Að villa á sér heimildir 29. nóvember 2006 05:00 Í viðhorfi í þessu blaði sl. þriðjudag gefur Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi í skyn að ég nýti mér í pólitískum tilgangi að dóttir mín hafi verið á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum borgarinnar. Ég hafi haldið því leyndu fyrir fréttamanni að ég væri í pólitík til að komast í blöðin á þennan hátt. Þetta er auðvitað fráleitt og lýsir e.t.v. meira hugsunarhætti þess sem lætur sér detta þvílíkt í hug. Ég var hins vegar beðinn um að ljá úttekt blaðamanns á biðlistum eftir frístundaplássi persónulegan vinkil og mér fannst mér ekki stætt á að neita því þar sem ég hef, ásamt félögum mínum í Íþrótta- og tómstundaráði, verið að beita mér fyrir lausn á þessu máli. Staðreyndin er sú að sem formaður Íþrótta- og tómstundaráðs hefur Björn Ingi dregið lappirnar í þessu máli. Hann verður því að geta tekið gagnrýni frá foreldrum sem hafa þurft að vera á hlaupum á milli vinnu og barna af því að ekki eru til næg rými á frístundaheimilunum. Samfylkingin í Íþrótta- og tómstundaráði hefur mælt með að foreldrum verði boðið upp á hlutavistun fyrir börn sín og ég bind miklar vonir við að það bæti úr þessum vanda. Það er hins vegar nokkuð sem hefði þurft að skoða miklu fyrr. Björn Ingi talaði í vor um sig sem sérstakan athafnastjórnmálamann sem léti verkin tala. Það hefur hann ekki gert í þessu máli og eðlilegt að á það sé bent þegar menn auglýsa sig sem sérstaklega framtakssama stjórnmálamenn. Það er óþarfi að taka það persónulega, nær að líta á það sem faglega gagnrýni. Ég tek fram að ég hef ekkert út á persónu Björns Inga að setja en dálitla samúð með þeirri stöðu sem hann er í. Þótt hann hafi komið sér í þá stöðu sjálfur hlýtur það að vera strembið að vera eini borgarfulltrúi flokks sem ræður yfir nánast helmingi nefnda borgarinnar. Ég vona hins vegar að biðlistum frístundaheimilanna verði útrýmt hið fyrsta því fyrir þá tæplega 200 foreldra sem í 14 vikur hafa ýmist þurft að taka vinnuna með sér heim, börnin í vinnuna eða jafnvel skilja börnin eftir ein heima er þetta mál afar persónulegt. Dofri Hermannsson er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðhorfi í þessu blaði sl. þriðjudag gefur Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi í skyn að ég nýti mér í pólitískum tilgangi að dóttir mín hafi verið á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum borgarinnar. Ég hafi haldið því leyndu fyrir fréttamanni að ég væri í pólitík til að komast í blöðin á þennan hátt. Þetta er auðvitað fráleitt og lýsir e.t.v. meira hugsunarhætti þess sem lætur sér detta þvílíkt í hug. Ég var hins vegar beðinn um að ljá úttekt blaðamanns á biðlistum eftir frístundaplássi persónulegan vinkil og mér fannst mér ekki stætt á að neita því þar sem ég hef, ásamt félögum mínum í Íþrótta- og tómstundaráði, verið að beita mér fyrir lausn á þessu máli. Staðreyndin er sú að sem formaður Íþrótta- og tómstundaráðs hefur Björn Ingi dregið lappirnar í þessu máli. Hann verður því að geta tekið gagnrýni frá foreldrum sem hafa þurft að vera á hlaupum á milli vinnu og barna af því að ekki eru til næg rými á frístundaheimilunum. Samfylkingin í Íþrótta- og tómstundaráði hefur mælt með að foreldrum verði boðið upp á hlutavistun fyrir börn sín og ég bind miklar vonir við að það bæti úr þessum vanda. Það er hins vegar nokkuð sem hefði þurft að skoða miklu fyrr. Björn Ingi talaði í vor um sig sem sérstakan athafnastjórnmálamann sem léti verkin tala. Það hefur hann ekki gert í þessu máli og eðlilegt að á það sé bent þegar menn auglýsa sig sem sérstaklega framtakssama stjórnmálamenn. Það er óþarfi að taka það persónulega, nær að líta á það sem faglega gagnrýni. Ég tek fram að ég hef ekkert út á persónu Björns Inga að setja en dálitla samúð með þeirri stöðu sem hann er í. Þótt hann hafi komið sér í þá stöðu sjálfur hlýtur það að vera strembið að vera eini borgarfulltrúi flokks sem ræður yfir nánast helmingi nefnda borgarinnar. Ég vona hins vegar að biðlistum frístundaheimilanna verði útrýmt hið fyrsta því fyrir þá tæplega 200 foreldra sem í 14 vikur hafa ýmist þurft að taka vinnuna með sér heim, börnin í vinnuna eða jafnvel skilja börnin eftir ein heima er þetta mál afar persónulegt. Dofri Hermannsson er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og foreldri.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun