Ginobili sá um Dallas - Iverson skoraði 51 stig 6. desember 2007 10:00 Manu Ginobili átti skínandi leik fyrir San Antonio gegn Dallas í nótt NordicPhotos/GettyImages Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Argentínumaðurinn Manu Ginobili fór mikinn í fjarveru Tim Duncan þegar San Antonio lagði Dallas á heimavelli 97-95. Ginobili var í byrjunarliði San Antonio í fyrsta skipti í vetur og skoraði 37 stig þrátt fyrir að vera meiddur á fingri. Hann skoraði 16 stig í þriðja leikhlutanum og lagði grunnin að góðum spretti heimamanna, sem höfðu verið 10 stigum undir í fyrri hálfleiknum. Josh Howard skoraði 22 stig fyrir Dallas. Boston átti góðan endasprett gegn Philadelphia á útivelli og sigraði 113-103. Kevin Garnett skoraði 22 stig fyrir Boston en Andre Miller skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir heimamenn. Cleveland mátti þola enn einn skellinn án LeBron James og tapaði í nótt 105-86 fyrir Washington. Caron Butler skoraði 27 stig fyrir Washington en þrír leikmenn skoruðu mest 13 stig hjá Clevleand. Phoenix lagði Toronto á útivelli í miklum skoraleik þar sem Leandro Barbosa skoraði 37 stig fyrir Phoenix og Steve Nash gaf 18 stoðsendingar. T.J. Ford spilaði með Toronto á ný eftir meiðsli og skoraði 27 stig. Chicago var undir allan leikinn gegn Charlotte en vann fjórða leikhlutann 38-22 og tryggði sér 91-82 sigur. Luol Deng skoraði 30 stig fyrir Chicago en Gerald Wallace var með 22 stig hjá Charlotte. New York lagði New Jersey 100-93 á útivelli þar sem Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York en Richard Jefferson 31 fyrir New Jersey. Jason Kidd missti af leiknum hjá heimamönnum og sömu sögu var að segja af þeim Stephon Marbury og Eddy Curry hjá New York. Detroit lagði New Orleans á útivelli 91-76. Rip Hamilton skoraði 21 stig fyrir Detroit en Peja Stojakovic skoraði 19 stig fyrir New Orleans og Tyson Chandler hirti 22 fráköst. Houston lagði Memphis á útvivelli 105-92 þar sem Pau Gasol skoraði 263stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis, en Yao Ming skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston, Bonzi Wells skoraði 24 stig og Tracy McGrady var með þrennu - 17 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst. LA Lakers vann góðan útisigur á Denver 111-107 þrátt fyrir 51 stig frá Allen Iverson og 20 fráköst frá Marcus Camby. Kobe Bryant var allt í öllu hjá Lakers á lokasprettinum þrátt fyrir magakveisu og skoraði 25 stig. Golden State burstaði Milwaukee á heimavelli 120-90. Baron Davis og Stephen Jackson skoruðu 20 stig fyrir heimamenn en Michael Redd var með 24 stig hjá Milwaukee. Loks tapaði LA Clippers sjöunda leiknum í röð þegar liðið lá fyrir Seattle á útivelli 95-77 og var það aðeins fjórði sigur Seattle í vetur. Corey Maggette skoraði 23 stig fyrir gestina en Kevin Durant skoraði 181 stig fyrir heimamenn og Nick Collison skoraði 18 stig og hirti 17 fráköst af bekknum. Staðan í NBA deildinni. NBA Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Argentínumaðurinn Manu Ginobili fór mikinn í fjarveru Tim Duncan þegar San Antonio lagði Dallas á heimavelli 97-95. Ginobili var í byrjunarliði San Antonio í fyrsta skipti í vetur og skoraði 37 stig þrátt fyrir að vera meiddur á fingri. Hann skoraði 16 stig í þriðja leikhlutanum og lagði grunnin að góðum spretti heimamanna, sem höfðu verið 10 stigum undir í fyrri hálfleiknum. Josh Howard skoraði 22 stig fyrir Dallas. Boston átti góðan endasprett gegn Philadelphia á útivelli og sigraði 113-103. Kevin Garnett skoraði 22 stig fyrir Boston en Andre Miller skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir heimamenn. Cleveland mátti þola enn einn skellinn án LeBron James og tapaði í nótt 105-86 fyrir Washington. Caron Butler skoraði 27 stig fyrir Washington en þrír leikmenn skoruðu mest 13 stig hjá Clevleand. Phoenix lagði Toronto á útivelli í miklum skoraleik þar sem Leandro Barbosa skoraði 37 stig fyrir Phoenix og Steve Nash gaf 18 stoðsendingar. T.J. Ford spilaði með Toronto á ný eftir meiðsli og skoraði 27 stig. Chicago var undir allan leikinn gegn Charlotte en vann fjórða leikhlutann 38-22 og tryggði sér 91-82 sigur. Luol Deng skoraði 30 stig fyrir Chicago en Gerald Wallace var með 22 stig hjá Charlotte. New York lagði New Jersey 100-93 á útivelli þar sem Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York en Richard Jefferson 31 fyrir New Jersey. Jason Kidd missti af leiknum hjá heimamönnum og sömu sögu var að segja af þeim Stephon Marbury og Eddy Curry hjá New York. Detroit lagði New Orleans á útivelli 91-76. Rip Hamilton skoraði 21 stig fyrir Detroit en Peja Stojakovic skoraði 19 stig fyrir New Orleans og Tyson Chandler hirti 22 fráköst. Houston lagði Memphis á útvivelli 105-92 þar sem Pau Gasol skoraði 263stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis, en Yao Ming skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston, Bonzi Wells skoraði 24 stig og Tracy McGrady var með þrennu - 17 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst. LA Lakers vann góðan útisigur á Denver 111-107 þrátt fyrir 51 stig frá Allen Iverson og 20 fráköst frá Marcus Camby. Kobe Bryant var allt í öllu hjá Lakers á lokasprettinum þrátt fyrir magakveisu og skoraði 25 stig. Golden State burstaði Milwaukee á heimavelli 120-90. Baron Davis og Stephen Jackson skoruðu 20 stig fyrir heimamenn en Michael Redd var með 24 stig hjá Milwaukee. Loks tapaði LA Clippers sjöunda leiknum í röð þegar liðið lá fyrir Seattle á útivelli 95-77 og var það aðeins fjórði sigur Seattle í vetur. Corey Maggette skoraði 23 stig fyrir gestina en Kevin Durant skoraði 181 stig fyrir heimamenn og Nick Collison skoraði 18 stig og hirti 17 fráköst af bekknum. Staðan í NBA deildinni.
NBA Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira