Meðferð átröskunarsjúklinga 29. nóvember 2006 05:00 Í sjónvarpsþættinum 6 til sjö á Skjá einum hinn 14. nóvember sl. var viðtal við tvær ungar konur sem veita átröskunarsjúklingum og aðstandendum þeirra ráðgjöf. Í þættinum kölluðu þær eftir fjármagni til samtaka sinna til að geta sinnt starfi sínu og sögðu að það ríkti neyðarástand í málefnum átröskunarsjúklinga hérlendis. Í viðtalinu kom fram að litlu fjármagni hefði verið veitt til málaflokksins af hálfu ríkisins, að biðlistar eftir meðferð væru fyrir átröskunarsjúklinga hjá ríkinu, að þeirri meðferð væri mjög ábótavant og ætti ekki að fara fram á geðdeild nema sem síðasta úrræðið. Hvað varðar þjónustu við einstaklinga með lystarstol (anorexia nervosa) og lotugræðgi (bulimia nervosa) á geðdeild LSH finnum við okkur knúnar til að leiðrétta ofangreindar fullyrðingar. Átröskunarteymi LSH hefur starfað frá upphafi árs 2001. Í því eru geðlæknir, félagsráðgjafi, sálfræðingur, næringarfræðingur, listmeðferðarfræðingur, hjúkrunarfræðingar og stuðningsfulltrúar. Félagsráðgjafi og annar af tveimur hjúkrunarfræðingum eru líka fjölskyldufræðingar. Ofangreindar fagstéttir hafa undanfarin ár unnið að sérþekkingu á átröskunarsjúkdómum sem eru skilyrði fyrir góðri greiningar- og meðferðarvinnu. Á þessu ári var fjármagni veitt í málaflokkinn sem hefur orðið til þess að frá marsmánuði hefur verið starfrækt sértæk göngu- og dagdeild fyrir átröskunarsjúklinga á göngudeild geðdeildar LSH. Þrátt fyrir margar tilvísanir hafa engir biðlistar myndast og teymið getað sinnt öllum tilvísunum. Þjónustan sem LSH veitir átröskunarsjúklingum og aðstandendum þeirra fer fram á mismunandi þjónustustigum; göngudeild, dagdeild og innlagnardeild. Flestir koma á göngudeild þar sem í boði eru einstaklings- og hópmeðferðir, fjölskylduviðtöl, aðstandendahópar og fræðsla. Sumir njóta þjónustunnar tímabundið með daglegum viðtölum meðan aðrir koma sjaldnar. Flestir koma einu sinni til tvisvar í viku yfir ákveðið tímabil. Dagdeild fyrir 6-8 átröskunarsjúklinga tók til starfa í mars á þessu ári. Hún er opin alla virka daga. Þar fer fram margvísleg meðferðarvinna og getur verið val um að nýta sér þjónustuna allt frá 2-5 daga í viku. Það sem af er ári hafa einstaklingarnir sem sækja meðferð á dagdeild nýtt sér hana 5 daga vikunnar. Ef sjúklingar þurfa innlögn vegna alvarlegs ástands þá leggjast þeir inn á almennar bráðageðdeildir, en sérhæfð legudeild fyrir átröskunarsjúklinga er því miður ekki til á landinu. Ofangreind þjónusta stendur einstaklingum sem eru 18 ára og eldri til boða. Þjónusta fyrir 18 ára og yngri fer fram á Barna-og unglingageðdeild. Aðrir sem veita átröskunarsjúklingum þjónustu eru heilsugæslustöðvar og meðferðaraðilar á einkastofum. Varðandi „neyðarkall“ ofangreinda viðmælenda um aukið fjármagn vegna aukningar á tíðni átraskana, eru engar vísbendingar um að aukning hafi orðið á tíðni lystarstols í hinum vestræna heimi síðustu árin. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að mun algengara er að unglingar og ungt fólk sé óánægt með útlit sitt og holdafar og ýtir það undir óheilbrigt mataræði og megrun. Þetta hefur líklega aukið tíðni á lotu-græðgi og blönduðum átröskunum. Þó er ekki vitað hvort aukning sé á átröskunum á Íslandi síðastliðin ár. Við fögnum allri umræðu um bætta meðferðarþjónustu við átröskunarsjúklinga og fleiri og fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir þá eru kærkomin viðbót. Hins vegar er eðlilegt að slík uppbygging fari fram undir forystu fagaðila með sérþekkingu á átröskunarsjúkdómum, í samvinnu við notendur þjónustunnar. Áslaug er félagsráðgjafi MSW, fjölskyldufræðingur og með sérnám í átröskunarsjúkdómum. Sigurlaug María er sálfræðingur, Cand.Psych. Varðandi „neyðarkall“ ofangreindra viðmælenda um aukið fjármagn vegna aukningar á tíðni átraskana, eru engar vísbendingar um að aukning hafi orðið á tíðni lystarstols í hinum vestræna heimi síðustu árin. Sigurlaug María Jónsdóttir . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsþættinum 6 til sjö á Skjá einum hinn 14. nóvember sl. var viðtal við tvær ungar konur sem veita átröskunarsjúklingum og aðstandendum þeirra ráðgjöf. Í þættinum kölluðu þær eftir fjármagni til samtaka sinna til að geta sinnt starfi sínu og sögðu að það ríkti neyðarástand í málefnum átröskunarsjúklinga hérlendis. Í viðtalinu kom fram að litlu fjármagni hefði verið veitt til málaflokksins af hálfu ríkisins, að biðlistar eftir meðferð væru fyrir átröskunarsjúklinga hjá ríkinu, að þeirri meðferð væri mjög ábótavant og ætti ekki að fara fram á geðdeild nema sem síðasta úrræðið. Hvað varðar þjónustu við einstaklinga með lystarstol (anorexia nervosa) og lotugræðgi (bulimia nervosa) á geðdeild LSH finnum við okkur knúnar til að leiðrétta ofangreindar fullyrðingar. Átröskunarteymi LSH hefur starfað frá upphafi árs 2001. Í því eru geðlæknir, félagsráðgjafi, sálfræðingur, næringarfræðingur, listmeðferðarfræðingur, hjúkrunarfræðingar og stuðningsfulltrúar. Félagsráðgjafi og annar af tveimur hjúkrunarfræðingum eru líka fjölskyldufræðingar. Ofangreindar fagstéttir hafa undanfarin ár unnið að sérþekkingu á átröskunarsjúkdómum sem eru skilyrði fyrir góðri greiningar- og meðferðarvinnu. Á þessu ári var fjármagni veitt í málaflokkinn sem hefur orðið til þess að frá marsmánuði hefur verið starfrækt sértæk göngu- og dagdeild fyrir átröskunarsjúklinga á göngudeild geðdeildar LSH. Þrátt fyrir margar tilvísanir hafa engir biðlistar myndast og teymið getað sinnt öllum tilvísunum. Þjónustan sem LSH veitir átröskunarsjúklingum og aðstandendum þeirra fer fram á mismunandi þjónustustigum; göngudeild, dagdeild og innlagnardeild. Flestir koma á göngudeild þar sem í boði eru einstaklings- og hópmeðferðir, fjölskylduviðtöl, aðstandendahópar og fræðsla. Sumir njóta þjónustunnar tímabundið með daglegum viðtölum meðan aðrir koma sjaldnar. Flestir koma einu sinni til tvisvar í viku yfir ákveðið tímabil. Dagdeild fyrir 6-8 átröskunarsjúklinga tók til starfa í mars á þessu ári. Hún er opin alla virka daga. Þar fer fram margvísleg meðferðarvinna og getur verið val um að nýta sér þjónustuna allt frá 2-5 daga í viku. Það sem af er ári hafa einstaklingarnir sem sækja meðferð á dagdeild nýtt sér hana 5 daga vikunnar. Ef sjúklingar þurfa innlögn vegna alvarlegs ástands þá leggjast þeir inn á almennar bráðageðdeildir, en sérhæfð legudeild fyrir átröskunarsjúklinga er því miður ekki til á landinu. Ofangreind þjónusta stendur einstaklingum sem eru 18 ára og eldri til boða. Þjónusta fyrir 18 ára og yngri fer fram á Barna-og unglingageðdeild. Aðrir sem veita átröskunarsjúklingum þjónustu eru heilsugæslustöðvar og meðferðaraðilar á einkastofum. Varðandi „neyðarkall“ ofangreinda viðmælenda um aukið fjármagn vegna aukningar á tíðni átraskana, eru engar vísbendingar um að aukning hafi orðið á tíðni lystarstols í hinum vestræna heimi síðustu árin. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að mun algengara er að unglingar og ungt fólk sé óánægt með útlit sitt og holdafar og ýtir það undir óheilbrigt mataræði og megrun. Þetta hefur líklega aukið tíðni á lotu-græðgi og blönduðum átröskunum. Þó er ekki vitað hvort aukning sé á átröskunum á Íslandi síðastliðin ár. Við fögnum allri umræðu um bætta meðferðarþjónustu við átröskunarsjúklinga og fleiri og fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir þá eru kærkomin viðbót. Hins vegar er eðlilegt að slík uppbygging fari fram undir forystu fagaðila með sérþekkingu á átröskunarsjúkdómum, í samvinnu við notendur þjónustunnar. Áslaug er félagsráðgjafi MSW, fjölskyldufræðingur og með sérnám í átröskunarsjúkdómum. Sigurlaug María er sálfræðingur, Cand.Psych. Varðandi „neyðarkall“ ofangreindra viðmælenda um aukið fjármagn vegna aukningar á tíðni átraskana, eru engar vísbendingar um að aukning hafi orðið á tíðni lystarstols í hinum vestræna heimi síðustu árin. Sigurlaug María Jónsdóttir .
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar