Fimm sekúndna valdatími 11. maí 2007 18:47 Hverjir borga alvarleg auðlindaspjöll þegar upp er staðið? Á hverjum bitna þau? Þú, lesandi góður, hefur vald í um það bil fimm sekúndur í kjörklefanum að velja hvort íslenska þjóðin heldur áfram á braut stóriðju og náttúruspjalla eða tekur sér tíma til að athuga sinn gang. Fimm sekúnduna valdatími getur samt breytt ýmsu og jafnvel aukið vald þitt. Notaðu þetta dýrmæta augnablik vel. Stjórnmál snúast um vald til að hafa áhrif og breyta því sem betur má fara og núna, einmitt núna, snúast stjórnmál hvað mest um fegurð landsins, ímynd og auðlindir og ekki síst hvort við ætlum að glata því vinalega samfélagi sem við höfum þekkt á Íslandi eða veljum stríð milli staða, illindi og endalaus átök manna á milli, gagnaöflun um náungann eða opið og frjálst samfélag sem okkur þykir svo vænt um og erum stolt af. Áður en þú beitir valdinu í kjörklefanum þessar fimm sekúndur skaltu muna að þú munt líka hafa áhrif á fiskinn í sjónum, hin gjöfulu Íslandsmið. Alþingiskosningarnar 2007 snúast nefnilega líka um þorskinn í sjónum og ef til vill örlög hans. Sjáðu til. 1. Þorskurinn hrygnir við ósa jökulánna einkum við Suðurströndina en líka allt í kringum landið. Mest munar um Þjórsá og Ölfusá. Þetta segir okkur að jökulár landsins eru nátengdar velferð mikilvægasta fiskistofns landsins. Er þá ráð að fikta í ánum og trufla þessa starfsemi? Stíflur og uppistöðulón gera það. 2. Ástæðan fyrir því að þorskurinn hrygnir við ósana er framburður jökulvatna en í honum eru steinefni, næring og uppleyst efni sem eru aflvaki svifþörunga í sjónum fyrsta hlekksins í fæðukeðju hafsins. Þar við taka svifdýr. Þörungarnir taka við sér á vorin, síðan svifdýrin einmitt á þeim tíma sem þorskseiðin þurfa á næringu að halda. Þetta tengist vorflóðum fallvatnanna. Allt er í takti. 3. Rennsli villtra fallvatna sveiflast frá vori til hausts og frá morgni til kvölds. Flóðin valda því að ofan á strandsjónum myndast ferskvatnslag og þar sem ferskvatn mætir salta sjónum er framleiðslan og fjörið mest. 4. Stíflur og uppistöðulón trufla náttúrulegar sveiflur og starfsemina sem henni fylgir. Efnin sem skapa gróskuna við ósana verður að miklu leyti eftir í uppistöðulónunum. Var það af þessum ástæðum sem þorskstofninn hrundi nokkrum árum eftir að Þjórsá var stífluð við Búrfell? Er síminnkandi þorskstofn afleiðing þess að trufla Selvogsbanka-slagæðina miklu – Þjórsá-Tungnaá - með stíflum? Kínverjar eru að upplifa eyðingu hins gjöfula veiðibanka Austur-Kínahafs eftir að þeir byggðu Þriggjagljúfrastíflu. Þeir fylgdust með atburðarásinni fyrir og eftir stíflu. Við bara stíflum. Vegna barnanna okkar ber okkur að staldra við; rannsaka og ígrunda hvort hamagangurinn sé skynsamari en að VITA hvað við erum að gera landi og þjóð með virkjunum í jökulám. Þitt er valið og valdið – í fimm sekúndur – sem geta orðið miklar örlagasekúndur fyrir fegurð landsins, fugla himins og fiskinn í sjónum – okkur öll. Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur og höfundur bókanna Þjórsárver (2007), Hálendið í náttúru Íslands (2000) og Ströndin í náttúru Íslands (1995) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2007 Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Hverjir borga alvarleg auðlindaspjöll þegar upp er staðið? Á hverjum bitna þau? Þú, lesandi góður, hefur vald í um það bil fimm sekúndur í kjörklefanum að velja hvort íslenska þjóðin heldur áfram á braut stóriðju og náttúruspjalla eða tekur sér tíma til að athuga sinn gang. Fimm sekúnduna valdatími getur samt breytt ýmsu og jafnvel aukið vald þitt. Notaðu þetta dýrmæta augnablik vel. Stjórnmál snúast um vald til að hafa áhrif og breyta því sem betur má fara og núna, einmitt núna, snúast stjórnmál hvað mest um fegurð landsins, ímynd og auðlindir og ekki síst hvort við ætlum að glata því vinalega samfélagi sem við höfum þekkt á Íslandi eða veljum stríð milli staða, illindi og endalaus átök manna á milli, gagnaöflun um náungann eða opið og frjálst samfélag sem okkur þykir svo vænt um og erum stolt af. Áður en þú beitir valdinu í kjörklefanum þessar fimm sekúndur skaltu muna að þú munt líka hafa áhrif á fiskinn í sjónum, hin gjöfulu Íslandsmið. Alþingiskosningarnar 2007 snúast nefnilega líka um þorskinn í sjónum og ef til vill örlög hans. Sjáðu til. 1. Þorskurinn hrygnir við ósa jökulánna einkum við Suðurströndina en líka allt í kringum landið. Mest munar um Þjórsá og Ölfusá. Þetta segir okkur að jökulár landsins eru nátengdar velferð mikilvægasta fiskistofns landsins. Er þá ráð að fikta í ánum og trufla þessa starfsemi? Stíflur og uppistöðulón gera það. 2. Ástæðan fyrir því að þorskurinn hrygnir við ósana er framburður jökulvatna en í honum eru steinefni, næring og uppleyst efni sem eru aflvaki svifþörunga í sjónum fyrsta hlekksins í fæðukeðju hafsins. Þar við taka svifdýr. Þörungarnir taka við sér á vorin, síðan svifdýrin einmitt á þeim tíma sem þorskseiðin þurfa á næringu að halda. Þetta tengist vorflóðum fallvatnanna. Allt er í takti. 3. Rennsli villtra fallvatna sveiflast frá vori til hausts og frá morgni til kvölds. Flóðin valda því að ofan á strandsjónum myndast ferskvatnslag og þar sem ferskvatn mætir salta sjónum er framleiðslan og fjörið mest. 4. Stíflur og uppistöðulón trufla náttúrulegar sveiflur og starfsemina sem henni fylgir. Efnin sem skapa gróskuna við ósana verður að miklu leyti eftir í uppistöðulónunum. Var það af þessum ástæðum sem þorskstofninn hrundi nokkrum árum eftir að Þjórsá var stífluð við Búrfell? Er síminnkandi þorskstofn afleiðing þess að trufla Selvogsbanka-slagæðina miklu – Þjórsá-Tungnaá - með stíflum? Kínverjar eru að upplifa eyðingu hins gjöfula veiðibanka Austur-Kínahafs eftir að þeir byggðu Þriggjagljúfrastíflu. Þeir fylgdust með atburðarásinni fyrir og eftir stíflu. Við bara stíflum. Vegna barnanna okkar ber okkur að staldra við; rannsaka og ígrunda hvort hamagangurinn sé skynsamari en að VITA hvað við erum að gera landi og þjóð með virkjunum í jökulám. Þitt er valið og valdið – í fimm sekúndur – sem geta orðið miklar örlagasekúndur fyrir fegurð landsins, fugla himins og fiskinn í sjónum – okkur öll. Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur og höfundur bókanna Þjórsárver (2007), Hálendið í náttúru Íslands (2000) og Ströndin í náttúru Íslands (1995)
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar