Kaninn hjá Snæfelli bað um að fá að fara heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2008 14:43 Detra Ashley, fyrrum leikmaður Snæfells. Mynd/Heimasíða KKÍ Detra Ashley, bandaríski framherjinn hjá nýliðum Snæfells í Iceland Express deild kvenna, mun leika sinn síðasta leik með liðinu gegn Grindavík í kvöld. Ashley er á leiðinni heima að eigin ósk en það hefur ekki heldur ekki verið alltof mikil ánægja með hana í Hólminum í vetur. „Við erum að leysa hana undan samningi en við vorum mjög heppin með það að bað um að fá að fara. Við þurftum því ekki að segja henni upp og þurfum því ekki að borga henni áfram laun. Við hefðum annars ekki sagt henni upp," sagði Högni Högnason, þjálfari Snæfells en Detra Ashley er efst í deildinni í fráköstum með 14,8 í leik. Ashley hefur einnig skorað 16,2 stig að meðaltali en er aðeins með 31,3 prósent skotnýtingu sem hefur ekki hjálpað ungu og óhörðnuðu liði Snæfells. Ashley hefur sem dæmi klikkað á 13,5 skotum að meðaltali í leik þrátt fyrir að taka flest þeirra í kringum körfuna. Högni viðurkennir alveg að hafa ekki verið ánægður með Ashley. „Hún tekur ekki ábyrgð og var alltaf fyrsti leikmaðurinn til að gefast upp. Við hefðum þurft leikmann sem hefði rifið upp hinar stelpurnar í liðinu," segir Högni sem ætlar að byrja með Ashley á bekknum á móti Grindavík í kvöld en býst þó við að hún spili eitthvað. Snæfellsliðið tapaði botnslagnum á móti Fjölni á mánudagskvöldið og er eina lið deildarinnar án sigurs. Högni segir samt ekki vera að leita að nýjum erlendum leikmanni til þess að fylla í skarð Detru. „Það er ekki að koma nýr leikmaður að svo stöddu. Við ætlum allavega að spila útlendingalausar eitthvað fram í janúar," segir Högni sem er með mjög ungt lið enda var Ashley aðeins annar tveggja leikmanna liðsins sem er fædd á níunda áratugnum. Restin af liðinu eru stelpur fæddar eftir 1990.Tölfræði Detru Ashley í Iceland Express deild kvenna 2008/09: Mínútur í leik: 35,7 Stig í leik: 16,2 Fráköst í leik: 14,8 Stoðsendingar í leik: 2,0 Stolnir boltar í leik: 3,8 Skotnýting: 31,3% (118/37) 3ja stiga skotnýting: 20,0% (25/5) Vítanýting: 66,7% (27/18) Framlag í leik: 18,7 Dominos-deild kvenna Mest lesið Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Detra Ashley, bandaríski framherjinn hjá nýliðum Snæfells í Iceland Express deild kvenna, mun leika sinn síðasta leik með liðinu gegn Grindavík í kvöld. Ashley er á leiðinni heima að eigin ósk en það hefur ekki heldur ekki verið alltof mikil ánægja með hana í Hólminum í vetur. „Við erum að leysa hana undan samningi en við vorum mjög heppin með það að bað um að fá að fara. Við þurftum því ekki að segja henni upp og þurfum því ekki að borga henni áfram laun. Við hefðum annars ekki sagt henni upp," sagði Högni Högnason, þjálfari Snæfells en Detra Ashley er efst í deildinni í fráköstum með 14,8 í leik. Ashley hefur einnig skorað 16,2 stig að meðaltali en er aðeins með 31,3 prósent skotnýtingu sem hefur ekki hjálpað ungu og óhörðnuðu liði Snæfells. Ashley hefur sem dæmi klikkað á 13,5 skotum að meðaltali í leik þrátt fyrir að taka flest þeirra í kringum körfuna. Högni viðurkennir alveg að hafa ekki verið ánægður með Ashley. „Hún tekur ekki ábyrgð og var alltaf fyrsti leikmaðurinn til að gefast upp. Við hefðum þurft leikmann sem hefði rifið upp hinar stelpurnar í liðinu," segir Högni sem ætlar að byrja með Ashley á bekknum á móti Grindavík í kvöld en býst þó við að hún spili eitthvað. Snæfellsliðið tapaði botnslagnum á móti Fjölni á mánudagskvöldið og er eina lið deildarinnar án sigurs. Högni segir samt ekki vera að leita að nýjum erlendum leikmanni til þess að fylla í skarð Detru. „Það er ekki að koma nýr leikmaður að svo stöddu. Við ætlum allavega að spila útlendingalausar eitthvað fram í janúar," segir Högni sem er með mjög ungt lið enda var Ashley aðeins annar tveggja leikmanna liðsins sem er fædd á níunda áratugnum. Restin af liðinu eru stelpur fæddar eftir 1990.Tölfræði Detru Ashley í Iceland Express deild kvenna 2008/09: Mínútur í leik: 35,7 Stig í leik: 16,2 Fráköst í leik: 14,8 Stoðsendingar í leik: 2,0 Stolnir boltar í leik: 3,8 Skotnýting: 31,3% (118/37) 3ja stiga skotnýting: 20,0% (25/5) Vítanýting: 66,7% (27/18) Framlag í leik: 18,7
Dominos-deild kvenna Mest lesið Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira