaMarcus Aldridge skoraði síðan 14 stig. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Avery Johnson.Mynd/APPhiladelphia 76ers-Boston Celtics 101-102 Dallas Mavericks-New Jersey Nets 102-89 Portland Trail Blazers-Orlando Magic 97-83 NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Sigurgöngur Dallas Mavericks og Boston Celtics héldu áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann sinn ellefta leik í röð og Boston vann sinn níunda leik í röð. Það dugði hinsvegar ekki Orlando Magic að miðherjinn Dwight Howard skoraði 39 stig og liðið tapaði sínum þriðja leik í röð. Dirk Nowitzki skoraði 21 stig og tók 10 fráköst þegar Dallas Mavericks vann 102-89 sigur á New Jersey Nets á heimavelli. Avery Johnson, fyrrum þjálfari Dallas og núverandi þjálfari Nets-liðsins var þarna að koma í fyrsta sinn aftur í Dallas-höllina eftir að hafa verið rekinn frá Mavericks á sínum tíma. Shawn Marion skoraði 18 stig fyrir Dallas, þeir Jason Terry og Caron Butler voru báðir með 15 stig auk þess að J.J. Barea gaf 13 stoðsendingar. Brook Lopez skoraði 24 stig fyrir New Jersey en liðið er búið að tapa sex síðustu leikjum sínum og hefur alls tapað ellefu útileikjum í röð.Kevin Garnett og Nate Robinson fagna sigrinum.Mynd/APKevin Garnett var hetja Boston Celtics í naumum 102-101 sigri á Philadelphia 76ers. Garnett skoraði sigurkörfuna þegar 1,4 sekúnda var eftir af leiknum eftir að hafa fengið sendingu frá Rajon Rondo. Garnett var ekki hættur því hann hljóp strax til baka og stal síðustu sendingunni hjá Philadelphia og tryggði Boston um leið endanlega sigurinn. Ray Allen skoraði 23 stig fyrir Boston, Rajon Rondo var með 19 stig og 14 stoðsendingar, Glen Davis skoraði 16 stig og Garnett var með 14 stig. Jodie Meeks var stigahæstur hjá Philadelphia með 19 stig, þeir Lou Williams og Thaddeus Young skoruðu báðir 16 stig og Elton Brand var með 13 stig og 14 fráköst.Andre Miller og Wesley Matthews.Mynd/APAndre Miller skoraði 22 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst þegar Portland Trail Blazers vann 97-83 sigur á Orlando Magic á heimavelli. Þetta var þriðja tap Orlando-liðsins í röð en stór hluti liðsins hefur verið að glíma við magakveisu síðustu daga. Dwight Howard var með 39 stig og 15 fráköst hjá Orlando, Rashard Lewis skoraði 11 stig og þeir Jameer Nelson og J.J. Redick skoruðu báðir 10 stig. Allir höfðu þessir leikmenn orðið fyrir barðinu á magakveisunni. Wesley Matthews heldur áfram að spila vel fyrir Portland en hann var með 20 stig í leiknum og Nicolas Batum kom með 15 stig og 10 fráköst inn af bekknum. LaMarcus Aldridge skoraði síðan 14 stig. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Avery Johnson.Mynd/APPhiladelphia 76ers-Boston Celtics 101-102 Dallas Mavericks-New Jersey Nets 102-89 Portland Trail Blazers-Orlando Magic 97-83
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira