San Antonio - Toronto beint á Sýn í nótt

Leikur San Antonio Spurs og Toronto Raptors í NBA deildinni verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 01:30 í nótt. Meistarar San Antonio hafa farið mjög vel af stað á leiktíðinni þrátt fyrir meiðsli lykilmanna, en Toronto reynir í kvöld að afstýra þriðja tapi sínu í röð á erfiðu sjö leikja ferðalagi sínu yfir jólin.