Birna: Þetta er vonandi allt að smella saman hjá okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2009 15:45 Birna Valgarðsdóttir hefur skorað 14,3 stig að meðaltali í fyrstu sex umferðunum. Mynd/Stefán „Þetta er allt vonandi að smella saman hjá okkur," segir Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir en hún og félagar hennar hafa unnið tvo síðustu leiki sína í kvennakörfunni eftir fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum. Keflavík heimsækir Hauka í 7. umferð Iceland Express deildar kvenna í kvöld. „Það er komin meiri leikgleði í þetta hjá okkur og við erum líka komnar með nýjan kana. Hún er að breyta miklu fyrir okkur. Hún er mjög góð og dregur okkur með sér. Þetta er mjög öflugur leikmaður," segir Birna um Kristi Smith sem var með 21 stig í fyrsta leiknum sínum sem Keflavík vann með 27 stigum. „Við vorum í vandræðum með koma boltanum upp og það var aðalvandamálið hjá okkur og þessi hentar því betur en hin," segir Birna. Birna segir líka að það muni mikið um að fá Bryndísi Guðmundsdóttur til baka en hún er með 12,7 stig, 10.7 fráköst og 4,3 stoðsendingar í fyrstu þremur leikjum sínum. „Hún styrkir okkur þvílíkt mikið," segir Birna. Haukarnir hafa unnið fyrstu fjóra heimaleiki vetrarins í deildinni og Birna veit að það mun reyna á hennar lið á móti Íslandsmeisturunum í kvöld. „Ég held að þetta verði mjög skemmtilegur og jafn leikur. Bæði liðin þurfa að hafa fyrir þessu en ég vona að við vinnum. Það væri óskandi að fá þriðja sigurinn í röð núna en við þurfum þá að vera duglegar," segir Birna. Birna hefur spilað í gegnum meiðsli að undanförnu en segist vera öll að ná sér. „Ég reif vöðva frá rifbeininu og það blæddi inn á milli rifjanna. Það var eins og ég hafði brotnað. Ég er samt öll að koma til og það má koma við þetta núna," segir Birna sem missti ekki af neinum leik þrátt fyrir þessu leiðinlegu meiðsli. "Ég æfði ekki en píndi mig í leikina," segir Birna. Leikur Hauka og Keflavíkur hefst klukkan 19.15 á Ásvöllum í kvöld og á sama tíma tekur Snæfell á móti Hamar í Stykkishólmi og nágrannarnir Grindavík og Njarðvík mætast í Grindavík. Dominos-deild kvenna Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
„Þetta er allt vonandi að smella saman hjá okkur," segir Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir en hún og félagar hennar hafa unnið tvo síðustu leiki sína í kvennakörfunni eftir fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum. Keflavík heimsækir Hauka í 7. umferð Iceland Express deildar kvenna í kvöld. „Það er komin meiri leikgleði í þetta hjá okkur og við erum líka komnar með nýjan kana. Hún er að breyta miklu fyrir okkur. Hún er mjög góð og dregur okkur með sér. Þetta er mjög öflugur leikmaður," segir Birna um Kristi Smith sem var með 21 stig í fyrsta leiknum sínum sem Keflavík vann með 27 stigum. „Við vorum í vandræðum með koma boltanum upp og það var aðalvandamálið hjá okkur og þessi hentar því betur en hin," segir Birna. Birna segir líka að það muni mikið um að fá Bryndísi Guðmundsdóttur til baka en hún er með 12,7 stig, 10.7 fráköst og 4,3 stoðsendingar í fyrstu þremur leikjum sínum. „Hún styrkir okkur þvílíkt mikið," segir Birna. Haukarnir hafa unnið fyrstu fjóra heimaleiki vetrarins í deildinni og Birna veit að það mun reyna á hennar lið á móti Íslandsmeisturunum í kvöld. „Ég held að þetta verði mjög skemmtilegur og jafn leikur. Bæði liðin þurfa að hafa fyrir þessu en ég vona að við vinnum. Það væri óskandi að fá þriðja sigurinn í röð núna en við þurfum þá að vera duglegar," segir Birna. Birna hefur spilað í gegnum meiðsli að undanförnu en segist vera öll að ná sér. „Ég reif vöðva frá rifbeininu og það blæddi inn á milli rifjanna. Það var eins og ég hafði brotnað. Ég er samt öll að koma til og það má koma við þetta núna," segir Birna sem missti ekki af neinum leik þrátt fyrir þessu leiðinlegu meiðsli. "Ég æfði ekki en píndi mig í leikina," segir Birna. Leikur Hauka og Keflavíkur hefst klukkan 19.15 á Ásvöllum í kvöld og á sama tíma tekur Snæfell á móti Hamar í Stykkishólmi og nágrannarnir Grindavík og Njarðvík mætast í Grindavík.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira