Gæti rannsakað án gruns 18. október 2006 18:32 Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að íslensk leyniþjónusta yrði að hafa heimildir til að rannsaka mál án þess að til staðar væri rökstuddur grunur um glæpsamlegt athæfi, en viðurkennir að slík stofnun bjóði upp á hættur. Stjórn Samband ungra sjálfstæðismanna telur enga þörf á stofnun íslenskrar leyniþjónustu. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, var í hádegisviðtalinu á Stöð2 í dag. Þar sagðist hann hafa opnað fyrir umræður um mögulega stofnun íslenskrar leyniþjónustu eftir að niðurstöður nefndar undir formennsku ríkislögreglustjóra lágu fyrir í sumar. Þá gerði nýlegt samkomulag við Bandaríkjamenn ráð fyrir að hér væri stofnun sem gæti rannsakað mál án þess að rökstuddur grunur leiki á um glæpsamlegt athæfi og gæti séð um trúnaðarsamskipti við við sams konar stofnanir annarra þjóða. Ef að yrði sagði Björn að slík stofnun myndi lúta eftirliti Alþingis. Björn segir að starfsemi leyniþjónustu bjóði þeirri hættu heim að slík stofnun aflaði upplýsinga um fólk að óþörfu. Þess vegna sé m.a. nauðsynlegt að ræða þessi mál og skoða kosti og galla. Stjórn ungra sjálfstæðismanna hefur ályktað gegn stofnun sérstakrar leyniþjónustu. Formaður SUS segir dómsmálaráðherra eiga hrós skilið fyrir að hafa opnað umræðuna um þessi mál. SUS sé hins vegar á móti því að ríkisvaldið gangi inn á friðhelgi fólks. Ekkert sé uppi sem réttlæti frekari heimildir en lögregla hefur nú til þess, jafnvel þótt Alþingi hefði eftirlit með slíkri stofnun. Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, segir dæmin frá öðrum löndum sína að leyniþjónustur hafi misnotað aðstöðu sína og farið út fyrir valdheimildir sínar og misbeitt valdheimildum sínum. Ungir sjálfstæðismenn spyrji sig hvort það sé áhættunnar virði. Hvort slík hætta steðji að borgurum þessa lands frá utanað komandi aðilum eða innlendum að það réttlæti slíka áhættu. Stjórn SUS svari því neitandi. Síðustu daga hafa Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og Árni Páll Árnason, fyrrverandi embættismaður á Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, fullyrt að símar þeirra hafi verið hleraðir. Dómsmálaráðherra segist taka fullyrðingar þessara manna mjög alvarlega og taki þar með undir með ríkissaksóknara sem ákveðið hafi að rannsaka þessi mál. Innlent Stj.mál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að íslensk leyniþjónusta yrði að hafa heimildir til að rannsaka mál án þess að til staðar væri rökstuddur grunur um glæpsamlegt athæfi, en viðurkennir að slík stofnun bjóði upp á hættur. Stjórn Samband ungra sjálfstæðismanna telur enga þörf á stofnun íslenskrar leyniþjónustu. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, var í hádegisviðtalinu á Stöð2 í dag. Þar sagðist hann hafa opnað fyrir umræður um mögulega stofnun íslenskrar leyniþjónustu eftir að niðurstöður nefndar undir formennsku ríkislögreglustjóra lágu fyrir í sumar. Þá gerði nýlegt samkomulag við Bandaríkjamenn ráð fyrir að hér væri stofnun sem gæti rannsakað mál án þess að rökstuddur grunur leiki á um glæpsamlegt athæfi og gæti séð um trúnaðarsamskipti við við sams konar stofnanir annarra þjóða. Ef að yrði sagði Björn að slík stofnun myndi lúta eftirliti Alþingis. Björn segir að starfsemi leyniþjónustu bjóði þeirri hættu heim að slík stofnun aflaði upplýsinga um fólk að óþörfu. Þess vegna sé m.a. nauðsynlegt að ræða þessi mál og skoða kosti og galla. Stjórn ungra sjálfstæðismanna hefur ályktað gegn stofnun sérstakrar leyniþjónustu. Formaður SUS segir dómsmálaráðherra eiga hrós skilið fyrir að hafa opnað umræðuna um þessi mál. SUS sé hins vegar á móti því að ríkisvaldið gangi inn á friðhelgi fólks. Ekkert sé uppi sem réttlæti frekari heimildir en lögregla hefur nú til þess, jafnvel þótt Alþingi hefði eftirlit með slíkri stofnun. Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, segir dæmin frá öðrum löndum sína að leyniþjónustur hafi misnotað aðstöðu sína og farið út fyrir valdheimildir sínar og misbeitt valdheimildum sínum. Ungir sjálfstæðismenn spyrji sig hvort það sé áhættunnar virði. Hvort slík hætta steðji að borgurum þessa lands frá utanað komandi aðilum eða innlendum að það réttlæti slíka áhættu. Stjórn SUS svari því neitandi. Síðustu daga hafa Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og Árni Páll Árnason, fyrrverandi embættismaður á Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, fullyrt að símar þeirra hafi verið hleraðir. Dómsmálaráðherra segist taka fullyrðingar þessara manna mjög alvarlega og taki þar með undir með ríkissaksóknara sem ákveðið hafi að rannsaka þessi mál.
Innlent Stj.mál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira