SPRON tilkynnti í dag að fyrirtækið myndi hækka vexti óverðtryggðra innlána og útlána um 02,5 - 0,5 prósentustig. í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands í gær. SPRON hækkar hins vegar ekki frekar en Glitnir og Landsbankinn vexti verðtryggðra íbúðalána, en bankarnir tveir hækkuðu óverðtryggða vexti sína í gær. KB banki er eini bankinn sem ekki hefur tilkynnt um hækkun á vöxtum sínum eftir stýrivaxtahækkunina í gær, en hún nam 0,5 prósentustigum.

