Skortur á mannréttindum Sigurður T. Sigurðarson skrifar 12. janúar 2007 05:00 Í Fréttablaðinu 6. janúar sl. er grein eftir Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, sem fjallar um grein sem ég skrifaði í sama blað og birtist þremur dögum áður, þar sem ég víti núverandi stjórnarflokka fyrir sinnuleysi í réttindamálum launafólks. Í grein sinni reynir ráðherrann að afsaka sig og sína í Framsóknarflokknum fyrir sinnuleysið og spyr hvað margir samherjar mínir í stjórnmálum hafi setið á stóli félagsmálaráðherra frá því að ILO nr. 158 var samþykkt á Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf 1982. Til upprifjunar nefnir hann Svavar Gestsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Rannveigu Guðmundsdóttur og Guðmund Árna Stefánsson. Ég get upplýst ráðherrann um það að ekkert af þessu fólki eru samherjar mínir og það eru hans eigin hugarórar að tengja mig við það. Ég starfa í verkalýðshreyfingunni og þar hef ég barist fyrir auknum réttindum verkafólks. EinkunnagjöfRáðherrann vill vita hvaða einkunn ég gef fyrrnefndu fólki í réttindamálum launafólks. Því er fljótsvarað að þær eru ekki háar, þó eru þær nokkuð frá því að vera falleinkannir eins og þær sem þrír fyrrverandi félagsmálaráðherrar Framsóknarflokksins fá, þeir Páll Pétursson, Árni Magnússon og Jón Kristjánsson. Það á ekki að koma Magnúsi ráðherra á óvart þó ég minnist á Framsóknarflokkinn þegar rætt er um réttindaleysi launafólks, því hann hefur síðan 1982 átt aðild að öllum ríkisstjórnum, nema Viðeyjarstjórninni. Mér reiknast til að Framsókn hafi setið í ríkisstjórn í 21 ár á síðast liðnum 25 árum og fengið á þeim tíma flest tækifæri allra íslenskra stjórnmálaflokka til að koma ILO-158 á framfæri á Alþingi en gerði það ekki. Magnús, þú átt leik.Ef þú Magnús vilt eiga möguleika á að fá hærri einkunn en kollegar þínir á ráðherrastóli þá verður þú að hafa hraðann á, því tími þinn rennur út í vor. Þú getur viðhaldið lélegri ímynd Framsóknar í réttindamálum launafólks. Þú getur líka söðlað um og bætt þá ímynd með því að leggja til að Alþingi fullgildi ILO-158. Með því leggðir þú þitt af mörkum til að auka réttindi tuga þúsunda launafólks. Þú hlýtur að vera á móti því að fólki sé sagt upp t.d. vegna kynferðis, hörundslitar, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana. Í uppsagnarbréfi er ástæða brottreksturs sjaldan gefin upp. Þar stendur bara: “Þér er hér með sagt upp starfi frá næstu mánaðarmótum með samningsbundnum fyrirvara.” Ekkert annað, aðeins skilyrðislaus brottrekstur og stundum tilboð um áfallahjálp. Finnst þér þetta eðlilegt og finnst þér eðlilegt að stór hópur opinberra starfsmanna búi við allt önnur og betri réttindi í uppsagnarmálum en verkafólk. Magnús, ef þú gerir ekki neitt til að bæta ástandið fer ég að halda að þú sért hlynntur þessu misrétti og gef þér falleinkunn. Kosningar í vorHátt á annan áratug hafa fundir og þing ASÍ samþykkt ályktanir, þar sem skorað er á Alþingi að fullgilda ILO nr. 158. Þessar ályktanir lýsa stefnu Alþýðusambandsins í réttindamálum launafólks. Mér finnst ótrúlegt ef engin þeirra hefur borist til þín. Þú segir í grein þinni að þú minnist þess ekki að réttindi samkvæmt ILO-158 hafi verið forgangskrafa, hvorki Alþýðusambandsins né Verkalýðsfélagsins Hlífar við gerð kjarasamninga. Því er til að svara að í kröfum Hlífar við gerð kjarasamninga við ÍSAL hefur verið krafa um réttindi samkvæmt ILO-158. Hins vegar er það rétt að slík krafa hefur ekki verið forgangskrafa við gerð samninga hjá ASÍ. Um ástæðu þess skaltu spyrja forystumenn Alþýðusambandsins en ekki mig. Við í Verkalýðsfélaginu Hlíf munum áfram, eins og hingað til, berjast fyrir mannréttindum. Sú barátta hefur nú þegar skilað þeim árangri að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur óttast fylgistap ef þeir gera ekki eitthvað í málinu. Kannski reynir Framsókn að fresta andláti sínu með því að skora á Alþingi að löggilda ILO-158. Höfundur er fyrrverandi formaður verkalýðsfélagsins Hlífar Það á ekki að koma Magnúsi ráðherra á óvart þó ég minnist á Framsóknarflokkinn þegar rætt er um réttindaleysi launafólks Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 6. janúar sl. er grein eftir Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, sem fjallar um grein sem ég skrifaði í sama blað og birtist þremur dögum áður, þar sem ég víti núverandi stjórnarflokka fyrir sinnuleysi í réttindamálum launafólks. Í grein sinni reynir ráðherrann að afsaka sig og sína í Framsóknarflokknum fyrir sinnuleysið og spyr hvað margir samherjar mínir í stjórnmálum hafi setið á stóli félagsmálaráðherra frá því að ILO nr. 158 var samþykkt á Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf 1982. Til upprifjunar nefnir hann Svavar Gestsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Rannveigu Guðmundsdóttur og Guðmund Árna Stefánsson. Ég get upplýst ráðherrann um það að ekkert af þessu fólki eru samherjar mínir og það eru hans eigin hugarórar að tengja mig við það. Ég starfa í verkalýðshreyfingunni og þar hef ég barist fyrir auknum réttindum verkafólks. EinkunnagjöfRáðherrann vill vita hvaða einkunn ég gef fyrrnefndu fólki í réttindamálum launafólks. Því er fljótsvarað að þær eru ekki háar, þó eru þær nokkuð frá því að vera falleinkannir eins og þær sem þrír fyrrverandi félagsmálaráðherrar Framsóknarflokksins fá, þeir Páll Pétursson, Árni Magnússon og Jón Kristjánsson. Það á ekki að koma Magnúsi ráðherra á óvart þó ég minnist á Framsóknarflokkinn þegar rætt er um réttindaleysi launafólks, því hann hefur síðan 1982 átt aðild að öllum ríkisstjórnum, nema Viðeyjarstjórninni. Mér reiknast til að Framsókn hafi setið í ríkisstjórn í 21 ár á síðast liðnum 25 árum og fengið á þeim tíma flest tækifæri allra íslenskra stjórnmálaflokka til að koma ILO-158 á framfæri á Alþingi en gerði það ekki. Magnús, þú átt leik.Ef þú Magnús vilt eiga möguleika á að fá hærri einkunn en kollegar þínir á ráðherrastóli þá verður þú að hafa hraðann á, því tími þinn rennur út í vor. Þú getur viðhaldið lélegri ímynd Framsóknar í réttindamálum launafólks. Þú getur líka söðlað um og bætt þá ímynd með því að leggja til að Alþingi fullgildi ILO-158. Með því leggðir þú þitt af mörkum til að auka réttindi tuga þúsunda launafólks. Þú hlýtur að vera á móti því að fólki sé sagt upp t.d. vegna kynferðis, hörundslitar, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana. Í uppsagnarbréfi er ástæða brottreksturs sjaldan gefin upp. Þar stendur bara: “Þér er hér með sagt upp starfi frá næstu mánaðarmótum með samningsbundnum fyrirvara.” Ekkert annað, aðeins skilyrðislaus brottrekstur og stundum tilboð um áfallahjálp. Finnst þér þetta eðlilegt og finnst þér eðlilegt að stór hópur opinberra starfsmanna búi við allt önnur og betri réttindi í uppsagnarmálum en verkafólk. Magnús, ef þú gerir ekki neitt til að bæta ástandið fer ég að halda að þú sért hlynntur þessu misrétti og gef þér falleinkunn. Kosningar í vorHátt á annan áratug hafa fundir og þing ASÍ samþykkt ályktanir, þar sem skorað er á Alþingi að fullgilda ILO nr. 158. Þessar ályktanir lýsa stefnu Alþýðusambandsins í réttindamálum launafólks. Mér finnst ótrúlegt ef engin þeirra hefur borist til þín. Þú segir í grein þinni að þú minnist þess ekki að réttindi samkvæmt ILO-158 hafi verið forgangskrafa, hvorki Alþýðusambandsins né Verkalýðsfélagsins Hlífar við gerð kjarasamninga. Því er til að svara að í kröfum Hlífar við gerð kjarasamninga við ÍSAL hefur verið krafa um réttindi samkvæmt ILO-158. Hins vegar er það rétt að slík krafa hefur ekki verið forgangskrafa við gerð samninga hjá ASÍ. Um ástæðu þess skaltu spyrja forystumenn Alþýðusambandsins en ekki mig. Við í Verkalýðsfélaginu Hlíf munum áfram, eins og hingað til, berjast fyrir mannréttindum. Sú barátta hefur nú þegar skilað þeim árangri að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur óttast fylgistap ef þeir gera ekki eitthvað í málinu. Kannski reynir Framsókn að fresta andláti sínu með því að skora á Alþingi að löggilda ILO-158. Höfundur er fyrrverandi formaður verkalýðsfélagsins Hlífar Það á ekki að koma Magnúsi ráðherra á óvart þó ég minnist á Framsóknarflokkinn þegar rætt er um réttindaleysi launafólks
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun