Þrír háskólar vinni að vottun jafnra launa 16. apríl 2007 15:11 MYND/Stöð 2 Starfshópur á vegum félagsmálaráðherra sem falið var að undirbúa vottun jafnra launa hér á landi leggur til að komið verði á laggirnir samvinnuverkefni við Háskóla Íslands, Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík með það að markmiði að fá fyrirtæki til að afla sér vottunar á því að unnið sé með markvissum hætti að launajafnrétti kynjanna. Félagsmálaráðherra kynnti tillögur starfshópsins á blaðamannafundi í dag. Í þeim kemur einnig fram að sérstakur aðili sjái um vottunina en að framkvæmd verkefnisins verði í höndum skólanna þriggja. Vottunarnefnd verði starfandi fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig og fyrirtækið tilnefni fulltrúa sinn í nefndina hverju sinni. Öll fyrirtæki, bæði opinber og einkafyrirtæki, geta sótt um vottunina og verða stærstu fyrirtækin og stofanirnar sérstaklega hvött til að vera með í verkefninu. Þurfa fyrirtækin að sýna fram á að unnið sé markvisst að launajafnrétti og mun vottunaraðili fylgjast með hvernig gengur. Verða fyrirtækjum gefin tiltekin stig og þurfa þau að hafa náð ákveðnum stigafjölda til að fá vottun jafnra launa. Stefnt er að því að einn þeirrra þátta sem mynda Jafnréttiskennitöluna, sem er verkefni hjá Rannsóknarsetri vinnuréttar og jafnréttismála á Bifröst, verði hvort fyrirtækið hafi aflað sér vottunar á launajafnrétt. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra styður hugmyndir starfshópsins eindregið og vill að tillögunum verði hrint í framkvæmd sem fyrst. Fjölmörg fyrirtæki hafi lýst yfir áhuga á að fá jafnlaunavottun, þar á meðal Deloitte á Íslandi og Háskólinn í Reykjavík. Kosningar 2007 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Starfshópur á vegum félagsmálaráðherra sem falið var að undirbúa vottun jafnra launa hér á landi leggur til að komið verði á laggirnir samvinnuverkefni við Háskóla Íslands, Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík með það að markmiði að fá fyrirtæki til að afla sér vottunar á því að unnið sé með markvissum hætti að launajafnrétti kynjanna. Félagsmálaráðherra kynnti tillögur starfshópsins á blaðamannafundi í dag. Í þeim kemur einnig fram að sérstakur aðili sjái um vottunina en að framkvæmd verkefnisins verði í höndum skólanna þriggja. Vottunarnefnd verði starfandi fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig og fyrirtækið tilnefni fulltrúa sinn í nefndina hverju sinni. Öll fyrirtæki, bæði opinber og einkafyrirtæki, geta sótt um vottunina og verða stærstu fyrirtækin og stofanirnar sérstaklega hvött til að vera með í verkefninu. Þurfa fyrirtækin að sýna fram á að unnið sé markvisst að launajafnrétti og mun vottunaraðili fylgjast með hvernig gengur. Verða fyrirtækjum gefin tiltekin stig og þurfa þau að hafa náð ákveðnum stigafjölda til að fá vottun jafnra launa. Stefnt er að því að einn þeirrra þátta sem mynda Jafnréttiskennitöluna, sem er verkefni hjá Rannsóknarsetri vinnuréttar og jafnréttismála á Bifröst, verði hvort fyrirtækið hafi aflað sér vottunar á launajafnrétt. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra styður hugmyndir starfshópsins eindregið og vill að tillögunum verði hrint í framkvæmd sem fyrst. Fjölmörg fyrirtæki hafi lýst yfir áhuga á að fá jafnlaunavottun, þar á meðal Deloitte á Íslandi og Háskólinn í Reykjavík.
Kosningar 2007 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira