Bless jólastress? 16. nóvember 2006 05:00 Ég var alinn upp í hringiðu verslunarreksturs og byrjaði ungur að vinna hjá föður mínum í barna- og unglingadeild Karnabæjar í Austurstræti. Fyrir utan þá jólatilhlökkun sem hlýst af afmælisdegi mínum á aðfangadag, þá hlakkaði ég alltaf til að vinna í jólaösinni. Í rúm tíu ár vann ég hver einustu jól í fataverslun og nokkur ár eftir það við sölu á geisladiskum og hljómplötum. Eftir því sem ég eltist, því lengri varð opnunartíminn, því lengri urðu vinnudagarnir. Vinnuálagið og streitan urðu nokkrum sinnum til þess að ég hreinlega varð veikur yfir jólin. Ég kunni ekki að slaka á inn á milli. Í dag er opnunartími verslana enn lengri en áður var og hið svokallað jólastress vill dreifast á fleiri stéttir. Ég hef heyrt margar sögur svipaðar mínum á síðustu árum. Fólk hefur svo mikið að gera fram að jólum að það gefur sér ekki tíma til að slaka á inn á milli (kann það kannski ekki) og nær því ekki að njóta jólanna til fullnustu þegar þau loksins koma. Ég veit að ég breyti ekki samfélaginu og mun væntanlega ekki hafa áhrif á langan opnunartíma verslana með þessum stutta pistli. Hins vegar vil ég hvetja verslunareigendur og starfsmenn þeirra til að undirbúa sig vel fyrir þessa ábatasömu og skemmtilegu vertíð. Með því að undirbúa starfsfólk huglægt og líkamlega er hægt að draga verulega úr þeim neikvæðu áhrifum streitu sem oft fylgja tímabilinu. Eitt af því sem ég legg mikla áherslu á í fyrirlestrum mínum og námskeiðum er regluleg slökun. Manneskja sem ástundar 10-20 mínútna slökun daglega er betur undir það búin að takast á við krefjandi verkefni í leik og starfi heldur en manneskja sem annað hvort leggst í leti eða reynir að deyfa sig fyrir streitunni með áfengi, tóbaki, mat eða sjónvarpsglápi. Ekki er hægt að segja bless við jólastress að öllu leyti, en það er hægt að draga verulega úr neikvæðum afleiðingum þess. Aðalatriðið er að njóta vertíðarinnar, slaka á inn á milli. Gleðilegan undirbúning fyrir jólin. Guðjón Bergmann er fyrirlesari, rithöfundur og jógakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Ég var alinn upp í hringiðu verslunarreksturs og byrjaði ungur að vinna hjá föður mínum í barna- og unglingadeild Karnabæjar í Austurstræti. Fyrir utan þá jólatilhlökkun sem hlýst af afmælisdegi mínum á aðfangadag, þá hlakkaði ég alltaf til að vinna í jólaösinni. Í rúm tíu ár vann ég hver einustu jól í fataverslun og nokkur ár eftir það við sölu á geisladiskum og hljómplötum. Eftir því sem ég eltist, því lengri varð opnunartíminn, því lengri urðu vinnudagarnir. Vinnuálagið og streitan urðu nokkrum sinnum til þess að ég hreinlega varð veikur yfir jólin. Ég kunni ekki að slaka á inn á milli. Í dag er opnunartími verslana enn lengri en áður var og hið svokallað jólastress vill dreifast á fleiri stéttir. Ég hef heyrt margar sögur svipaðar mínum á síðustu árum. Fólk hefur svo mikið að gera fram að jólum að það gefur sér ekki tíma til að slaka á inn á milli (kann það kannski ekki) og nær því ekki að njóta jólanna til fullnustu þegar þau loksins koma. Ég veit að ég breyti ekki samfélaginu og mun væntanlega ekki hafa áhrif á langan opnunartíma verslana með þessum stutta pistli. Hins vegar vil ég hvetja verslunareigendur og starfsmenn þeirra til að undirbúa sig vel fyrir þessa ábatasömu og skemmtilegu vertíð. Með því að undirbúa starfsfólk huglægt og líkamlega er hægt að draga verulega úr þeim neikvæðu áhrifum streitu sem oft fylgja tímabilinu. Eitt af því sem ég legg mikla áherslu á í fyrirlestrum mínum og námskeiðum er regluleg slökun. Manneskja sem ástundar 10-20 mínútna slökun daglega er betur undir það búin að takast á við krefjandi verkefni í leik og starfi heldur en manneskja sem annað hvort leggst í leti eða reynir að deyfa sig fyrir streitunni með áfengi, tóbaki, mat eða sjónvarpsglápi. Ekki er hægt að segja bless við jólastress að öllu leyti, en það er hægt að draga verulega úr neikvæðum afleiðingum þess. Aðalatriðið er að njóta vertíðarinnar, slaka á inn á milli. Gleðilegan undirbúning fyrir jólin. Guðjón Bergmann er fyrirlesari, rithöfundur og jógakennari.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar