VISA-bikar karla í kvöld - Fyrsti leikur Atla með Val Ómar Þorgeirsson skrifar 6. júlí 2009 12:00 Atli Sveinn Þórarinsson. Mynd/Vilhelm Atli Eðvaldsson stýrir Valsmönnum í sínum fyrsta leik með Hlíðarendaliðið gegn KA í VISA-bikarnum í kvöld. Valsmenn þurfa að rífa sig upp eftir neyðarlegt 0-5 tap gegn FH í Pepsi-deildinni og fróðlegt verður að sjá hvernig til tekst gegn Norðanmönnum sem eru taplausir í 1. deildinni í sumar. Atli Sveinn Þórarinsson, varnarmaður Vals og fyrrum leikmaður KA, er spenntur fyrir leiknum í kvöld. „Það er búin ein æfing með nýjum þjálfara og ég held að það séu allir tilbúnir að sanna sig fyrir honum í kvöld. Við vorum svekktir með síðasta leik okkar í deildinni gegn FH og ætluðum að vinna hann eða alla vega gera þeim lífið leitt og það var eins langt frá því að takast og hugsast getur. Þetta var bara flenging eins og hún gerist verst. Við vitum vel að við höfum ekki efni á að mæta eins í leikinn í kvöld. KA-menn eru taplausir í sumar en ég hef reyndar ekki séð nýja framherjann hjá þeim en það er nú bara þannig að munurinn á milli efstu deildar og neðri deilda er miklu minni en margir halda. Það sást bara í leikjunum í gær þar sem bæði Breiðablik og Keflavík lentu í vandræðum. Við munum pottþétt ekki verða neitt vanmat í kvöld. Við munum ekki horfa á neinar tölur og verðum bara sáttir með að komast áfram í keppninni. Eins og staðan er í dag þá er þetta eini raunhæfi möguleiki okkar á titli," segir Atli Sveinn. Á Garðsvelli taka heimamenn í Víði á móti VISA-bikarmeisturum KR. Reikna má með því að róðurinn verði erfiður fyrir Víðismenn sem hafa átt erfitt uppdráttar í sumar og eru enn án sigurs í 2. deildinni eftir níu umferðir. Þá tekur 1. deildarlið HK á móti 2. deildarliði Reynis frá Sandgerði en gestirnir eru á toppi 2. deildar og hafa unnið átta af níu leikjum sínum í deildinni í sumar. Leikur Vals og KA hefst kl. 18 en hinir leikirnir tveir kl. 19.15.Leikir kvöldsins: Valur-KA á Vodafonevellinum kl. 18 Víðir-KR á Garðsvelli kl. 19.15 HK-Reynir Sandgerði á Kópavogsvelli kl. 19.15 Íslenski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Atli Eðvaldsson stýrir Valsmönnum í sínum fyrsta leik með Hlíðarendaliðið gegn KA í VISA-bikarnum í kvöld. Valsmenn þurfa að rífa sig upp eftir neyðarlegt 0-5 tap gegn FH í Pepsi-deildinni og fróðlegt verður að sjá hvernig til tekst gegn Norðanmönnum sem eru taplausir í 1. deildinni í sumar. Atli Sveinn Þórarinsson, varnarmaður Vals og fyrrum leikmaður KA, er spenntur fyrir leiknum í kvöld. „Það er búin ein æfing með nýjum þjálfara og ég held að það séu allir tilbúnir að sanna sig fyrir honum í kvöld. Við vorum svekktir með síðasta leik okkar í deildinni gegn FH og ætluðum að vinna hann eða alla vega gera þeim lífið leitt og það var eins langt frá því að takast og hugsast getur. Þetta var bara flenging eins og hún gerist verst. Við vitum vel að við höfum ekki efni á að mæta eins í leikinn í kvöld. KA-menn eru taplausir í sumar en ég hef reyndar ekki séð nýja framherjann hjá þeim en það er nú bara þannig að munurinn á milli efstu deildar og neðri deilda er miklu minni en margir halda. Það sást bara í leikjunum í gær þar sem bæði Breiðablik og Keflavík lentu í vandræðum. Við munum pottþétt ekki verða neitt vanmat í kvöld. Við munum ekki horfa á neinar tölur og verðum bara sáttir með að komast áfram í keppninni. Eins og staðan er í dag þá er þetta eini raunhæfi möguleiki okkar á titli," segir Atli Sveinn. Á Garðsvelli taka heimamenn í Víði á móti VISA-bikarmeisturum KR. Reikna má með því að róðurinn verði erfiður fyrir Víðismenn sem hafa átt erfitt uppdráttar í sumar og eru enn án sigurs í 2. deildinni eftir níu umferðir. Þá tekur 1. deildarlið HK á móti 2. deildarliði Reynis frá Sandgerði en gestirnir eru á toppi 2. deildar og hafa unnið átta af níu leikjum sínum í deildinni í sumar. Leikur Vals og KA hefst kl. 18 en hinir leikirnir tveir kl. 19.15.Leikir kvöldsins: Valur-KA á Vodafonevellinum kl. 18 Víðir-KR á Garðsvelli kl. 19.15 HK-Reynir Sandgerði á Kópavogsvelli kl. 19.15
Íslenski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira