VISA-bikar karla í kvöld - Fyrsti leikur Atla með Val Ómar Þorgeirsson skrifar 6. júlí 2009 12:00 Atli Sveinn Þórarinsson. Mynd/Vilhelm Atli Eðvaldsson stýrir Valsmönnum í sínum fyrsta leik með Hlíðarendaliðið gegn KA í VISA-bikarnum í kvöld. Valsmenn þurfa að rífa sig upp eftir neyðarlegt 0-5 tap gegn FH í Pepsi-deildinni og fróðlegt verður að sjá hvernig til tekst gegn Norðanmönnum sem eru taplausir í 1. deildinni í sumar. Atli Sveinn Þórarinsson, varnarmaður Vals og fyrrum leikmaður KA, er spenntur fyrir leiknum í kvöld. „Það er búin ein æfing með nýjum þjálfara og ég held að það séu allir tilbúnir að sanna sig fyrir honum í kvöld. Við vorum svekktir með síðasta leik okkar í deildinni gegn FH og ætluðum að vinna hann eða alla vega gera þeim lífið leitt og það var eins langt frá því að takast og hugsast getur. Þetta var bara flenging eins og hún gerist verst. Við vitum vel að við höfum ekki efni á að mæta eins í leikinn í kvöld. KA-menn eru taplausir í sumar en ég hef reyndar ekki séð nýja framherjann hjá þeim en það er nú bara þannig að munurinn á milli efstu deildar og neðri deilda er miklu minni en margir halda. Það sást bara í leikjunum í gær þar sem bæði Breiðablik og Keflavík lentu í vandræðum. Við munum pottþétt ekki verða neitt vanmat í kvöld. Við munum ekki horfa á neinar tölur og verðum bara sáttir með að komast áfram í keppninni. Eins og staðan er í dag þá er þetta eini raunhæfi möguleiki okkar á titli," segir Atli Sveinn. Á Garðsvelli taka heimamenn í Víði á móti VISA-bikarmeisturum KR. Reikna má með því að róðurinn verði erfiður fyrir Víðismenn sem hafa átt erfitt uppdráttar í sumar og eru enn án sigurs í 2. deildinni eftir níu umferðir. Þá tekur 1. deildarlið HK á móti 2. deildarliði Reynis frá Sandgerði en gestirnir eru á toppi 2. deildar og hafa unnið átta af níu leikjum sínum í deildinni í sumar. Leikur Vals og KA hefst kl. 18 en hinir leikirnir tveir kl. 19.15.Leikir kvöldsins: Valur-KA á Vodafonevellinum kl. 18 Víðir-KR á Garðsvelli kl. 19.15 HK-Reynir Sandgerði á Kópavogsvelli kl. 19.15 Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Atli Eðvaldsson stýrir Valsmönnum í sínum fyrsta leik með Hlíðarendaliðið gegn KA í VISA-bikarnum í kvöld. Valsmenn þurfa að rífa sig upp eftir neyðarlegt 0-5 tap gegn FH í Pepsi-deildinni og fróðlegt verður að sjá hvernig til tekst gegn Norðanmönnum sem eru taplausir í 1. deildinni í sumar. Atli Sveinn Þórarinsson, varnarmaður Vals og fyrrum leikmaður KA, er spenntur fyrir leiknum í kvöld. „Það er búin ein æfing með nýjum þjálfara og ég held að það séu allir tilbúnir að sanna sig fyrir honum í kvöld. Við vorum svekktir með síðasta leik okkar í deildinni gegn FH og ætluðum að vinna hann eða alla vega gera þeim lífið leitt og það var eins langt frá því að takast og hugsast getur. Þetta var bara flenging eins og hún gerist verst. Við vitum vel að við höfum ekki efni á að mæta eins í leikinn í kvöld. KA-menn eru taplausir í sumar en ég hef reyndar ekki séð nýja framherjann hjá þeim en það er nú bara þannig að munurinn á milli efstu deildar og neðri deilda er miklu minni en margir halda. Það sást bara í leikjunum í gær þar sem bæði Breiðablik og Keflavík lentu í vandræðum. Við munum pottþétt ekki verða neitt vanmat í kvöld. Við munum ekki horfa á neinar tölur og verðum bara sáttir með að komast áfram í keppninni. Eins og staðan er í dag þá er þetta eini raunhæfi möguleiki okkar á titli," segir Atli Sveinn. Á Garðsvelli taka heimamenn í Víði á móti VISA-bikarmeisturum KR. Reikna má með því að róðurinn verði erfiður fyrir Víðismenn sem hafa átt erfitt uppdráttar í sumar og eru enn án sigurs í 2. deildinni eftir níu umferðir. Þá tekur 1. deildarlið HK á móti 2. deildarliði Reynis frá Sandgerði en gestirnir eru á toppi 2. deildar og hafa unnið átta af níu leikjum sínum í deildinni í sumar. Leikur Vals og KA hefst kl. 18 en hinir leikirnir tveir kl. 19.15.Leikir kvöldsins: Valur-KA á Vodafonevellinum kl. 18 Víðir-KR á Garðsvelli kl. 19.15 HK-Reynir Sandgerði á Kópavogsvelli kl. 19.15
Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn