
Púslmynd af brjóstakrabbameini
Greinin er einn biti í hinni flóknu púslmynd um brjóstakrabbamein og ber að skoða hana sem slíka. Hún er ekki öll myndin. Aðrir góðir bitar í púslið eru m.a. merkar niðurstöður rannsókna á vegum Krabbameinsfélagsins, sem vakið hafa mikla athygli. En myndin er samt ófullgerð.
Stöðugt þarf að endurskoða áherslur í krabbameinsleitinni. Krabbameinsfélag Íslands hefur beint því til heilbrigðisyfirvalda að myndað verði sérstakt ráð sem meti hagkvæmni leitar að krabbameinum á frumstigi og veiti yfirvöldum ráðgjöf þar að lútandi. Leitin hér hefur verið talin til fyrirmyndar, en hún er framkvæmd samkvæmt samningi við heilbrigðisráðuneytið.
Krabbameinsfélagið fagnar rannsóknum á krabbameinum og hefur stutt vísindastarfið með ráðum og dáð í bráðum sextíu ár. Krabbameinsleitin er byggð á gagnreyndri þekkingu og viðamiklum vísindarannsóknum. Engin hópleit er eins vel rannsökuð og leitin að brjóstakrabbameinum. Skemmst er að minnast umfjöllunar í British Medical Journal nú síðsumars um mikla lækkun dánartíðni hér.
Viðbrögð við greininni í New England Journal of Medicine hafa verið áhugaverð. Fjöldi fræðimanna, meðferðaraðila og samtaka nota tækifærið til að benda á mikilvægi hópleitarinnar. Einn höfunda greinarinnar segist myndi fara í hópleit, væri hann kona. Greinin er innlegg í umræðuna, en ákvarðanir um að leggja niður mikilvæga þjónustu má ekki taka á grundvelli hennar. Öll samanburðarlönd okkar halda áfram að leggja mikla áherslu á þennan þátt þjónustunnar.
Krabbameinsfélag Íslands býr yfir mikilli þekkingu á hópleit að krabbameinum, og er reiðubúið að miðla henni og taka þátt í umræðunni. Á næstunni munum við kynna áherslur okkar varðandi krabbameinsvarnir kvenna í hinum hefðbundna bleika októbermánuði. Hvetjum við landsmenn til að tileinka sér þá fræðslu sem við bjóðum og leggja okkur lið við árangursrík verkefni.
Skoðun

Er tantra einungis um kynlíf?
Rajan Parrikar skrifar

Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára
Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn!
Erlingur Erlingsson skrifar

Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hugleiðingar um virðismat kennara
Bergur Hauksson skrifar

Hvar stendur barnið mitt í námi?
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar

Áslaug Arna er framtíðin
Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar

Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt
Einar Ólafsson skrifar

Minna af þér og meira af öðrum
Heiða Björk Sturludóttir skrifar

Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar
Ísabella Markan skrifar

Að koma skriðdreka á Snæfellsnes
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans
Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar

Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu?
Davíð Bergmann skrifar

Skiptir hugarfarið máli?
Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar

Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Verkfærakistan er alltaf opin
Ástþór Ólafsson skrifar

Píratar til forystu
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Beðið fyrir verðbólgu
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Minni pólitík, meiri fagmennska
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Ný krydd í skuldasúpuna
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019
Heimir Örn Árnason skrifar

Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna
Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar

Er Inga Sæland Þjófur?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Kona
Anna Kristjana Helgadóttir skrifar

Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel
Gunnar H. Garðarsson skrifar

Orð skulu standa
Jón Pétur Zimsen skrifar

Dúabíllinn og kraftur sköpunar
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú
Árni Sigurðsson skrifar