OMX kaupir Kauphöllina 19. september 2006 09:08 Hús Kauphallar Íslands. OMX, sem á og rekur kauphallir á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, og Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing hf. (EV), eigandi Kauphallar Íslands og Verðbréfaskráningar Íslands, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup OMX á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. Kaupin eru næsta skref í þeirri viðleitni að samþætta verðbréfamarkaði Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna og gera OMX kauphallirnar að leiðandi evrópskum markaði. Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hyggist taka yfir OMX og var haft eftir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur. NASDAQ á þegar fjórðungshlut í LSE, kauphöll Lundúna í Bretlandi. Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands í dag segir að ætlunin sé að tilkynna undirritun formlegs samkomulags fyrir lok október. Hluthöfum í Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. verður í framhaldinu gert tilboð þar sem þeim verður boðið að fá nýútgefin hlutabréf í OMX. Alls munu hluthafar EV fá 2,07 milljónir hluta í OMX í skiptum fyrir hlut sinn í EV að verðmæti 2.450 milljónir króna. Að auki munu hluthafar fá greitt handbært fé og verðbréf í eigu EV að verðmæti 570 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að kaupin verði fullfrágengin fyrir lok þessa árs. Haft er eftir Þórði Friðjónssyni Kauphöllin gleðjist yfir yfir því að geta tekið þátt í frekari samþættingu verðbréfamarkaða á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum. Muni það verða bæði skráðum fyrirtækjum og fjárfestum til góðs enda verði skráð fyrirtæki í Kauphöllinni mun sýnilegri og geta borið sig saman við stærri hóp fyrirtækja. Einnig megi gera ráð fyrir því að fleiri erlendir aðilar muni taka þátt á íslenskum markaði og auka þannig seljanleikann. Jukku Ruuska, forstjóri kauphallararms OMX, segir félagið ánægt með að dýpka samstarfið enn frekar og bjóði þau íslenska markaðinn velkominn inn í OMX. „Við erum að skapa samþættan norrænan markað til að auka viðskipti á milli Norðurlandanna og gera hann meira aðlaðandi í augum erlendra fjárfesta," segir hann í tilkynningunni. Ætlunin er að íslensk fyrirtæki muni verða hluti af Norræna listanum í upphafi næsta árs og í kjölfarið muni sýnileiki þeirra aukast. Frá sama tíma mun íslenskum markaðsupplýsingum verða dreift með öðrum upplýsingum frá OMX og íslensk bréf verða hluti af OMX vísitölunum. Vísitölur fyrir íslensk bréf munu áfram endurspegla þróun á íslenska markaðnum. Einnig er búist við því að sameining auki hraða framþróunar á Virðisbrævamarkaði Føroya eða VMF, sem Kauphöll Íslands rekur. Nafni iSEC, hlutabréfamarkaðar Kauphallarinnar fyrir smá og millistór fyrirtæki, verður breytt og fær hann heitið First North. First North er annar stærsti evrópski hlutabréfamarkaðurinn fyrir smá og millistór fyrirtæki hvað fjölda fyrirtækja varðar. Afleiðumarkaður verður settur á stofn á næsta ári með afleiður á skráð bréf í Kauphöllinni. Markaðurinn verður starfræktur á svipaðan hátt og aðrir afleiðumarkaðir innan OMX, að því er segir í tilkynningunni. Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráning Íslands munu eftir sem áður lúta íslenskum lögum og eftirliti íslenskra yfirvalda. Kauphöll Íslands verður markaðssett undir merkjum OMX. Kaupin eru meðal annars háð áreiðanleikakönnun, undirritun samnings um sameiningu, samþykki eftirlitsstofnana og samþykki auka aðalfundar OMX. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
OMX, sem á og rekur kauphallir á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, og Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing hf. (EV), eigandi Kauphallar Íslands og Verðbréfaskráningar Íslands, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup OMX á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. Kaupin eru næsta skref í þeirri viðleitni að samþætta verðbréfamarkaði Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna og gera OMX kauphallirnar að leiðandi evrópskum markaði. Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hyggist taka yfir OMX og var haft eftir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur. NASDAQ á þegar fjórðungshlut í LSE, kauphöll Lundúna í Bretlandi. Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands í dag segir að ætlunin sé að tilkynna undirritun formlegs samkomulags fyrir lok október. Hluthöfum í Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. verður í framhaldinu gert tilboð þar sem þeim verður boðið að fá nýútgefin hlutabréf í OMX. Alls munu hluthafar EV fá 2,07 milljónir hluta í OMX í skiptum fyrir hlut sinn í EV að verðmæti 2.450 milljónir króna. Að auki munu hluthafar fá greitt handbært fé og verðbréf í eigu EV að verðmæti 570 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að kaupin verði fullfrágengin fyrir lok þessa árs. Haft er eftir Þórði Friðjónssyni Kauphöllin gleðjist yfir yfir því að geta tekið þátt í frekari samþættingu verðbréfamarkaða á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum. Muni það verða bæði skráðum fyrirtækjum og fjárfestum til góðs enda verði skráð fyrirtæki í Kauphöllinni mun sýnilegri og geta borið sig saman við stærri hóp fyrirtækja. Einnig megi gera ráð fyrir því að fleiri erlendir aðilar muni taka þátt á íslenskum markaði og auka þannig seljanleikann. Jukku Ruuska, forstjóri kauphallararms OMX, segir félagið ánægt með að dýpka samstarfið enn frekar og bjóði þau íslenska markaðinn velkominn inn í OMX. „Við erum að skapa samþættan norrænan markað til að auka viðskipti á milli Norðurlandanna og gera hann meira aðlaðandi í augum erlendra fjárfesta," segir hann í tilkynningunni. Ætlunin er að íslensk fyrirtæki muni verða hluti af Norræna listanum í upphafi næsta árs og í kjölfarið muni sýnileiki þeirra aukast. Frá sama tíma mun íslenskum markaðsupplýsingum verða dreift með öðrum upplýsingum frá OMX og íslensk bréf verða hluti af OMX vísitölunum. Vísitölur fyrir íslensk bréf munu áfram endurspegla þróun á íslenska markaðnum. Einnig er búist við því að sameining auki hraða framþróunar á Virðisbrævamarkaði Føroya eða VMF, sem Kauphöll Íslands rekur. Nafni iSEC, hlutabréfamarkaðar Kauphallarinnar fyrir smá og millistór fyrirtæki, verður breytt og fær hann heitið First North. First North er annar stærsti evrópski hlutabréfamarkaðurinn fyrir smá og millistór fyrirtæki hvað fjölda fyrirtækja varðar. Afleiðumarkaður verður settur á stofn á næsta ári með afleiður á skráð bréf í Kauphöllinni. Markaðurinn verður starfræktur á svipaðan hátt og aðrir afleiðumarkaðir innan OMX, að því er segir í tilkynningunni. Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráning Íslands munu eftir sem áður lúta íslenskum lögum og eftirliti íslenskra yfirvalda. Kauphöll Íslands verður markaðssett undir merkjum OMX. Kaupin eru meðal annars háð áreiðanleikakönnun, undirritun samnings um sameiningu, samþykki eftirlitsstofnana og samþykki auka aðalfundar OMX.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira