Almenn almælt tíðindi eða grundvöllur vanhæfis? 10. júní 2009 06:00 Fyrir nokkru barst rannsóknarnefnd Alþingis umkvörtun frá Jónasi Fr. Jónssyni, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, vegna ummæla sem höfð voru eftir Sigríði Benediktsdóttur í skólablaði Yale-háskóla í samræðu við eigin nemanda. Haft er eftir Sigríði að hrunið hafi verið „afleiðing óhæfilegrar græðgi margra" og að þær stofnanir sem áttu að setja reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja og tryggja stöðugleika fjármálakerfisins hafi sýnt af sér „andvaraleysi". Jónas telur að með ummælum sínum hafi Sigríður gert sig vanhæfa til þess að sitja í rannsóknarnefndinni á grundvelli stjórnsýslulaga. Mat Jónasar byggist á 6. tölul. 3. gr. laga nr 37/2003. Þar segir að nefndarmaður sé vanhæfur ef „að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu". Í stuttu máli þykir okkur vandséð hvernig nokkur fræðimaður á sviði bankamála sem hefur tjáð sig um bankakreppur almennt geti starfað í rannsóknarnefnd Alþingis ef túlkun á hæfnisreglu stjórnsýslulaga er svo þröng að umrædd ummæli geri Sigríði vanhæfa. Við erum ekki sérfræðingar í hæfnisreglum íslenskra stjórnsýslulaga. Á hinn bóginn erum við báðir starfandi hagfræðingar í Bandaríkjunum og sérfræðingar í peningahagfræði og bankamálum, líkt og Sigríður, og teljum okkar því í aðstöðu til að leggja faglegt mat á hvort umrædd ummæli séu til þess fallin að draga óhlutdrægni hennar í efa. Við teljum afdráttarlaust að þessi ummæli gefi ekki tilefni til þess. Tvö skilyrðiTil þess að falla undir þetta ákvæði sýnist okkur ummæli Sigríðar þurfa að uppfylla að minnsta kosti tvö skilyrði. (i) Að þau beinist gegn ákveðnum stofnunum og/eða einstaklingum sem nefndin á að leiða í ljós hvort hafi gerst sek um mistök. (ii) Að ummælin bendi til einhverrar ákveðinnar niðurstöðu sem rannsóknin á að leiða í ljós en túlki ekki almennt viðhorf meðal fræðimanna á sviði bankamála. Að okkar mati uppfylla ummæli Sigríðar hvorugt þessara skilyrða. Ummæli Sigríðar benda ekki á neinn sérstakan aðila sem ábyrgan og því vandséð hvernig hægt er að túlka þau sem svo að niðurstaða nefndarinnar sé fyrirfram gefin. (i) Ummælin geta átt við umgjörð fjármálakerfisins í heiminum almennt og áhrif alþjóðlegra reglna á bankastarfsemi á Ísland, t.d. starfsemi Alþjóðagreiðslubankans eða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. (ii) Þau geta vísað til umgjarðar EES-samningsins en hann er afar ófullkominn þegar kemur að lögum um starfsemi fjármálastofnana. (Það átti þátt í því að orsaka deilu okkar við Breta sem aftur olli beitingu hryðjuverkalaga gegn Landsbankanum sem sumir vilja meina að hafi valdið falli Kaupþings). (iii) Þau geta vísað til umgjarðar eftirlits- og fjármálastarfsemi á Íslandi burtséð frá umheiminum. (iv) Þau geta vísað til laga sem samþykkt hafa verið á Alþingi. (v) Þau geta vísað til þess hvernig Fjármálaeftirlitið, fjármálaráðuneytið, viðskiptaráðuneytið og Seðlabanki Íslands framfylgdu settum lögum. (vi) Þau geta vísað til starfsemi Evrópska Seðlabankans þar sem íslenskir viðskiptabankar áttu í miklum veðlánaviðskiptum, til sænska seðlabankans er veitti Kaupþingi þrautarvaralán, eða jafnvel til bandaríska seðlabankans sem hafnaði beiðni Seðlabanka Íslands um svökölluð „swap"-lán (á sama tíma og hann veitti öðrum seðlabönkum á Norðurlöndum slík lán) og dró þannig að sumra mati úr trúverðugleika íslensks efnahagslífs. Það þarf vart að taka fram að þessi listi er ekki tæmandi, okkur sýnist ummælin svo almenns eðlis að þau geta átt við ótal aðila eða stofnanir. Þar að auki lýsa ummæli Sigríðar eingöngu almennu viðhorfi sem flestir hagfræðingar um allan heim deila ekki aðeins hvað varðar íslensku fjármálakreppuna, heldur bankakreppur í heiminum almennt (bæði nú og þær sem á undan hafa gengið). Okkur sýnist það blasa við að ef allir bankar tiltekins lands verða gjaldþrota á sama tíma bendi það til óvenju mikillar áhættusækni (græðgi). Það blasir einnig við að ef gjaldþrotið veldur öngþveiti og efnahagslegu hruni hefur umgjörð fjármála ekki verið nægjanlega góð. Fjórða stærsta gjaldþrot í hagsögu heimsinsÍslenska efnahagshrunið er af sumum talið fjórða stærsta gjaldþrot í hagsögu heimsins, á eftir gjaldþroti Lehman Brothers, ENRON og WorldCom. Okkur sýnist eina skoðunin sem Sigríður lýsir með þessum ummælum vera sú að hrun fjármálakerfis heillar þjóðar bendi til þess að umgjörð fjármála hafi ekki verið nægjanlega góð. Sú skoðun verður að teljast almenn skoðun sérfræðinga á sviði bankamála og almælt tíðindi, fremur en sérstök ályktun eða gildisdómur sem dragi hlutleysi Sigríðar í efa. Sigríður Benediktsdóttir er einstaklega vel til þess fallin að rannsaka hrun fjármálakerfisins. Hún er kennari við eina virtustu hagfræðideild heims og fyrrverandi starfsmaður Seðlabanka Bandaríkjanna. Hún er einn fremsti hagfræðingur okkar Íslendinga og hefur sérþekkingu á nákvæmlega þeim atriðum sem starf nefndarinnar snýr að mestu að. Hún er eini nefndarmaðurinn sem nýtur alþjóðlegar viðurkenningar sem fræðimaður á sviði bankamála. Aðrir nefndarmenn eru íslenskir lögfræðingar sem þiggja laun sín frá hinu opinbera og hafa ekki sérþekkingu á efnahagsmálum. Hæfileikarík konaVið Íslendingar erum fámenn þjóð. Það verður að teljast óvenjulegur happafengur að hafa fundið jafn hæfileikaríka konu í þetta starf. Ef Sigríði væri þrýst út úr nefndinni myndi það skaða starf nefndarinnar verulega. Það er einnig áleitin spurning hvaða áhrif það hefði á starfsmenn rannsóknarnefndarinnar og trúverðugleika hennar almennt ef einstakir yfirmenn væru reknir af jafn litlu tilefni eftir umkvartanir þeirra sem verið er að rannsaka. Höfundar eru hagfræðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru barst rannsóknarnefnd Alþingis umkvörtun frá Jónasi Fr. Jónssyni, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, vegna ummæla sem höfð voru eftir Sigríði Benediktsdóttur í skólablaði Yale-háskóla í samræðu við eigin nemanda. Haft er eftir Sigríði að hrunið hafi verið „afleiðing óhæfilegrar græðgi margra" og að þær stofnanir sem áttu að setja reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja og tryggja stöðugleika fjármálakerfisins hafi sýnt af sér „andvaraleysi". Jónas telur að með ummælum sínum hafi Sigríður gert sig vanhæfa til þess að sitja í rannsóknarnefndinni á grundvelli stjórnsýslulaga. Mat Jónasar byggist á 6. tölul. 3. gr. laga nr 37/2003. Þar segir að nefndarmaður sé vanhæfur ef „að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu". Í stuttu máli þykir okkur vandséð hvernig nokkur fræðimaður á sviði bankamála sem hefur tjáð sig um bankakreppur almennt geti starfað í rannsóknarnefnd Alþingis ef túlkun á hæfnisreglu stjórnsýslulaga er svo þröng að umrædd ummæli geri Sigríði vanhæfa. Við erum ekki sérfræðingar í hæfnisreglum íslenskra stjórnsýslulaga. Á hinn bóginn erum við báðir starfandi hagfræðingar í Bandaríkjunum og sérfræðingar í peningahagfræði og bankamálum, líkt og Sigríður, og teljum okkar því í aðstöðu til að leggja faglegt mat á hvort umrædd ummæli séu til þess fallin að draga óhlutdrægni hennar í efa. Við teljum afdráttarlaust að þessi ummæli gefi ekki tilefni til þess. Tvö skilyrðiTil þess að falla undir þetta ákvæði sýnist okkur ummæli Sigríðar þurfa að uppfylla að minnsta kosti tvö skilyrði. (i) Að þau beinist gegn ákveðnum stofnunum og/eða einstaklingum sem nefndin á að leiða í ljós hvort hafi gerst sek um mistök. (ii) Að ummælin bendi til einhverrar ákveðinnar niðurstöðu sem rannsóknin á að leiða í ljós en túlki ekki almennt viðhorf meðal fræðimanna á sviði bankamála. Að okkar mati uppfylla ummæli Sigríðar hvorugt þessara skilyrða. Ummæli Sigríðar benda ekki á neinn sérstakan aðila sem ábyrgan og því vandséð hvernig hægt er að túlka þau sem svo að niðurstaða nefndarinnar sé fyrirfram gefin. (i) Ummælin geta átt við umgjörð fjármálakerfisins í heiminum almennt og áhrif alþjóðlegra reglna á bankastarfsemi á Ísland, t.d. starfsemi Alþjóðagreiðslubankans eða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. (ii) Þau geta vísað til umgjarðar EES-samningsins en hann er afar ófullkominn þegar kemur að lögum um starfsemi fjármálastofnana. (Það átti þátt í því að orsaka deilu okkar við Breta sem aftur olli beitingu hryðjuverkalaga gegn Landsbankanum sem sumir vilja meina að hafi valdið falli Kaupþings). (iii) Þau geta vísað til umgjarðar eftirlits- og fjármálastarfsemi á Íslandi burtséð frá umheiminum. (iv) Þau geta vísað til laga sem samþykkt hafa verið á Alþingi. (v) Þau geta vísað til þess hvernig Fjármálaeftirlitið, fjármálaráðuneytið, viðskiptaráðuneytið og Seðlabanki Íslands framfylgdu settum lögum. (vi) Þau geta vísað til starfsemi Evrópska Seðlabankans þar sem íslenskir viðskiptabankar áttu í miklum veðlánaviðskiptum, til sænska seðlabankans er veitti Kaupþingi þrautarvaralán, eða jafnvel til bandaríska seðlabankans sem hafnaði beiðni Seðlabanka Íslands um svökölluð „swap"-lán (á sama tíma og hann veitti öðrum seðlabönkum á Norðurlöndum slík lán) og dró þannig að sumra mati úr trúverðugleika íslensks efnahagslífs. Það þarf vart að taka fram að þessi listi er ekki tæmandi, okkur sýnist ummælin svo almenns eðlis að þau geta átt við ótal aðila eða stofnanir. Þar að auki lýsa ummæli Sigríðar eingöngu almennu viðhorfi sem flestir hagfræðingar um allan heim deila ekki aðeins hvað varðar íslensku fjármálakreppuna, heldur bankakreppur í heiminum almennt (bæði nú og þær sem á undan hafa gengið). Okkur sýnist það blasa við að ef allir bankar tiltekins lands verða gjaldþrota á sama tíma bendi það til óvenju mikillar áhættusækni (græðgi). Það blasir einnig við að ef gjaldþrotið veldur öngþveiti og efnahagslegu hruni hefur umgjörð fjármála ekki verið nægjanlega góð. Fjórða stærsta gjaldþrot í hagsögu heimsinsÍslenska efnahagshrunið er af sumum talið fjórða stærsta gjaldþrot í hagsögu heimsins, á eftir gjaldþroti Lehman Brothers, ENRON og WorldCom. Okkur sýnist eina skoðunin sem Sigríður lýsir með þessum ummælum vera sú að hrun fjármálakerfis heillar þjóðar bendi til þess að umgjörð fjármála hafi ekki verið nægjanlega góð. Sú skoðun verður að teljast almenn skoðun sérfræðinga á sviði bankamála og almælt tíðindi, fremur en sérstök ályktun eða gildisdómur sem dragi hlutleysi Sigríðar í efa. Sigríður Benediktsdóttir er einstaklega vel til þess fallin að rannsaka hrun fjármálakerfisins. Hún er kennari við eina virtustu hagfræðideild heims og fyrrverandi starfsmaður Seðlabanka Bandaríkjanna. Hún er einn fremsti hagfræðingur okkar Íslendinga og hefur sérþekkingu á nákvæmlega þeim atriðum sem starf nefndarinnar snýr að mestu að. Hún er eini nefndarmaðurinn sem nýtur alþjóðlegar viðurkenningar sem fræðimaður á sviði bankamála. Aðrir nefndarmenn eru íslenskir lögfræðingar sem þiggja laun sín frá hinu opinbera og hafa ekki sérþekkingu á efnahagsmálum. Hæfileikarík konaVið Íslendingar erum fámenn þjóð. Það verður að teljast óvenjulegur happafengur að hafa fundið jafn hæfileikaríka konu í þetta starf. Ef Sigríði væri þrýst út úr nefndinni myndi það skaða starf nefndarinnar verulega. Það er einnig áleitin spurning hvaða áhrif það hefði á starfsmenn rannsóknarnefndarinnar og trúverðugleika hennar almennt ef einstakir yfirmenn væru reknir af jafn litlu tilefni eftir umkvartanir þeirra sem verið er að rannsaka. Höfundar eru hagfræðingar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun