Taugaveiklun í utanríkisráðuneytinu Steingrímur J. Sigfússon skrifar 17. maí 2008 00:01 Spjall mitt við Heimi Má Pétursson í Hádegisviðtali á Stöð 2 mánudaginn 5. maí hefur greinilega valdið umtalsverðum taugatitringi í utanríkisráðuneytinu. Í Fréttablaðinu 10. maí ryðst aðstoðarmaður utanríkisráðherra fram á ritvöllinn og beitir harla óvenjulegum aðferðum í pólitískri rökræðu, ef hægt er þá að gefa skrifum hennar slíkt nafn. Í grein Kristrúnar Heimisdóttur er minn málflutningur ekki afgreiddur þannig að ég hafi haldið þar fram illa rökstuddum eða fráleitum sjónarmiðum, ég hafi rangt fyrir mér eða að ég hafi misskilið eitt eða annað. Nei, þess í stað er ósköp einfaldlega sagt að ég hafi logið 5 sinnum á jafn mörgum mínútum, sbr. fyrirsögn greinarinnar „5 sinnum ósatt á 5 mínútum". Minna má nú gagn gera. Þegar betur er að gáð er þó engin efnisleg staðreynd eða fullyrðing mín hrakin til að undirbyggja og sanna þessa sveru fullyrðingu. Ég stend við hvert orð sem ég þarna sagði og renn skammt undan með mínar skoðanir þó svona skeyti berist úr herbúðum Samfylkingarinnar. Við höfum bersýnilega ólík viðhorf til utanríkis-, friðar- og afvopnunarmála, ég, utanríkisráðherra og aðstoðarmanneskja hennar. Það sem veldur þessari hrottalegu taugaveiklun í utanríkisráðuneytinu er að ég er ósammála þeirri miklu áherslu á þátttöku í NATO og stórfelldum útgjöldum til hernaðartengdra verkefna sem utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, beitir sér fyrir. Þeirri stefnu hef ég gefið nafnið „NATO-væðing". Útgjöld upp á milljarða króna í þarflaust vígbúnaðarbrölt er greinilega hafið yfir gagnrýni að mati Samfylkingarforustunnar. Ég hirði ekki að eiga orðastað við flokkspólitísku deildina í utanríkisráðuneytinu, eins og hún sé handhafi hins eina og endanlega sannleika. Ef umræðan á að vera á þeim forsendum að allir sem ekki eru sammála núverandi utanríkisráðherra og aðstoðarmanneskju hennar segi barasta ósatt, séu að ljúga, þá er málstaður þeirra ekki beysinn og þær ekki öfundsverðar af honum. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Skoðun Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Spjall mitt við Heimi Má Pétursson í Hádegisviðtali á Stöð 2 mánudaginn 5. maí hefur greinilega valdið umtalsverðum taugatitringi í utanríkisráðuneytinu. Í Fréttablaðinu 10. maí ryðst aðstoðarmaður utanríkisráðherra fram á ritvöllinn og beitir harla óvenjulegum aðferðum í pólitískri rökræðu, ef hægt er þá að gefa skrifum hennar slíkt nafn. Í grein Kristrúnar Heimisdóttur er minn málflutningur ekki afgreiddur þannig að ég hafi haldið þar fram illa rökstuddum eða fráleitum sjónarmiðum, ég hafi rangt fyrir mér eða að ég hafi misskilið eitt eða annað. Nei, þess í stað er ósköp einfaldlega sagt að ég hafi logið 5 sinnum á jafn mörgum mínútum, sbr. fyrirsögn greinarinnar „5 sinnum ósatt á 5 mínútum". Minna má nú gagn gera. Þegar betur er að gáð er þó engin efnisleg staðreynd eða fullyrðing mín hrakin til að undirbyggja og sanna þessa sveru fullyrðingu. Ég stend við hvert orð sem ég þarna sagði og renn skammt undan með mínar skoðanir þó svona skeyti berist úr herbúðum Samfylkingarinnar. Við höfum bersýnilega ólík viðhorf til utanríkis-, friðar- og afvopnunarmála, ég, utanríkisráðherra og aðstoðarmanneskja hennar. Það sem veldur þessari hrottalegu taugaveiklun í utanríkisráðuneytinu er að ég er ósammála þeirri miklu áherslu á þátttöku í NATO og stórfelldum útgjöldum til hernaðartengdra verkefna sem utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, beitir sér fyrir. Þeirri stefnu hef ég gefið nafnið „NATO-væðing". Útgjöld upp á milljarða króna í þarflaust vígbúnaðarbrölt er greinilega hafið yfir gagnrýni að mati Samfylkingarforustunnar. Ég hirði ekki að eiga orðastað við flokkspólitísku deildina í utanríkisráðuneytinu, eins og hún sé handhafi hins eina og endanlega sannleika. Ef umræðan á að vera á þeim forsendum að allir sem ekki eru sammála núverandi utanríkisráðherra og aðstoðarmanneskju hennar segi barasta ósatt, séu að ljúga, þá er málstaður þeirra ekki beysinn og þær ekki öfundsverðar af honum. Höfundur er formaður Vinstri grænna.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar