Ríkisstjórnin hélt naumlega velli 13. maí 2007 19:35 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélt naumlega velli í þingkosningunum í gær og hefur nú samtals þrjátíu og tvo þingmenn gegn þrjátíuogeinum þingmanni stjórnarandstöðu. Framsóknarflokkurinn beið versta ósigur í níutíu ára sögu flokksins, tapaði fimm af tólf þingsætum, en stærstu sigurvegarar kosninganna teljast Vinstri grænir, sem bættu við sig fjórum þingsætum, og Sjálfstæðisflokkur, sem bætti við sig þremur þingsætum. Geir H. Haarde forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins var ákaft fagnað þegar hann mætti á kosningavöku stuðningsmanna sinna í nótt enda hafði flokkurinn styrkst stöðu sína sem stærsti flokkur landsins og bætt við sig fylgi þrátt fyrir sextán ára samfellda stjórnarsetu. Hinn stjórnaflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, galt hins vegar sögulegt afhroð og hefur aldrei verið minni frá því hann var stofnaður árið 1916. Jón Sigurðsson hefur aðeins gegnt formennsku í níu mánuði og náði sjálfur ekki á þing. Vinstri grænir undir forystu Steingríms J. Sigfússonar eru sá flokkur sem bætti við sig flestum þingmönnum og mestu fylgi hlutfallslega og eru nú orðnir þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins. Samfylkingin undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur festi í sig í sessi sem næst stærsti flokkur landsins, hlaut tæplega 27 prósenta fylgi, en tapaði þó tveimur þingmönnum. Frjálslyndi flokkurinn undir forystu Guðjóns Arnars Kristjánssonar hélt óbreyttri stöðu frá síðustu kosningum með fjóra þingmenn og er nú að byrja sitt þriðja kjörtímabil. Íslandshreyfingu Ómars Ragnarssonar tókst hins vegar ekki að komast upp í tilskilið fimm prósenta lágmarksfylgi til þingsetu. Úrslit kosninganna urðu annars þessi. Framsóknarflokkurinn fékk 11,7 prósenta fylgi og sjö þingmenn, tapaði fimm mönnum. Sjálfstæðisflokkur fékk 36,6 prósenta fylgi og 25 þingmenn, bætti við sig þremur mönnum. Frjálslyndi flokkurinn fékk 7,3 prósenta fylgi og hélt fjórum þingsætum. Íslandshreyfingin hlaut 3,3 prósent atkvæða en kom ekki manni að. Samfylkingin fékk 26,8 prósent atkvæða og átján þingmenn, tapaði tveimur. Vinstri grænir fengu 14,4 prósent atkvæða og níu þingmenn, bættu við sig fjórum. Samanlagt fengu Samfylkingin og Vinstri grænir liðlega 41 prósenta fylgi, sem er mesta fylgi vinstri flokka frá árinu 1978 þegar Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag náðu samtals nærri 45 prósentum atkvæða. Kosningar 2007 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélt naumlega velli í þingkosningunum í gær og hefur nú samtals þrjátíu og tvo þingmenn gegn þrjátíuogeinum þingmanni stjórnarandstöðu. Framsóknarflokkurinn beið versta ósigur í níutíu ára sögu flokksins, tapaði fimm af tólf þingsætum, en stærstu sigurvegarar kosninganna teljast Vinstri grænir, sem bættu við sig fjórum þingsætum, og Sjálfstæðisflokkur, sem bætti við sig þremur þingsætum. Geir H. Haarde forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins var ákaft fagnað þegar hann mætti á kosningavöku stuðningsmanna sinna í nótt enda hafði flokkurinn styrkst stöðu sína sem stærsti flokkur landsins og bætt við sig fylgi þrátt fyrir sextán ára samfellda stjórnarsetu. Hinn stjórnaflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, galt hins vegar sögulegt afhroð og hefur aldrei verið minni frá því hann var stofnaður árið 1916. Jón Sigurðsson hefur aðeins gegnt formennsku í níu mánuði og náði sjálfur ekki á þing. Vinstri grænir undir forystu Steingríms J. Sigfússonar eru sá flokkur sem bætti við sig flestum þingmönnum og mestu fylgi hlutfallslega og eru nú orðnir þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins. Samfylkingin undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur festi í sig í sessi sem næst stærsti flokkur landsins, hlaut tæplega 27 prósenta fylgi, en tapaði þó tveimur þingmönnum. Frjálslyndi flokkurinn undir forystu Guðjóns Arnars Kristjánssonar hélt óbreyttri stöðu frá síðustu kosningum með fjóra þingmenn og er nú að byrja sitt þriðja kjörtímabil. Íslandshreyfingu Ómars Ragnarssonar tókst hins vegar ekki að komast upp í tilskilið fimm prósenta lágmarksfylgi til þingsetu. Úrslit kosninganna urðu annars þessi. Framsóknarflokkurinn fékk 11,7 prósenta fylgi og sjö þingmenn, tapaði fimm mönnum. Sjálfstæðisflokkur fékk 36,6 prósenta fylgi og 25 þingmenn, bætti við sig þremur mönnum. Frjálslyndi flokkurinn fékk 7,3 prósenta fylgi og hélt fjórum þingsætum. Íslandshreyfingin hlaut 3,3 prósent atkvæða en kom ekki manni að. Samfylkingin fékk 26,8 prósent atkvæða og átján þingmenn, tapaði tveimur. Vinstri grænir fengu 14,4 prósent atkvæða og níu þingmenn, bættu við sig fjórum. Samanlagt fengu Samfylkingin og Vinstri grænir liðlega 41 prósenta fylgi, sem er mesta fylgi vinstri flokka frá árinu 1978 þegar Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag náðu samtals nærri 45 prósentum atkvæða.
Kosningar 2007 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent