Ekki misþyrma Jóni með leiðindum 2. október 2010 06:00 Hættan við afmælisár Jóns Sigurðssonar er aðallega sú að árið verði allt of fjarlægt venjulegu fólki. Þannig auki árið á fjarlægðina milli Jóns og almennings í landinu. Það má ekki verða. Árið á ekki að nota til að misþyrma Jóni Sigurðssyni með leiðindum. Þegar hefur verið lagt í heilmikinn undirbúning til að minnast þess myndarlega að á næsta ári verða tvö hundruð ár liðin frá því að Jón Sigurðsson fæddist. Greinilegt er að sjónir fólks beinast einkum að eftirfarandi stöðum og þáttum: 1. Að Alþingi, sem sannarlega er sá staður sem best er til þess fallinn að minnast Jóns Sigurðssonar. Besta afmælisgjöfin til þjóðarinnar í tilefni afmælisins væri að sett yrði saman á næsta ári ný tillaga að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Það verkefni er í undirbúningi. Ég hef áður skrifað stutta grein um nokkrar mikilvægar breytingar sem ég tel að gera eigi á stjórnarskránni varðandi stjórnkerfi lýðveldisins. En auk þess á að setja í nýja skrá ákvæði um að þjóðin eigi auðlindirnar, eins og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, benti á í viðtalsþætti mínum á ÍNN nýlega. Þá ber að styrkja mannréttindaþáttinn og svo á að breyta uppbyggingu stjórnarskrárinnar, það er að setja manninn og frelsi hans fremst og stofnanirnar síðast en ekki öfugt. 2. Háskóli Íslands minnist hundrað ára afmælis síns á næsta ári og um leið 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar. Þar er margt skemmtilegt í undirbúningi sem meðal annars var kynnt fyrir áhugasömum á einkar fróðlegu málþingi á Skagaströnd fyrir nokkrum dögum. Besta afmælisminningin á vegum háskólans væri þó að efla skólann, sem meðal annars mætti gera með því að sameina að einhverju leyti þá skóla sem nú eru kallaðir háskólar. Í Danmörku er talið hæfilegt að hafa einn háskóla á hverja eina milljón íbúa. Á Íslandi eru sjö háskólar handa 330 þúsund manns; það eru innan við 50 þúsund manns á háskóla. Tuttugasti partur af því sem miðað er við á Norðurlöndum. 3. Sjónir manna beinast eðlilega til húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn á afmælisárinu. Þar hefur margt verið vel gert og því verður haldið áfram. Þar hefur Alþingi staðið sig frábærlega vel við að byggja upp staðinn og efla á alla lund. Þar þarf ekki miklu við að bæta frá því sem þegar hefur verið gert. 4. Hrafnseyri er staður í vanda. Þar hefur verið ákveðið að eyða tugum milljóna í endurbætur í ár og næsta ár. Staðinn þarf að efla og Hrafnseyri þarf að tengja við íslenska háskólasamfélagið með skipulegum hætti. Hrafnseyri er þjóðargersemi en ekki byggðasafn nánasta umhverfis. Þó gæti Hrafnseyri risið til vegs með því til dæmis að hafa þar yfirumsjón með rannsóknum á stórbrotinni náttúru Arnarfjarðar og nágrennis, svo dæmi sé nefnt. Þannig þarf ekki endilega að efna til stórkostlegra nýrra fjárútláta vegna afmælisins, því margt er á dagskrá á Alþingi og í háskólum sem hentar til að minna okkur á forystuhutverk Jóns Sigurðssonar. Á næstu mánuðum munu æ fleiri halda því fram að Jón Sigurðsson hefði orðið á móti aðild Íslands að ESB; jafnmargir að minnsta kosti munu halda því gagnstæða fram. Jón mun þola hvorutveggja. Hann hefur verið mikilvægur leiðtogi Íslands og táknmynd í 200 ár; það er ekki endilega víst að hann verði það næstu 100 ár. Hjá honum er vissulega ekki að finna leiðarvísa í kvenfrelsisbaráttu eða umhverfisbaráttu komandi áratuga eða til umræðna um stöðu innflytjenda, svo brýnustu verkefni samtímans séu nefnd. En hjá honum er að finna kjark og bjartsýni til að taka á móti framtíðinni sem er full af tækifærum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svavar Gestsson Mest lesið Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Hættan við afmælisár Jóns Sigurðssonar er aðallega sú að árið verði allt of fjarlægt venjulegu fólki. Þannig auki árið á fjarlægðina milli Jóns og almennings í landinu. Það má ekki verða. Árið á ekki að nota til að misþyrma Jóni Sigurðssyni með leiðindum. Þegar hefur verið lagt í heilmikinn undirbúning til að minnast þess myndarlega að á næsta ári verða tvö hundruð ár liðin frá því að Jón Sigurðsson fæddist. Greinilegt er að sjónir fólks beinast einkum að eftirfarandi stöðum og þáttum: 1. Að Alþingi, sem sannarlega er sá staður sem best er til þess fallinn að minnast Jóns Sigurðssonar. Besta afmælisgjöfin til þjóðarinnar í tilefni afmælisins væri að sett yrði saman á næsta ári ný tillaga að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Það verkefni er í undirbúningi. Ég hef áður skrifað stutta grein um nokkrar mikilvægar breytingar sem ég tel að gera eigi á stjórnarskránni varðandi stjórnkerfi lýðveldisins. En auk þess á að setja í nýja skrá ákvæði um að þjóðin eigi auðlindirnar, eins og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, benti á í viðtalsþætti mínum á ÍNN nýlega. Þá ber að styrkja mannréttindaþáttinn og svo á að breyta uppbyggingu stjórnarskrárinnar, það er að setja manninn og frelsi hans fremst og stofnanirnar síðast en ekki öfugt. 2. Háskóli Íslands minnist hundrað ára afmælis síns á næsta ári og um leið 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar. Þar er margt skemmtilegt í undirbúningi sem meðal annars var kynnt fyrir áhugasömum á einkar fróðlegu málþingi á Skagaströnd fyrir nokkrum dögum. Besta afmælisminningin á vegum háskólans væri þó að efla skólann, sem meðal annars mætti gera með því að sameina að einhverju leyti þá skóla sem nú eru kallaðir háskólar. Í Danmörku er talið hæfilegt að hafa einn háskóla á hverja eina milljón íbúa. Á Íslandi eru sjö háskólar handa 330 þúsund manns; það eru innan við 50 þúsund manns á háskóla. Tuttugasti partur af því sem miðað er við á Norðurlöndum. 3. Sjónir manna beinast eðlilega til húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn á afmælisárinu. Þar hefur margt verið vel gert og því verður haldið áfram. Þar hefur Alþingi staðið sig frábærlega vel við að byggja upp staðinn og efla á alla lund. Þar þarf ekki miklu við að bæta frá því sem þegar hefur verið gert. 4. Hrafnseyri er staður í vanda. Þar hefur verið ákveðið að eyða tugum milljóna í endurbætur í ár og næsta ár. Staðinn þarf að efla og Hrafnseyri þarf að tengja við íslenska háskólasamfélagið með skipulegum hætti. Hrafnseyri er þjóðargersemi en ekki byggðasafn nánasta umhverfis. Þó gæti Hrafnseyri risið til vegs með því til dæmis að hafa þar yfirumsjón með rannsóknum á stórbrotinni náttúru Arnarfjarðar og nágrennis, svo dæmi sé nefnt. Þannig þarf ekki endilega að efna til stórkostlegra nýrra fjárútláta vegna afmælisins, því margt er á dagskrá á Alþingi og í háskólum sem hentar til að minna okkur á forystuhutverk Jóns Sigurðssonar. Á næstu mánuðum munu æ fleiri halda því fram að Jón Sigurðsson hefði orðið á móti aðild Íslands að ESB; jafnmargir að minnsta kosti munu halda því gagnstæða fram. Jón mun þola hvorutveggja. Hann hefur verið mikilvægur leiðtogi Íslands og táknmynd í 200 ár; það er ekki endilega víst að hann verði það næstu 100 ár. Hjá honum er vissulega ekki að finna leiðarvísa í kvenfrelsisbaráttu eða umhverfisbaráttu komandi áratuga eða til umræðna um stöðu innflytjenda, svo brýnustu verkefni samtímans séu nefnd. En hjá honum er að finna kjark og bjartsýni til að taka á móti framtíðinni sem er full af tækifærum.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun