Að byggja brú 14. desember 2008 06:00 Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar um Evrópumál Brýr eru stórkostleg uppfinning. Þær tengja saman lönd og landsvæði á snilldarlegan hátt. Brúin yfir Skeiðarársand er gott dæmi hérlendis, sem og Borgarfjarðarbrúin, en hún er gott dæmi um vel heppnaða fjárfestingu í samgöngum. Niðurstaðan er kannski í stuttu máli sú að brýr skapa möguleika. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía (úr flokki hægrimanna, Moderaterna) er duglegur bloggari og notandi nútíma samskiptatækni. Á bloggi hans fær lesandinn sjaldséða innsýn í heim háttsetts stjórnmálamanns, Evrópu- og alþjóðasinna. Í einni af nýlegri færslum sínum skrifar hann um brúna yfir Eyrarsund, á milli Danmerkur og Svíþjóðar. Hann var frá upphafi fylgismaður hennar, en það voru ekki allir. Olof Johansson, ráðherra umhverfismála (og formaður sænska Miðflokksins), var á móti brúarsmíðinni og vildi meðal annars rannsaka betur umhverfisáhrif hennar. Alþjóðleg nefnd sérfræðinga hafði þó komist að þeirri niðurstöðu að brúin væri ekki hættuleg umhverfinu. Olof var hins vegar ósáttur og sagði af sér árið 1994 vegna málsins. Þetta gerðist einmitt á þeim tíma þegar Svíar voru að klára aðildarviðræður við ESB, en landið gekk í sambandið 1. janúar 1995. Nú er brúin hins vegar staðreynd, var formlega vígð árið 2000. Allir eru sammála um að um stórkostlega framför sé að ræða. Brúin hefur búið til nýtt atvinnusvæði og tækifæri sem áður voru ekki til eða að mörgu leyti takmörkuð. Danmörk og Svíþjóð eru nú tengd varanlega með brúnni og hefur þetta skapað mikil tækifæri fyrir báðar þjóðirnar. Það má segja að EES-samningurinn hafi verið eins konar „brú“ okkar Íslendinga inn í Evrópu og Evrópusambandið (ESB) á sínum tíma. Hann veitti okkur tækifæri sem ekki höfðu áður þekkst. Um 80% af útflutningi okkar fer til ESB og þaðan koma 70% þess sem við flytjum inn. Svo náin eru viðskiptaleg tengsl okkar við Evrópu. En þessi brú er nú byrjuð að eldast og á henni eru að margra mati vankantar. Þó held ég að það sé enginn á því að rífa hana niður. Þarf ekki bara að bæta við hana og gera hana betri? Með fullri aðild að ESB tel ég að Ísland myndi eignast fyrir alvöru þá „brú“ sem landið þarf á að halda til framtíðar. Vera heilshugar þátttakandi í samstarfi 27 fullvalda og sjálfstæðra ríkja, sem í raun berjast fyrir framförum á flestum sviðum mannlífsins og hafa ákveðið að taka sameiginlega á þeim vandamálum sem augljóslega þarf að glíma við í framtíðinni. Íslendingar eru Evrópubúar og tilheyra Evrópu, bæði landfræðilega og menningarlega, en ekki síst stjórnmálalega. Við höfum frá upphafi haft samskipti við aðrar þjóðir. Þannig hefur það verið og þannig mun það verða. Nú er kannski komið að því að ákveða hvert við viljum stefna sem þjóð í þessum efnum. Sá á kvölina sem á völina. En til þess að hægt verði að taka upplýsta ákvörðun þarf þjóðin upplýsingu. Þar komum við að hlutverki stjórnvalda, hagsmunasamtaka og kannski almennings sjálfs. Upplýsingarnar eru þarna úti; í dagblöðum, bókum, tímaritum, internetinu svo eitthvað sé nefnt. Íslenska þjóðin getur, rétt eins og aðrar þjóðir, vegið og metið þetta brýna hagsmunamál. Höfundur er stjórnmálafræðingur og situr í stjórn Evrópusamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar um Evrópumál Brýr eru stórkostleg uppfinning. Þær tengja saman lönd og landsvæði á snilldarlegan hátt. Brúin yfir Skeiðarársand er gott dæmi hérlendis, sem og Borgarfjarðarbrúin, en hún er gott dæmi um vel heppnaða fjárfestingu í samgöngum. Niðurstaðan er kannski í stuttu máli sú að brýr skapa möguleika. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía (úr flokki hægrimanna, Moderaterna) er duglegur bloggari og notandi nútíma samskiptatækni. Á bloggi hans fær lesandinn sjaldséða innsýn í heim háttsetts stjórnmálamanns, Evrópu- og alþjóðasinna. Í einni af nýlegri færslum sínum skrifar hann um brúna yfir Eyrarsund, á milli Danmerkur og Svíþjóðar. Hann var frá upphafi fylgismaður hennar, en það voru ekki allir. Olof Johansson, ráðherra umhverfismála (og formaður sænska Miðflokksins), var á móti brúarsmíðinni og vildi meðal annars rannsaka betur umhverfisáhrif hennar. Alþjóðleg nefnd sérfræðinga hafði þó komist að þeirri niðurstöðu að brúin væri ekki hættuleg umhverfinu. Olof var hins vegar ósáttur og sagði af sér árið 1994 vegna málsins. Þetta gerðist einmitt á þeim tíma þegar Svíar voru að klára aðildarviðræður við ESB, en landið gekk í sambandið 1. janúar 1995. Nú er brúin hins vegar staðreynd, var formlega vígð árið 2000. Allir eru sammála um að um stórkostlega framför sé að ræða. Brúin hefur búið til nýtt atvinnusvæði og tækifæri sem áður voru ekki til eða að mörgu leyti takmörkuð. Danmörk og Svíþjóð eru nú tengd varanlega með brúnni og hefur þetta skapað mikil tækifæri fyrir báðar þjóðirnar. Það má segja að EES-samningurinn hafi verið eins konar „brú“ okkar Íslendinga inn í Evrópu og Evrópusambandið (ESB) á sínum tíma. Hann veitti okkur tækifæri sem ekki höfðu áður þekkst. Um 80% af útflutningi okkar fer til ESB og þaðan koma 70% þess sem við flytjum inn. Svo náin eru viðskiptaleg tengsl okkar við Evrópu. En þessi brú er nú byrjuð að eldast og á henni eru að margra mati vankantar. Þó held ég að það sé enginn á því að rífa hana niður. Þarf ekki bara að bæta við hana og gera hana betri? Með fullri aðild að ESB tel ég að Ísland myndi eignast fyrir alvöru þá „brú“ sem landið þarf á að halda til framtíðar. Vera heilshugar þátttakandi í samstarfi 27 fullvalda og sjálfstæðra ríkja, sem í raun berjast fyrir framförum á flestum sviðum mannlífsins og hafa ákveðið að taka sameiginlega á þeim vandamálum sem augljóslega þarf að glíma við í framtíðinni. Íslendingar eru Evrópubúar og tilheyra Evrópu, bæði landfræðilega og menningarlega, en ekki síst stjórnmálalega. Við höfum frá upphafi haft samskipti við aðrar þjóðir. Þannig hefur það verið og þannig mun það verða. Nú er kannski komið að því að ákveða hvert við viljum stefna sem þjóð í þessum efnum. Sá á kvölina sem á völina. En til þess að hægt verði að taka upplýsta ákvörðun þarf þjóðin upplýsingu. Þar komum við að hlutverki stjórnvalda, hagsmunasamtaka og kannski almennings sjálfs. Upplýsingarnar eru þarna úti; í dagblöðum, bókum, tímaritum, internetinu svo eitthvað sé nefnt. Íslenska þjóðin getur, rétt eins og aðrar þjóðir, vegið og metið þetta brýna hagsmunamál. Höfundur er stjórnmálafræðingur og situr í stjórn Evrópusamtakanna.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun