Bara fínt að vera litla liðið Hjalti Þór Hreinsson skrifar 22. júlí 2010 07:30 Kári og Ólafur í gær, slakir í stúkunni. Fréttablaðið/Rósa „Við erum að skrifa sögu Breiðabliks, þetta er stærsti leikur ársins þar sem það er gríðarlega mikið í húfi fyrir mig, alla í liðinu og félagið," segir fyrirliðinn Kári Ársælsson um leikinn gegn Motherwell í kvöld. Blikar taka nú í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni. Blikar töpuðu fyrri leiknum úti 1-0 og þurfa því að sækja í kvöld. „Við settum fáa menn í sóknina úti þar sem við vildum ekki vera búnir að tapa einvíginu fyrir seinni leikinn. Við gerum eflaust einhverjar breytingar og við eigum góða möguleika. Við megum bara ekki fá á okkur mark," segir Kári. Fyrirliðinn segir að Mothwerwell yrði ofarlega í íslensku deildinni en helsti munurinn á liðunum sé að þeir séu atvinnumenn sem æfa meira. „En mér finnst þeir ekki endilega framar í tækni eða neitt slíkt. Þeir eru með gott lið og þetta verður ekki auðvelt, hlutirnir verða að falla svolítið með okkur. Við erum litla liðið og það er bara fínt," segir Kári. „Ég ætla ekki að breyta neinu," segir þjálfarinn Ólafur Kristjánsson um mögulegar breytingar frá fyrri leiknum. „Þetta snýst ekki um að fara í meiri sóknarleik. Við þurfum að halda þeim frá því að skora, annars þurfum við að skora þrjú sem er erfitt. Áherslurnar verða svipaðar," segir þjálfarinn. Blikar hafa verið duglegir að skora í sumar og er Ólafur viss um að liðið fái sín færi. „Við höfum fengið færi í öllum leikjunum í sumar. Við þurfum kannski að vera aðeins kaldari en í fyrri leiknum til að fá færin en við höfum skorað nóg í sumar. Það er annað yfirbragð á þessum leik en deildarleikjunum, þetta eru tveir leikir og þeir eru yfir núna. Ég er viss um að þeir vilja skora snemma til að opna okkur og klára nánast leikinn." Hann vill að sínir menn geri það vel sem þeir eru góðir í að gera en Skotarnir eru kokhraustir fyrir leikinn. Tom Hateley segir að sjálfstraustið í liðinu sé mikið. „Við trúum því að við getum unnið leikinn og við erum ekki að fara að pakka í vörn. Við trúum því að við getum skorað eitt, tvö eða þrjú mörk á Íslandi." Ólafur segir að hann hafi sínar aðferðir til að halda spennustiginu réttu. Óneitanlega er mikið í húfi hjá Blikum og liðið ekki verið í þessari stöðu áður. „Maður finnur ekki spennustigið fyrr en í klefanum á leikdag. Það hefur ekki verið vandamál að halda því réttu og verður það ekki núna. Við höfum unnið vel í andlega þættinum hjá okkur," segir þjálfarinn sem segir að Motherwell sé klárlega sterkasta lið sem Blikar hafi mætt á árinu. „Þetta eru ólík lið, þeir eru mjög öflugir. Þeir eru klárlega með sterkasta lið sem við höfum mætt í ár. En við ætlum að vera betri en þeir í þessum leik. Við settum okkur markmið fyrir mótið að vinna einn leik í Evrópukeppninni og við erum ekki búnir að vinna hann enn þá. Nú fáum við tækifæri til þess, við ætlum okkur áfram," segir þjálfarinn. Íslenski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
„Við erum að skrifa sögu Breiðabliks, þetta er stærsti leikur ársins þar sem það er gríðarlega mikið í húfi fyrir mig, alla í liðinu og félagið," segir fyrirliðinn Kári Ársælsson um leikinn gegn Motherwell í kvöld. Blikar taka nú í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni. Blikar töpuðu fyrri leiknum úti 1-0 og þurfa því að sækja í kvöld. „Við settum fáa menn í sóknina úti þar sem við vildum ekki vera búnir að tapa einvíginu fyrir seinni leikinn. Við gerum eflaust einhverjar breytingar og við eigum góða möguleika. Við megum bara ekki fá á okkur mark," segir Kári. Fyrirliðinn segir að Mothwerwell yrði ofarlega í íslensku deildinni en helsti munurinn á liðunum sé að þeir séu atvinnumenn sem æfa meira. „En mér finnst þeir ekki endilega framar í tækni eða neitt slíkt. Þeir eru með gott lið og þetta verður ekki auðvelt, hlutirnir verða að falla svolítið með okkur. Við erum litla liðið og það er bara fínt," segir Kári. „Ég ætla ekki að breyta neinu," segir þjálfarinn Ólafur Kristjánsson um mögulegar breytingar frá fyrri leiknum. „Þetta snýst ekki um að fara í meiri sóknarleik. Við þurfum að halda þeim frá því að skora, annars þurfum við að skora þrjú sem er erfitt. Áherslurnar verða svipaðar," segir þjálfarinn. Blikar hafa verið duglegir að skora í sumar og er Ólafur viss um að liðið fái sín færi. „Við höfum fengið færi í öllum leikjunum í sumar. Við þurfum kannski að vera aðeins kaldari en í fyrri leiknum til að fá færin en við höfum skorað nóg í sumar. Það er annað yfirbragð á þessum leik en deildarleikjunum, þetta eru tveir leikir og þeir eru yfir núna. Ég er viss um að þeir vilja skora snemma til að opna okkur og klára nánast leikinn." Hann vill að sínir menn geri það vel sem þeir eru góðir í að gera en Skotarnir eru kokhraustir fyrir leikinn. Tom Hateley segir að sjálfstraustið í liðinu sé mikið. „Við trúum því að við getum unnið leikinn og við erum ekki að fara að pakka í vörn. Við trúum því að við getum skorað eitt, tvö eða þrjú mörk á Íslandi." Ólafur segir að hann hafi sínar aðferðir til að halda spennustiginu réttu. Óneitanlega er mikið í húfi hjá Blikum og liðið ekki verið í þessari stöðu áður. „Maður finnur ekki spennustigið fyrr en í klefanum á leikdag. Það hefur ekki verið vandamál að halda því réttu og verður það ekki núna. Við höfum unnið vel í andlega þættinum hjá okkur," segir þjálfarinn sem segir að Motherwell sé klárlega sterkasta lið sem Blikar hafi mætt á árinu. „Þetta eru ólík lið, þeir eru mjög öflugir. Þeir eru klárlega með sterkasta lið sem við höfum mætt í ár. En við ætlum að vera betri en þeir í þessum leik. Við settum okkur markmið fyrir mótið að vinna einn leik í Evrópukeppninni og við erum ekki búnir að vinna hann enn þá. Nú fáum við tækifæri til þess, við ætlum okkur áfram," segir þjálfarinn.
Íslenski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira