Frjármálaráðherra fundar með 3 framkvæmdastjórum ESB 19. október 2006 18:30 Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra. MYND/Gunnar V. Andrésson Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, átti í gær og í dag fundi með þremur framkvæmdastjórum Evrópusambandsins, þeim Joaquín Almunia, sem fer með efnahagsmál, Lasló Kóvaks sem fer með tolla- og skattamál og Dalíu Grybauskaité sem fer með fjármál sambandsins. Tilgangur fundanna var að ræða um stefnumál og þróun sambandsins á þessum sviðum. Auk þess heimsótti ráðherrann Eftirlitsstofnun EFTA og fékk kynningu á starfseminni sem felst í að fylgjast með framkvæmd samningsins um evrópska efnahagssvæðið hjá Íslandi, Noregi og Lichtenstein. Fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu að á fundinum með Joaquín Almunia hafi verið farið yfir þróun efnahagsmála um þessar mundir og horfur á næsta ári og til lengri tíma. Rætt hafi verið um skipulagsbreytingar sem aðildarríkin vinni að í samræmi við svokallað Lissabon-ferli, til að bæta samkeppnishæfni ríkjanna, en Ísland er þátttakandi í ýmsum verkefnum sem tengjast því. Að lokum var rætt um stöðu, þróun og stjórntæki efnahagsmála í ríkjum með tilliti til þess hvort þau eru aðilar að myntbandalagi Evrópu eða ekki. Á fundinum með Lasló Kóvaks var einkum rætt um hugmyndir um að samræma álagningarstofna vegna skattlagningar fyrirtækja innan sambandsins, þótt skattprósentur verði mismunandi eftir ríkjum. Það hefur marga kosti för með sér að samræma álagningarstofna , þótt að ýmsu þurfi að hyggja. Sú ráðstöfun gæti auðveldað litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi að stunda viðskipi í öðrum löndum og því er nauðsynlegt að fylgjast grannt með og taka þátt í þróunarstarfi á þessu sviði. Einnig ræddu þeir um þróun skattlagningar almennt, en stefna Evrópusambandsins er að skattar leggist fremur á neyslu en framleiðslustarfsemi. Á fundi fjármálaráðherra og Dalíu Grybauskaité var rætt um fjárlagagerð og fjárlög Evrópusambandsins, en þau eru um 1% af vergum þjóðartekjum ríkjanna innan þess. Þau fara að stærstum hluta í styrki til landbúnaðar og til uppbyggingar á fátækum svæðum innan sambandsins. Fjárhagsáætlun Evrópusambandsins fyrir árin 2007-2013 liggur fyrir og myndar ramma um útgjöld þess. Gert er ráð fyrir að hún standi óbreytt út tímabilið þótt eitthvað kunni að færast milli ára. Íslendingar taka þátt í ýmsum verkefnum með sambandinu og taka þátt kostnaði við þau. Þar vega þyngst, sjöunda rammaáætlun í rannsóknum og framlög í Þróunarsjóð EFTA, en Evrópusambandið fer fram á að þau verði aukin í tengslum við breytingar á samningum um Evrópska efnahagssvæðið vegna inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í byrjun næsta árs. Fréttir Innlent Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, átti í gær og í dag fundi með þremur framkvæmdastjórum Evrópusambandsins, þeim Joaquín Almunia, sem fer með efnahagsmál, Lasló Kóvaks sem fer með tolla- og skattamál og Dalíu Grybauskaité sem fer með fjármál sambandsins. Tilgangur fundanna var að ræða um stefnumál og þróun sambandsins á þessum sviðum. Auk þess heimsótti ráðherrann Eftirlitsstofnun EFTA og fékk kynningu á starfseminni sem felst í að fylgjast með framkvæmd samningsins um evrópska efnahagssvæðið hjá Íslandi, Noregi og Lichtenstein. Fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu að á fundinum með Joaquín Almunia hafi verið farið yfir þróun efnahagsmála um þessar mundir og horfur á næsta ári og til lengri tíma. Rætt hafi verið um skipulagsbreytingar sem aðildarríkin vinni að í samræmi við svokallað Lissabon-ferli, til að bæta samkeppnishæfni ríkjanna, en Ísland er þátttakandi í ýmsum verkefnum sem tengjast því. Að lokum var rætt um stöðu, þróun og stjórntæki efnahagsmála í ríkjum með tilliti til þess hvort þau eru aðilar að myntbandalagi Evrópu eða ekki. Á fundinum með Lasló Kóvaks var einkum rætt um hugmyndir um að samræma álagningarstofna vegna skattlagningar fyrirtækja innan sambandsins, þótt skattprósentur verði mismunandi eftir ríkjum. Það hefur marga kosti för með sér að samræma álagningarstofna , þótt að ýmsu þurfi að hyggja. Sú ráðstöfun gæti auðveldað litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi að stunda viðskipi í öðrum löndum og því er nauðsynlegt að fylgjast grannt með og taka þátt í þróunarstarfi á þessu sviði. Einnig ræddu þeir um þróun skattlagningar almennt, en stefna Evrópusambandsins er að skattar leggist fremur á neyslu en framleiðslustarfsemi. Á fundi fjármálaráðherra og Dalíu Grybauskaité var rætt um fjárlagagerð og fjárlög Evrópusambandsins, en þau eru um 1% af vergum þjóðartekjum ríkjanna innan þess. Þau fara að stærstum hluta í styrki til landbúnaðar og til uppbyggingar á fátækum svæðum innan sambandsins. Fjárhagsáætlun Evrópusambandsins fyrir árin 2007-2013 liggur fyrir og myndar ramma um útgjöld þess. Gert er ráð fyrir að hún standi óbreytt út tímabilið þótt eitthvað kunni að færast milli ára. Íslendingar taka þátt í ýmsum verkefnum með sambandinu og taka þátt kostnaði við þau. Þar vega þyngst, sjöunda rammaáætlun í rannsóknum og framlög í Þróunarsjóð EFTA, en Evrópusambandið fer fram á að þau verði aukin í tengslum við breytingar á samningum um Evrópska efnahagssvæðið vegna inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í byrjun næsta árs.
Fréttir Innlent Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira