Atouba í vondum málum 6. desember 2006 22:29 Atouba sýndi stuðningsmönnum Hamburg hvað honum þótti um þá í kvöld með þessu afdráttarlausa fingramáli sínu NordicPhotos/GettyImages Kamerúnski landsliðsmaðurinn Timothee Atouba hjá Hamburg á væntanlega von á mjög harðri refsingu frá félagi sínu og aganefnd knattspyrnusambands Evrópu eftir að hann sýndi stuðningsmönnum Hamburg miðfingurinn þegar honum var skipt af velli í langþráðum sigri liðsins í Meistaradeildinni í kvöld. Atouba gaf CSKA Moskvu vítaspyrnu með klaufalegu broti og átti svo stóran þátt í hinu marki rússneska liðsins með silalegum varnarleik. Eftir síðara markið fékk Thomas Doll þjálfari nóg og skipti Atouba af velli, en Afríkumaðurinn brást hinn versti við þegar stuðningsmenn Hamburg bauluðu á hann og veifaði löngutöng í alla enda stúkunnar þegar hann gekk af velli. Dómarinn gaf honum umsvifalaust rautt spjald, en sem betur fer fyrir Hamburg var liðið búið að framkvæma skiptinguna og því fékk liðið að halda áfram með 11 menn á vellinum og vann góðan og langþráðan sigur. Ljóst er að Atouba á yfir höfði sér harða refsingu fyrir þetta ljóta atvik. Thomas Doll þjálfari segist ætla að ræða við leikmanninn vegna atviksins, en tók þó upp hanskann fyrir hann. "Ég mun ræða við Atouba því svona framkoma á ekki að sjást á knattspyrnuvellinum. Það er hinsvegar algjör óþarfi fyrir hans eigin stuðninsmenn að baula á hann þegar hann fer af velli og það gerir bara illt verra. Hann mun halda áfram að spila með okkur," sagði Doll. Atouba hefur verið óvinsæll hjá stuðningsmönnum liðsins síðan í sumar þegar hann krafðist þess að fá hærri laun hjá félaginu. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Fleiri fréttir Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Sjá meira
Kamerúnski landsliðsmaðurinn Timothee Atouba hjá Hamburg á væntanlega von á mjög harðri refsingu frá félagi sínu og aganefnd knattspyrnusambands Evrópu eftir að hann sýndi stuðningsmönnum Hamburg miðfingurinn þegar honum var skipt af velli í langþráðum sigri liðsins í Meistaradeildinni í kvöld. Atouba gaf CSKA Moskvu vítaspyrnu með klaufalegu broti og átti svo stóran þátt í hinu marki rússneska liðsins með silalegum varnarleik. Eftir síðara markið fékk Thomas Doll þjálfari nóg og skipti Atouba af velli, en Afríkumaðurinn brást hinn versti við þegar stuðningsmenn Hamburg bauluðu á hann og veifaði löngutöng í alla enda stúkunnar þegar hann gekk af velli. Dómarinn gaf honum umsvifalaust rautt spjald, en sem betur fer fyrir Hamburg var liðið búið að framkvæma skiptinguna og því fékk liðið að halda áfram með 11 menn á vellinum og vann góðan og langþráðan sigur. Ljóst er að Atouba á yfir höfði sér harða refsingu fyrir þetta ljóta atvik. Thomas Doll þjálfari segist ætla að ræða við leikmanninn vegna atviksins, en tók þó upp hanskann fyrir hann. "Ég mun ræða við Atouba því svona framkoma á ekki að sjást á knattspyrnuvellinum. Það er hinsvegar algjör óþarfi fyrir hans eigin stuðninsmenn að baula á hann þegar hann fer af velli og það gerir bara illt verra. Hann mun halda áfram að spila með okkur," sagði Doll. Atouba hefur verið óvinsæll hjá stuðningsmönnum liðsins síðan í sumar þegar hann krafðist þess að fá hærri laun hjá félaginu.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Fleiri fréttir Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Sjá meira