Ríkisstjórnin hélt naumlega velli - Jón Sigurðsson komst ekki á þing Björn Gíslason skrifar 13. maí 2007 08:51 Ríkisstjórnin heldur velli eftir þingkosningar í gær. Framsóknarflokkurinn beið mikinn ósigur og fékk sjö þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn 25 og þeir því samtals 32 þingmenn. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, komst ekki á þing. Þá fékk Samfylkingin 18 þingmenn og Vinstri grænir níu þingmenn og telst sigurvegari kosninganna. Frjálslyndi flokkurinn hélt sínum fjórum þingmönnum frá síðustu kosningum en Íslandshreyfingin náði ekki inn manni. Sjálfstæðismenn bættu við sig þremur þingmönnum Sjálfstæðismenn fengu 36,6 prósent atkvæða sem er 2,9 prósentustigum meira en í síðustu kosningum. Þetta fylgi tryggði þeim þremur fleiri þingmenn. Samfylkingin hlaut 26,8 prósenta fylgi sem er 4,2 prósentum minna en í síðustu kosningum. Fékk flokkurinn þar af leiðandi tveimur mönnum færra en árið 2003. Vinstri græn fengu 14,3 prósenta fylgi og níu þingmenn. Síðast fékk flokkurinn 8,8 prósent og fimm þingmenn. Framsóknarflokkurinn fékk 11,7 prósent atkvæða sem er sex prósentustigum minna en árið 2003. Missti flokkurinn fimm þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn fékk fjóra menn kjörna líkt og síðast enda var fylgi flokksins nánast það sama og í kosningunum 2003. Íslandshreyfingin - lifandi land endaði hins vegar í 3,3 prósentum en flokkurinn bauð fram í fyrsta sinn í ár. Sviptingar á kosninganótt Miklar sviptingar voru í talningunni í gærkvöld og í nótt og morgun og var ríkisstjórnin ýmist inni eða úti. Fyrstu tölur bentu til þess að stjórnarnandstaðan myndi ná þriggja þingmanna meirihluta en það forskot minnkaði niður í einn þingmann þegar líða tók á kvöldið. Um eittleytið náði ríkisstjórnin svo eins manns meirihluta en tapaði honum um klukkustund síðar. Ríkisstjórnin náði svo aftur þessum meirihluta á fjórða tímanum og hélt þeim meirihluta fram til loka. Sóttu framsóknarmenn í sig veðrið þegar leið á nóttina og voru með átta þingmenn þar til kom að síðustu tölum en þá töpuðu þeir einum til sjálfstæðismanna. Kjörsókn 83,3 prósent Kjörsókn var aðeins 74,5 prósent í Reykjavíkurkjördæmi norður, 86,2 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður, 84,3 í Suðvesturkjördæmi, 86 prósent í Norðvesturkjördæmi, 84,8 í Norðausturkjördæmi og 84,3 í Suðurkjördæmi. Þetta þýðir að kjörsókn á landinu var 83,3 prósent Niðurstöður í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi lágu fyrir á fjórða tímanum í nótt og í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi í sjöunda tímanum. Mest bið var eftir lokatölum í Norðvesturkjördæmi þar sem töf varð á því að flytja atkvæðin á talningarstað í Borgarnesi auk þess sem talningarmenn glímdu við mikinn fjölda utankjörfundaratkvæða. Kosningar 2007 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira
Ríkisstjórnin heldur velli eftir þingkosningar í gær. Framsóknarflokkurinn beið mikinn ósigur og fékk sjö þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn 25 og þeir því samtals 32 þingmenn. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, komst ekki á þing. Þá fékk Samfylkingin 18 þingmenn og Vinstri grænir níu þingmenn og telst sigurvegari kosninganna. Frjálslyndi flokkurinn hélt sínum fjórum þingmönnum frá síðustu kosningum en Íslandshreyfingin náði ekki inn manni. Sjálfstæðismenn bættu við sig þremur þingmönnum Sjálfstæðismenn fengu 36,6 prósent atkvæða sem er 2,9 prósentustigum meira en í síðustu kosningum. Þetta fylgi tryggði þeim þremur fleiri þingmenn. Samfylkingin hlaut 26,8 prósenta fylgi sem er 4,2 prósentum minna en í síðustu kosningum. Fékk flokkurinn þar af leiðandi tveimur mönnum færra en árið 2003. Vinstri græn fengu 14,3 prósenta fylgi og níu þingmenn. Síðast fékk flokkurinn 8,8 prósent og fimm þingmenn. Framsóknarflokkurinn fékk 11,7 prósent atkvæða sem er sex prósentustigum minna en árið 2003. Missti flokkurinn fimm þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn fékk fjóra menn kjörna líkt og síðast enda var fylgi flokksins nánast það sama og í kosningunum 2003. Íslandshreyfingin - lifandi land endaði hins vegar í 3,3 prósentum en flokkurinn bauð fram í fyrsta sinn í ár. Sviptingar á kosninganótt Miklar sviptingar voru í talningunni í gærkvöld og í nótt og morgun og var ríkisstjórnin ýmist inni eða úti. Fyrstu tölur bentu til þess að stjórnarnandstaðan myndi ná þriggja þingmanna meirihluta en það forskot minnkaði niður í einn þingmann þegar líða tók á kvöldið. Um eittleytið náði ríkisstjórnin svo eins manns meirihluta en tapaði honum um klukkustund síðar. Ríkisstjórnin náði svo aftur þessum meirihluta á fjórða tímanum og hélt þeim meirihluta fram til loka. Sóttu framsóknarmenn í sig veðrið þegar leið á nóttina og voru með átta þingmenn þar til kom að síðustu tölum en þá töpuðu þeir einum til sjálfstæðismanna. Kjörsókn 83,3 prósent Kjörsókn var aðeins 74,5 prósent í Reykjavíkurkjördæmi norður, 86,2 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður, 84,3 í Suðvesturkjördæmi, 86 prósent í Norðvesturkjördæmi, 84,8 í Norðausturkjördæmi og 84,3 í Suðurkjördæmi. Þetta þýðir að kjörsókn á landinu var 83,3 prósent Niðurstöður í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi lágu fyrir á fjórða tímanum í nótt og í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi í sjöunda tímanum. Mest bið var eftir lokatölum í Norðvesturkjördæmi þar sem töf varð á því að flytja atkvæðin á talningarstað í Borgarnesi auk þess sem talningarmenn glímdu við mikinn fjölda utankjörfundaratkvæða.
Kosningar 2007 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira