Er sársaukinn söluvara? Guðmundur Gunnarsson skrifar 20. janúar 2006 01:58 Sársauki hefur öðlast sérstöðu í okkar menningarheimi. Blaðamenn leita eftir sársauka viðmælenda. Raunveruleikasjónvarpið snýst um þjáningar. Reynt er líkamlegt sársaukaskyn, en oftar snúast þættirnir um andlegan sársauka og niðurlægingu. Kvöld eftir kvöld sitjum við fyrir framan sjónvarpið og fylgjumst með niðurlægðu fólki, sem grátandi brotnar við sársaukanum. Við stökkvum fram og skellum poppi í örbylgjuna, meðan auglýsingarnar renna í gegn, svo við missum ekki af næsta niðurbroti. Glanstímaritið býður okkar á náttborðinu. Þar eru viðtöl sem lýsa framhjáhaldi, misnotkun eiturlyfja, missi sona og dætra. Sjálfævisagan um erfiða æsku og kynferðislega misnotkun bíður næsta kvölds, eða fær að koma með í sumarbústaðinn um næstu helgi. Þjáningar eru neysluvara dagsins. Hvað gerist þegar við fáum leið á kynferðislegu ofbeldi? Viljum við þá eitthvað nýtt? Hvar verða mörk sársaukans? Verðum við skeytingalaus yfir óförum annarra? Hvað skemmtir okkur þá? Erum við farinn að samsama okkur við pólitískan boðskap Túskildingsóperunnar um starfsmannaleiguna 2P og Vin litla mannsins Group, sem breyta þjáningum fólks í peninga. Allt er til sölu, aðgangur að börnum og stúlkum til kynferðislegs ofbeldis eða vinnuframlag blásnauðra fjölskyldufeðra. Fasteignir eða tilfinningar fólks. Er engin munur er á því að ræna banka og kaupa banka, eins er boðskapur óperunnar. Í dag eru það piltar sem nefnast ungpólitíkusar, sem virðast ráða för. Sjálfumglaðir ungkarlar, sem ekki höfðu tíma aflögu til þess að ljúka langskólanámi og þaðan af síður að skrifa lærðar ritgerðir og vinna aðföng. Þeir fóru frekar að vinna á fjölmiðlum og svo birtast þeir spjallþáttum. Þar sem þeir ræða um spuna sinn, sem er í raun ekkert annað en óraunsær raunveruleikafarsi og á að heita fréttir síðustu viku. Þeir telja sig þurfa að segja okkur fyrir um hver áhrif spunafréttanna eigi að vera. Ákafir telja þeir okkur í trú um að þeir séu kjörnir til að leiða lýðinn, svo uppteknir, að þeir hafa ekki tíma til að afla sér menntunar. Vissir í sinni sök bruna þeir beina braut spunans og sjálfumgleðinnar. Hver tekur ákvörðun um að taka eigið líf? Spunakarlinn á Suðurnesjum flytur þá ákvörðun þvert yfir landið. Af hverju eru fyrrverandi blaðamenn DV, ungkarlarnir á Viðskiptablaðinu, allt í einu saklausir sem hvítt lamb í nætursól vorsins? DV var í þeirra tíð engu skárra en það er í dag. Um það hafa verið skrifaðar lærðar greinar af velmenntuðu fólki. Aggressív fréttamennska er nauðsyn nútímaþjóðfélagi, en hún er vandasöm og krefst þekkingar. Hún snýst ekki um sársauka einkalífs eða um niðurlægingu. Hún er ekki spuni, hún á að taka á þeim sem hafa glatað mörkum tilfinningaseminnar fyrir framan raunveruleikasjónvarpið og breyta þjáningum fólks í peninga. Svo eru það hinir þröngsýnu umræðustjórnendur fréttaskýringanna, sem hefja sig uppfyrir umræðuna eins og t.d. þeir hjá RÚV hafa hina opinberu skoðun stjórnvalda og veitast að þeim sem eru henni ekki sammála. Allt er þar fast í hjólförum stjórnmálamannanna Kv. Guðmundur Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Skoðanir Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Sársauki hefur öðlast sérstöðu í okkar menningarheimi. Blaðamenn leita eftir sársauka viðmælenda. Raunveruleikasjónvarpið snýst um þjáningar. Reynt er líkamlegt sársaukaskyn, en oftar snúast þættirnir um andlegan sársauka og niðurlægingu. Kvöld eftir kvöld sitjum við fyrir framan sjónvarpið og fylgjumst með niðurlægðu fólki, sem grátandi brotnar við sársaukanum. Við stökkvum fram og skellum poppi í örbylgjuna, meðan auglýsingarnar renna í gegn, svo við missum ekki af næsta niðurbroti. Glanstímaritið býður okkar á náttborðinu. Þar eru viðtöl sem lýsa framhjáhaldi, misnotkun eiturlyfja, missi sona og dætra. Sjálfævisagan um erfiða æsku og kynferðislega misnotkun bíður næsta kvölds, eða fær að koma með í sumarbústaðinn um næstu helgi. Þjáningar eru neysluvara dagsins. Hvað gerist þegar við fáum leið á kynferðislegu ofbeldi? Viljum við þá eitthvað nýtt? Hvar verða mörk sársaukans? Verðum við skeytingalaus yfir óförum annarra? Hvað skemmtir okkur þá? Erum við farinn að samsama okkur við pólitískan boðskap Túskildingsóperunnar um starfsmannaleiguna 2P og Vin litla mannsins Group, sem breyta þjáningum fólks í peninga. Allt er til sölu, aðgangur að börnum og stúlkum til kynferðislegs ofbeldis eða vinnuframlag blásnauðra fjölskyldufeðra. Fasteignir eða tilfinningar fólks. Er engin munur er á því að ræna banka og kaupa banka, eins er boðskapur óperunnar. Í dag eru það piltar sem nefnast ungpólitíkusar, sem virðast ráða för. Sjálfumglaðir ungkarlar, sem ekki höfðu tíma aflögu til þess að ljúka langskólanámi og þaðan af síður að skrifa lærðar ritgerðir og vinna aðföng. Þeir fóru frekar að vinna á fjölmiðlum og svo birtast þeir spjallþáttum. Þar sem þeir ræða um spuna sinn, sem er í raun ekkert annað en óraunsær raunveruleikafarsi og á að heita fréttir síðustu viku. Þeir telja sig þurfa að segja okkur fyrir um hver áhrif spunafréttanna eigi að vera. Ákafir telja þeir okkur í trú um að þeir séu kjörnir til að leiða lýðinn, svo uppteknir, að þeir hafa ekki tíma til að afla sér menntunar. Vissir í sinni sök bruna þeir beina braut spunans og sjálfumgleðinnar. Hver tekur ákvörðun um að taka eigið líf? Spunakarlinn á Suðurnesjum flytur þá ákvörðun þvert yfir landið. Af hverju eru fyrrverandi blaðamenn DV, ungkarlarnir á Viðskiptablaðinu, allt í einu saklausir sem hvítt lamb í nætursól vorsins? DV var í þeirra tíð engu skárra en það er í dag. Um það hafa verið skrifaðar lærðar greinar af velmenntuðu fólki. Aggressív fréttamennska er nauðsyn nútímaþjóðfélagi, en hún er vandasöm og krefst þekkingar. Hún snýst ekki um sársauka einkalífs eða um niðurlægingu. Hún er ekki spuni, hún á að taka á þeim sem hafa glatað mörkum tilfinningaseminnar fyrir framan raunveruleikasjónvarpið og breyta þjáningum fólks í peninga. Svo eru það hinir þröngsýnu umræðustjórnendur fréttaskýringanna, sem hefja sig uppfyrir umræðuna eins og t.d. þeir hjá RÚV hafa hina opinberu skoðun stjórnvalda og veitast að þeim sem eru henni ekki sammála. Allt er þar fast í hjólförum stjórnmálamannanna Kv. Guðmundur Gunnarsson
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar