NBA í nótt: Ellis batt enda á sigurgöngu Phoenix Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. nóvember 2007 09:18 Monta Ellis fór á kostum í nótt með Golden State. Hér kemur Steve Nash engum vörnum við. Nordic Photos / Getty Images Monta Ellis gerði sér lítið fyrir og skoraði fimmtán stig í röð undir lok leiks Golden State og Phoenix og tryggði þar með fyrrnefnda liðinu sigur í leiknum, 129-114. Phoenix hafði unnið síðustu átta leiki sína í röð en Golden State fór gríðarlega mikinn í fyrri hálfleik og skoraði þá 72 stig gegn 63 hjá Phoenix. Golden State skoraði til að mynda 45 stig í fyrsta leikhluta og lagði þar með grunninn að sigri liðsins. Phoenix náði aldrei að jafna leikinn eftir þetta og sigur Golden State var nokkuð öruggur. Phoenix náði reyndar að minnka muninn í níu stig þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum en þá tók Ellis til sinna mála. Ellis skoraði 31 stig í eliknum en Stephen Jackson var stigahæstur hjá Golden State með 32 stig. Baron Davis var með 28 stig og tíu fráköst. Hjá Phoenix var Steve Nash stigahæstur með 23 stig og þrettán stoðsendingar og Shawn Marion var með tíu stig og fjórtán fráköst. San Antonio Spurs töpuðu einnig í nótt eftir fimm sigurleiki í röð. Það var Sacramento Kings sem batt enda á sigurgöngu liðsins með góðum sigri, 112-99. Beno Udrih var með 27 stig í leiknum en stigahæstur hjá Spurs var Tim Duncan með fimmtán stig. Þá tapaði enn eina stórveldið, Dallas Mavericks, sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Washington Wizards, 110-98. Caron Butler var með 35 stig fyrir Washington og Antawn Jamison 27. Dirk Nowitzky var með 31 stig fyrir Dallas. Stephon Marbury fór á kostum þegar New York Knicks vann Utah Jazz í nótt, 103-109. Hann skoraði 28 stig og Zach Randolph var með 25 stig og fjórtán fráköst. Hjá Utah var Carlos Boozer stigahæstur með 30 stig. Minnesota Timberwolves vann aðeins sinn annan sigur á tímabilinu er liðið vann New Orleans Hornets, 103-94. Marko Jaric var með 21 stig fyrir Minnesota og Sebastian Telfair 20. Chris Paul var með 31 stig hjá New Orleans. Að síðustu skoraði Tracy McGrady 36 stig fyrir Houston sem vann LA Clippers, 88-71, á útivelli. McGrady skoraði nítján stig í fjórða leikhluta en Yao Ming var næst stigahæstur með fjórtán stig. NBA Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Handbolti Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Fótbolti „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Sport Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn Körfubolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjör og viðtöl: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjör og viðtöl: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira
Monta Ellis gerði sér lítið fyrir og skoraði fimmtán stig í röð undir lok leiks Golden State og Phoenix og tryggði þar með fyrrnefnda liðinu sigur í leiknum, 129-114. Phoenix hafði unnið síðustu átta leiki sína í röð en Golden State fór gríðarlega mikinn í fyrri hálfleik og skoraði þá 72 stig gegn 63 hjá Phoenix. Golden State skoraði til að mynda 45 stig í fyrsta leikhluta og lagði þar með grunninn að sigri liðsins. Phoenix náði aldrei að jafna leikinn eftir þetta og sigur Golden State var nokkuð öruggur. Phoenix náði reyndar að minnka muninn í níu stig þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum en þá tók Ellis til sinna mála. Ellis skoraði 31 stig í eliknum en Stephen Jackson var stigahæstur hjá Golden State með 32 stig. Baron Davis var með 28 stig og tíu fráköst. Hjá Phoenix var Steve Nash stigahæstur með 23 stig og þrettán stoðsendingar og Shawn Marion var með tíu stig og fjórtán fráköst. San Antonio Spurs töpuðu einnig í nótt eftir fimm sigurleiki í röð. Það var Sacramento Kings sem batt enda á sigurgöngu liðsins með góðum sigri, 112-99. Beno Udrih var með 27 stig í leiknum en stigahæstur hjá Spurs var Tim Duncan með fimmtán stig. Þá tapaði enn eina stórveldið, Dallas Mavericks, sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Washington Wizards, 110-98. Caron Butler var með 35 stig fyrir Washington og Antawn Jamison 27. Dirk Nowitzky var með 31 stig fyrir Dallas. Stephon Marbury fór á kostum þegar New York Knicks vann Utah Jazz í nótt, 103-109. Hann skoraði 28 stig og Zach Randolph var með 25 stig og fjórtán fráköst. Hjá Utah var Carlos Boozer stigahæstur með 30 stig. Minnesota Timberwolves vann aðeins sinn annan sigur á tímabilinu er liðið vann New Orleans Hornets, 103-94. Marko Jaric var með 21 stig fyrir Minnesota og Sebastian Telfair 20. Chris Paul var með 31 stig hjá New Orleans. Að síðustu skoraði Tracy McGrady 36 stig fyrir Houston sem vann LA Clippers, 88-71, á útivelli. McGrady skoraði nítján stig í fjórða leikhluta en Yao Ming var næst stigahæstur með fjórtán stig.
NBA Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Handbolti Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Fótbolti „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Sport Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn Körfubolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjör og viðtöl: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjör og viðtöl: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira